Júlí

Mastrið

Fjölbreytt og hressandi Mastur í kvöld

Þátturinn í kvöld verður með besta móti. Allt að gerast hjá strákunum og fallhæðin af Mastrinu orðin gríðarleg. Hljóð- og tökumaðurinn stendur sig með miklum ágætum í kvöld. Það sem uppá verður boðið í þessum þætti er mjög fjölbreytt og hressandi. Gísli Reynis fór með vélina og hljóðneman og hitti fyrir nokkra krakka úr vinnuskólanum og spjallaði létt við þá á svokölluðu rústadiskó-i. Pylsu-át, vítaspyrnukeppni og almennt rugl verður ráðandi í þættinum að ógleymdum krökkunum, en Steinar K spjallar við yngstu kynslóðina um daginn og veginn. Lesa meira
Steggjakrossfesting

Krossfestur á Fiskhólnum

Vegfarendur um Hafnarbrautina urðu þess varir í morgun að búið var að setja upp kross á Fiskhólnum við Gamla vatnstankinn og á hann var búið að krossfesta mann. Þeir sem stóðu að krossfestingunni voru félagar Karls Guðna Ólafssonar (sonur Óla Björns) en hann er að fara að gifta sig á laugardag og þótti þeim því nauðsynlegt að steggja hann með eftirminnilegum hætti. Brúðurin er Nína Sibyl Birgisdóttir (í Bláa Blóminu). Krossfestingin var númer tvö á listanum en áður var búið að fara með hann á paintball völlinn þar sem hann fékk 5 skot en félagarnir 5000 og má geta sér til hver varð fyrir skoti og hversu oft. Lesa meira
Ísklifur 2006

Kynnisferð í ísklifri á Svínafellsjökli í Öræfum

Fyrir nokkru síðan buðu Íslenskir fjallaleiðsögumenn í Skaftafelli starfsfólki hjá ferðaþjónustuaðilum í kynnisferð í ísklifri á Svínafellsjökli í Öræfum. Við fórum saman 5 frænkur sem meira og minna vinnum á tjaldstæðinu á Höfn. Við byrjuðum á því að keyra í Skaftafell þar sem að við fengum viðeigandi útbúnað, þ.e. brodda og ísöxi. Síðan var haldið að Svínafellsjökli og gengið upp á jökultungu hans. Þarna var hægt að skoða mismunandi form á jöklinum og litirnir voru mismunandi frá einni ísblokkinni til annarrar. Auk þess kíktum við ofan í jökulsprungur og svelgi. Lesa meira
Mastrid_vidtal

Tékka á lífsmarki innan ferðamannaiðnaðarins

Það er gott að búa á Höfn, því þar eru miðvikudagskvöld betri en önnur kvöld. Hornfirðingar eru góðu vanir á miðvikudagskvöldum og er engin breyting á því núna því Mastrið mætir á Skjávarps-skjáinn kl.20:00 í kvöld eins og bæði lærðir og leiknir ættu að vita. Þátturinn í kvöld er sprengfullur bæði af fréttnæmu og jafnframt ó-fréttnæmu efni, sem þó er athyglisvert. Útsendarar Mastursins tékka á lífsmarkinu sem er innan ferðamannaiðnaðarins hér í bæ og ræða m.a við Huga á tjaldsvæðinu. Hugi uppljóstrar í því viðtali hvaða þjóðir eru leiðinlegastar og erfiðastar að eiga við á tjaldsvæðinu. Þá er skemmst frá því að segja að fréttasnápur Mastursins skoðar fornleifafundinn sem fannst við rætur Hafnarbúðarinnar fyrr í vikunni. Vítaspyrnukeppni Mastursins rúllar áfram og er alls ekki útséð hver ber höfuð og herðar yfir aðrar vítaspyrnukempur hér í sveit, en í kvöld eigast við fótboltamógúlarnir Miralem Haseta eða Mica og Árni Þorvaldsson formaður í fleirtölu. Lesa meira

 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)