Mars

Sinubruni í Óslandi 31.3.2006

Sinubruni í Óslandi

Allt slökkvilið Hornafjarðar og Almannavarnarnefnd voru send boð um sinubruna í Óslandi um 10 leitið í morgun, mikill bruni var á svæðinu beggja megin við Gónhól þar sem minnismerki sjómanna stendur. Þegar þessi frétt er skrifuð (11:04) er búið að hefta útbreiðslu sinubrunans beggja megin við Gónhól. Mikil mildi er að vindátt er mjög hagstæð og fer því reykurinn ekki yfir bæinn og fiskvinnslufyrirtækin sem eru í Óslandi. Mikil sina er einnig norðanmegin við Óslandsveginn en vegna vindáttar tókst að koma í veg fyrir að eldur bærist í þá sinu. Enn er ekki vitað um upptök eldsins en líkur benda til þess að hann hafi kviknað út frá logandi sígarettu. Óslandsvegurinn er vinsæll og fjölfarinn rúntur til að sjá yfir innsiglinguna til Hafnar. Lesa meira
Árshátíð undirbúningur

Ýmsar sögupersónur á ferðinni í Hafnarskóla

Í Hafnaskóla eru ýmsar sögupersónur á ferðinni þessa dagana. Þar eru Lína Langsokkur, Emil í Kattholti, Kalli á þakinu, Ronja Ræningjadóttir, ásamt óteljandi fleiri sögupersónum úr bókum Astridar Lindgren. Ástæðan er sú að í kvöld verður árshátíð skólans sem að þessu sinni er þannig upp byggð að foreldrum og öðrum aðstandendum er boðið á leiksýningu í Sindrabæ. Tvær sýningar verða í kvöld, sú fyrri kl. 17:00 en sú síðari kl. 19:00. Aðstandendum 4. og 5. bekkjar er beint á fyrri sýninguna en 6. og 7. bekkjar á þá síðari. Nemendur og starfsfólk hafa lagt mikinn metnað í þessa sýningu og á morgun verður nemendum Nesjaskóla og Krakkakots boðið á sýningar. Aðgangseyrir er í hófi 500 kr á mann og aldrei meira en 1000 kr á fjölskyldu. Veitingasala verður í Sindrabæ fyrir sýningu þar sem boðið er upp á safa og smákökur, bakaðar af nemendum. Hér koma nokkrar myndir af leikendum en sviðið verður leyndarmál fram yfir frumsýningu. Lesa meira
Framsókn

Framsóknarmenn í Hornafirði samþykkja lista

Á fjölmennum fundi sem haldinn var í Framsóknarfélagi Austur-Skaftfellinga, miðvikudaginn 29. mars var samþykktur framboðslisti félagsins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Oddviti listans er Reynir Arnarson, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi. Í öðrusæti er Elín Magnúsdóttir fótaaðgerðafræðingur og formaður bæjarráðs, í þriðja sæti er Sigurlaug Gissurardóttir, ferðaþjónustubóndi og í fjórða sæti er Ásgrímur Ingólfsson, skipstjóri. Almenn ánægja kom fram á fundinum með listann og er mikill hugur í framsóknarmönnum og stuðningmönnum þeirra fyrir komandi kosningar.

Lesa meira
Framsókn

Framsóknarmenn leggja fram lista

Framsóknarfélag Austur-Skaftfellinga boðar til fundar í kvöld, miðvikudaginn 29.mars kl. 20:00 í Kaupfélagshúsinu, Hafnarbraut 2. Á fundinum verða lagðar fram tillögur uppstillinganefndar að framboðslista framsóknarmanna og stuðningmanna þeirra fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar sem fram fara 27.maí n.k. Vel hefur gengið að fá fólk til að taka sæti á listanum og er greinilegt að mikill hugur er í frambjóðendum, enda leggja framsóknarmenn og stuðningmenn þeirra störf síðustu fjögurra ára óhræddir í dóm kjósenda. Lesa meira

 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)