Febrúar

Ungverskir nemendur heimsakja FAS

Kynning á verkefninu Water and Fire í Nýheimum

Í gærkvöldi var boðið til myndasýningar og kynningar í Nýheimum á verkefninu Water and Fire sem er samstarfsverkefni nemenda frá Ungverjalandi og nemenda í Framhaldsskóla Austur- Skaftafellssýslu. Þar kynntu Ungverjarnir land sitt og þjóð í máli og myndum. Sagt var frá tilurð þessa verkefnis og sýndar myndir frá Ungverjalandi og frá ferð nemenda Fas sem heimsóttu Ungverjana í fyrra og hvernig þeir kynntu landið sitt. Hjördís Skírnisdóttir kennari í Framhaldsskólanum er umsjónarmaður þessa verkefnis. Lesa meira
Verbúðargleði 2006

Um hundrað manns mættu á Verbúðargleðina

Fyrir nokkrum vikum sögðum við frá því að til stæði að þeir sem stunduðu verbúðarlífið hér á árum áður ætluðu að hittast á Fjörukránni í Hafnarfirði til þess að rifja upp þá gömlu og góðu tíma. þessi viðburður varð að veruleika um síðustu helgi og var haldið undir nafninu "Verbúðargleðin 2006". AÐ sögn Andrésar Kolbeinssonar þá heppnaðist gleðin eins og best var á kosið í hvívetna. Fólk byrjaði að streyma að strax kl. 21.00 og komu menn víðsvegar að frá svo sem Ísafirði, Vestmannaeyjum og Húsavík svo einhverjir staðir séu nefndir. Það urðu miklir fagnaðarfundir enda höfðu flestir ekki hist í fleiri tuga ára og því mikið til að tala um. Þegar gerð var talning á manskapnum um miðnætti var það staðfest að um eitthundrað manns væru mættir. Lesa meira
Laufgud-tre-22.02.06a.jpg

Vangaveltur um veðurfar í janúar nú og áður

Það er yndislegt að fylgjast með því á vorin þegar tré og runnar eru að laufgast en þegar það byrjar um miðjan febrúar þá er ekki sama ánægjan ríkjandi því ólíklegt er að ekki komi vetrarveður með frosti og hvassviðrum á næstu vikum. Til að geta borið síðastliðinn janúar saman við janúarmánuð undanfarinna ára fékk vefurinn miklar og góðar upplýsingar hjá Guðrúnu Gísladóttur landfræðingi á Veðurstofu Íslands og kemur hér smásamantekt úr þeim yfir úrkomu í janúar á veðurathugunarstöðum hér í sýslunni. Ekki er hér gerður greinarmunur á úrkomu hvort hún er snjór eða vatn. Þegar skoðaður er meðalhiti í janúar árin 1996-2005 kemur í ljós að aðeins tvö ár var hitinn í mínus þ.e. 2005 með -0,3° og 2004 með -0,1° og mesti meðalhiti í janúar var 3,1 árið 1996. Lesa meira
Kvennakórsárshátíð

Árshátíðaræfingarnar mjög magnþrungnar og mikilfenglegar

Nú glaðnar eftirminnilega yfir Hornafirði því nú annað kvöld þ.e. laugardagskvöldið 25. febrúar er árshátíð Kvennakórs Hornafjarðar. Þessar fræknu söngsystur eru búnar að vera við stífar æfingar og er árangurinn eftir því góður. Þær eru að æfa mörg mjög skemmtileg lög sem krefjast mikils aga. Ragnheiður Rafnsdóttir upplýsingafulltrúi kvennakórsins hafði samband við vefinn og sagði að konur úr Alt röddinni sem hún ræddi við í gærkvöldi hafi verið mjög sveittar en sælar, enda árshátíðaræfingarnar mjög magnþrungnar og mikilfenglegar. Til marks um hamaganginn, þykir það mildi að ekki hafa orðið slys á fólki. Konurnar gaspra um það sín á milli að þótt boð kæmu frá Hollywood þá þætti þeim það ekki mikið en það er nú önnur saga. Húsið opnar kl. 19.30 fyrir matargesti og verður boðið upp á fordrykk að hætti Kvennakórsins (mjög sterkur), eftir fordrykknum fylgja ljúfar veitingar að hætti mannsins hennar Lísu í Altröddinni. Lesa meira

 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)