Maí

Hjalti Þór Vignisson

Hjalti Þór ráðinn sem nýr bæjarstjóri

Nýr meirihluti hefur ákveðið að ráða Hjalta Þór Vignisson sem nýjan bæjarstjóra Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Gengið verður frá ráðningu hans á næstu dögum en búið að handsala ráðninguna og mun hann taka við starfi bæjarstjóra um leið og ný bæjarstjórn tekur til starfa sem er um miðjan júní. Að sögn Árna Rúnars Þorvaldssonar forseta bæjarstjórnar þá var einhugur meirihlutans að ráða Hjalta í starfið og vilji að nýta það fólk sem hér er á staðnum. Árni vonaðist til þess að sátt væri um þessa ákvörðun innan Sveitarfélagsins og var hann viss um að ráðning Hjalta Þórs yrði sveitarfélaginu til heilla. Lesa meira
Bæjarstjórn_Meirihluti_2006

Nýr meirihluti í Bæjarstjórn Hornafjarðar

Ný bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjöður tók til starfa um hádegi í dag. Framsókn og Samfylkingin hafa undirritað samstarfssamning þar sem Árni Rúnar Þorvaldsson Samfylkingunni verður forseti bæjarstjórnar og Reynir Arnarson Framsókn verður formaður bæjarráðs. Þegar kjörtímabil er hálfnað munu Árni og Reynir skipta á sínum störfum svo sem var hjá síðustu bæjarstjórn þ.e. forseti bæjarstjórnar verður hjá Framsókn og formaður bæjarráðs flyst til Samfylkingarinnar. Ekki er búið að ganga frá ráðningu bæjarstjóra en það verður gert alveg á næstu dögum jafnvel fyrir helgi. Búið er að skipta niður nefndum og ráðum þar sem húsnæðisnefnd, félagsmálaráð, æskulýðs og tómstundaráð, bygginga og skipulagsnefnd ásamt heilbrigðis og öldrunarráði verða hjá Samfylkingunni. Hjá Framsókn verða menningarmál, hafnarstjórn, skólanefnd, og umhverfisnefnd, síðan verður skipting á öldrunarráði og menningarráði á miðju kjörtímabili. Lesa meira
Náttúrulega_frettatilkynning

Nýtt fyrirtæki á Hornafirði

Þann 27. apríl síðastliðinn stofnuðu þær Rannveig Einarsdóttir og Elín S. Harðardóttir fyrirtæki sem ber nafnið Náttúrulega ehf. Fyrirtækið sérhæfir sig í hönnun fræðsluskilta, bæklinga og korta. Skipulagi ferðamannastaða og útivistarsvæða, ásamt öðrum umhverfisverkefnum. Þær Rannveig og Elín hafa starfað um árabil á sviði umhverfismála og hafa aflað sér víðtækrar þekkingar og reynslu í því starfi. Á svæði sem Austur- Skaftafellssýslu, sem er í stöðugri sókn í ferðaþjónustu, eykst sífellt þörfin fyrir að koma fræðslu um menningu, sögu og náttúrufar til skila. Sífellt fleiri ferðamenn ferðast á eigin vegum, skiptir þá miklu máli að þeir geti aflað sér upplýsinga um viðkomandi svæði á aðgengilegan hátt. Slík vinna nýtist einnig heimamönnum til útivistar og kennslu. Lesa meira
FAS_utskrift_IMG_2376

Útskrift við Framhaldsskólann í Austur-Skaftafellssýslu

Laugardaginn 20. maí fór fram útskrift við Framhaldsskólann í Austur-Skaftafellssýslu. Af almennri braut luku 8 námi. Einn útskrifaðist af sjúkraliðabraut og 16 með stúdentspróf. Þetta er í 15. skipti sem stúdentar útskrifast frá FAS og er hópurinn núna sá fjölmennasti. Fimm luku nám á þremur árum og þar á meðal dúxinn Sveinn Rúnar Ragnarsson. Tveir tóku viðbótarnám til stúdentsprófs og þar af annar í fjarnámi. Einn nýstúdentinn er japanskur og er sennilega sá fyrsti sem útskrifast með stúdentspróf úr íslenskum framhaldsskóla. Lesa meira

 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)