Júní

Bestfiskur_IMG_2991

Fjöldi ferðamanna vill kaupa fisk á grillið

Bestfiskur ætlar í sumar að vera með opna fiskbúð (Best-Fiskbúðin) tvisvar í viku á mánudögum og föstudögum frá kl 11-12 og 13-17. Þetta er ekki síður þjónusta fyrir ferðafólk sem heimsækir Hornafjörð en þá sem hér búa, segir Sívar Árni Scheving framkvæmdastjóri Bestfisks, því það kemur fjöldi ferðamanna til okkar á sumrin sem vill kaupa fisk á grillið. Nú ætlum við sem sagt að vera með allskonar fisk tilbúinn á grillið s.s. humar, þorsk, keilu, eitthvað af skötusel og fisk-grillrétti, eins verðum við með saltfisk, saltaðar kinnar og nýja ýsu. Við verðum með grill og grillaðstöðu hér úti þar sem ferðafólk getur skellt fiskinum beint á grillið og notið á meðan hins óviðjafnanlega útsýnis sem við höfum hér, hvort sem það eru jöklarnir, fjöllin eða að fylgjast með lífinu við höfnin. Lesa meira
Mastrið

Mastrið komið í humarklæðin í kvöld

Það styttist í árshátið humarsins sem haldin er hátíðleg á hverju ári á Hornafirði og má segja að Mastrið sé komið í humarklæðin í þessum þætti, en þátturinn er að mestu helgaður komandi Humarhátið. Ásamt því að ræða við aðstandendur hátíðarinnar og öðrum sem henni tengjast, hittum við Stjána Hauks sem mun yfirgefa humarinn fyrir hestinn, en hann ætlar að fara á Landsmót hestamanna ásamt fögru föruneyti yfir helgina. Stórhljómsveitin og Hornfirðingar síðasta árs, Modis taka lagið í þættinum, alltaf gaman að sjá og hlusta á gott músík-atriði. Framhaldsheimildarmyndin eftir þá félaga Ása og ÓlaAlbert um Stórfót verður frumsýnd í þættinum, og verður gaman að sjá hverju drengirnir taka uppá í þetta skiptið. Lesa meira
Þórbergssetur

Þórbergssetur á Hala opnað

Föstudaginn 30. júní 2006, verður Þórbergssetur á Hala í Suðursveit opnað við hátíðlega athöfn. Fjölmörgum er boðið að taka þátt í opnunardagskránni, þar á meðal ráðherrum, þingmönnum kjördæmisins, samstarfsaðilum og fjölmörgum velunnurum verkefnisins. Meðal annars mætir hópur nemenda Háskóla Íslands sem sat málstofu um Þórberg síðastliðinn vetur ásamt Bergljótu S. Kristjánsdóttur lektor við Háskóla Íslands sem stjórnaði málstofunni . Einnig er fjölmörgum Skaftfellingum boðið til dagskrár þar á meðal öllum ferðaþjónustuaðilum á svæðinu. Dagskráin verður með hefðbundnu sniði, ávörp gesta og heimamanna, karlakórinn Jökull syngur lög við ljóð Þórbergs, Jón Hjartarson og Ragnheiður Steindórsdóttir leikarar lesa úr verkum skáldsins og síðan verða opnaðar tvær sýningar í sýningarsölum setursins. Óhætt er að fullyrða að ýmislegt óvænt mun mæta gestum við opnun sýningar í vestri sal en það hefur verið haldið mikilli leynd yfir þeirri sýningu allt til opnunardags. Lesa meira
EFTA ráðstefna Höfn

Um 150 manns tóku þátt í EFTA fundinum

Ráðherrafundur EFTA hófst á Höfn í gær kl 9 og lauk um kl. 18. Að fundi loknum var snæddur hátíðarkvöldverður í Skinney Þinganesi og að honum loknum var móttaka fyrir gestina á Jöklasýningunni. Í morgun héldu flestir fundarmenn upp á Skálafellsjökul þar sem farið verður á snjósleða og snjóbílum á jökulinn. Um 150 manns tóku þátt í fundinum og voru fundarstaðir í Nýheimum og á Hótel Höfn. Eitt af þeim málefnum sem afgreidd voru á fundinum var samþykkt á fríverslunarsamningi við samband Afríkuríkja og er það 16. fríverslunarsamningurinn sem gerður er. Lesa meira

 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)