Ágúst

FAS_310806_1

Námsferð til Þýskalands

Snemma í sumar héldum við, ásamt 12 þýskunemendum úr VA og ME, til Trier í Þýskalandi. Þetta var samstarfsverkefni milli framhaldsskólanna á Austurlandi, þar sem að við fórum og heimsóttum skóla í Þýskalandi og kynntumst menningunni og málinu aðeins betur. Við flugum út frá Egilsstöðum þann 15.maí, en þetta var langt og strangt ferðalag, þar sem að við flugum fyrst til Kaupmannahafnar og síðan til London áður en við lentum á Frankfurt Hahn. Ævintýrin byrjuðu strax þar sem að allir fengu ekki farangurinn sinn þegar við lentum í London. Þegar við vorum lent í Frankfurt tóku Þjóðverjarnir, sem við bjuggum hjá næstu tvær vikurnar, á móti okkur. Eftir klukkutíma keyrslu vorum við loksins komin á leiðarenda eftir 17 tíma ferðalag. Trier er elsti bærinn í Þýskalandi og hefur að geyma byggingar frá tímum rómverja, og var miklum tíma eytt í að skoða svæðið. Lesa meira
Útskrifuðust sem ferðamálafræðingar

Útskrifuðust sem ferðamálafræðingar

Guðrún Jónsdóttir og Guðrún Guðmundsdóttir útskrifuðust, þann 25 ágúst sem ferðamálafræðingar með diploma, landavarðar og staðarvarðarréttindi frá Háskólanum á Hólum. Námið er mjög fjölbreytt, þar er m.a. komið inn á landbúnaðar- og menningartengdaferðaþjónustu. Tekið er á umhverfismálum, gestamóttöku, afþreyingu og útivist, bókhaldi og rekstri o.fl. Markmiðið er að veita nemendum hagnýtt og vandað starfsnám á háskólastigi og stuðla að eflingu ferðaþjónustunnar sem atvinnugreinar á landsbyggðinni. Í dag eru þrír nemendur sem stunda þegar nám frá Hornafirði við Háskólann á Hólum, og útskrifast þeir næsta sumar. Að sögn Guðrúnar Jónsdóttur þá er námið mjög skemmtilegt og gefandi enda svæðið hér í Ríki Vatnajökuls mjög spennandi til að vinna að ferðamálum. Lesa meira
Efnalaug Dóru

Þvegið af rúmlega 500 rúmum á dag

Efnalaug Dóru á Höfn hefur fært út starfsemi sína í sumar með þvottaþjónustu við ferðaþjónustustaðina á svæðinu. Þetta er heilmikil þjónusta sem hefur bæst við hjá okkur í sumar segir Halldóra Ingólfsdóttir eigandi efnalaugarinnar, við sjáum um þvotta fyrir Hótel Skaftafell í Freysnesi, færum þeim þvottinn og tökum svo þvott á sex ferðaþjónustustöðum í bakaleiðinni. Þessi þjónusta er alla daga yfir ferðaþjónustutímann og í sumar hefur þetta verið sængurfatnaður af rúmlega 500 rúmum á dag. Vinnan í efnalauginni byrjar kl. sex á morgnana til að geta komið þvottabílnum af stað í Freysnes og sveitirnar um kl 11.00 en þessi leiðangur á alla staðina tekur um fjóra tíma. Þetta er fyrsta sumarið sem ferðaþjónustuaðilarnir á svæðinu hafa nýtt sér þjónustu efnalaugarinnar að undanskyldu gistiheimilinu á Brunnhól sem er eini staðurinn utan Hafnar sem við höfðum þvottana fyrir. Lesa meira
STH_Jarðvegsvinna

Ný frystigeymsla

Skinney-Þinganes hefur undirritað samning við Íslenska aðalverktaka um byggingu 4000 tonna frystigeymslu. Vinna við grunn fyrir bygginguna er hafin en áætluð verklok eru 1. febrúar 2007. Að sögn Gunnars Ásgeirssonar hjá Skinney-Þinganesi var ákveðið að loka ekki í fyrirtækinu í ágúst vegna sumarleyfa fastráðna starfsfólksins, eins og gert hefur verið, heldur gefa unglingum kost á vinnu meðan þeir fastráðnu færu í frí. Þetta hefur gefist vel og þessir unglingar hafa staðið sig með prýði og eru góðir starfsmenn segir Gunnar. Lesa meira

 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)