September

Kornskurður í Árbæ

Fær um 50 tonn af korni

Kornrækt hefur aukist mikið hjá bændum í Austur-Skaftafellssýslu og gengur vel. Sæmundur Jón Jónsson bóndi í Árbæ á Mýrum er með korn á 20 hekt. lands og þar á bæ er unnið við kornskurð og þreskingu þessa dagana.

Lesa meira
Hreindýr í nágrenni Hafnar

Ábendingar um ólöglegar veiðar á hreindýrum

Samkvæmt frétt á vef Umhverfisráðuneytisins þá hefur ráðuneytinu að undanförnu borist fjölmargar ábendingar um ólöglegar veiðar á hreindýrum á veiðisvæðum 8 og 9 á Mýrum og í Hornafirði í Austur-Skaftafellssýslu. Fullyrt er að þessar ólöglegu veiðar hafi átt sér stað undanfarin ár utan lögbundins veiðitíma, einkum á þeim tíma sem nú fer í hönd. Af þessum sökum og með vísan til laga um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum hefur umhverfisráðuneytið komið þessum ábendingum á framfæri við sýslumanninn á Höfn í Hornafirði og farið þess á leit að hann geri það sem í hans valdi stendur til að koma í veg fyrir ólöglegar veiðar á hreindýrum með virkara eftirliti. Það skal tekið fram að brot gegn lögunum varða sektum eða fangelsi allt að tveimur árum og sviptingu skotvopna- og veiðileyfis. Lesa meira
Þrykkuráð á Landsmót Samfés 2006

Þrykkjan á Landsmót Samfés

Nú um helgina fara fimm unglingar úr félagsmiðstöðinni Þrykkjunni ásamt starfsmanni á Landsmót Samfés sem haldið er að þessu sinni í Árbænum í Reykjavík. Unglingarnir sem fara eru úr Þrykkjuráðinu. Reiknað er með að u.þ.b. 350 unglingar á aldrinum 13 – 16 ára taki þátt. Markmið landsmótsins er að stjórnir í unglingaráðum úr félagsmiðstöðvum landsins hafi vettvang til að mynda tengsl og kynnast nýjum hugmyndum sem hægt er að nýta í starfi félagsmiðstöðvanna. Þema mótsins í ár er FJÖLMENNING. Forseti Íslands Hr. Ólafur Ragnar Grímsson mun heimsækja mótið. Boðið er upp á mismunandi smiðjur sem unglingarnir velja sér. Alþjóðleg grillveisla verður og hátíðarkvöldverður þá verður ball með Svitabandinu og lýkur mótinu á sunnudagsmorgun. Þrykkjan hefur tekið þátt í þessum landsmótum í nokkur ár. Lesa meira
Hotel-Hofn_IMG_6351

Hótel Höfn býður í afmæliskaffi um helgina

Í tilefni þess að 40 ár eru liðin frá opnun Hótels Hafnar verður öllum íbúum sveitarfélagsins boðið í afmælisveislu á Hótel Höfn sunnudaginn 1 október frá kl. 14 til 17. Boðið verður upp á kaffi og köku. Tónlistaratriði verða flutt og gestum verður boðið að skoða Hótelið, þar á meðal herbergin sem eflaust fáir bæjarbúar hafa litið augum. Myndasýningar verða á stórum skjáum þar sem bera að líta myndir frá 40 ára tímabili Hótels Hafnar. Hótel Höfn er eitt af fyrstu hótelum á landsbyggðinni sem byggt var sem heilsárshótel og tók til starfa 8 árum áður en hringvegurinn var opnaður. Yfir sumartímann þegar mesta er að gera starfa um 30 manns á hótelinu en að meðaltali veiti hótelið 20 heilsársstörf. Lesa meira

 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)