Október

Slökkt í olíutanka

Betur fór en á horfðist

Betur fór en á horfðist þegar Slökkvilið Hornafjarðar fékk útkall sl. laugardag um eld í olíutanka á hafnarsvæðinu, þegar eldurinn reyndist vera í gömlum olíutanka sem verið var að rífa. Tankarnir tveir sem Hringrás var að rífa niður og fjarlægja voru fyrir löngu úr notkun en smá olíulögg var í öðrum þeirra og komst neisti úr skurðartækjunum í olíuna svo af varð nokkurt bál og var slökkviliðið kallað á staðinn. Það gekk fljótt og vel að slökkva í tankanum með léttvatni, sagði Steinþór Hafsteinsson slökkviliðsstjóri, og Hringrásarmenn gátu svo haldið áfram að brytja tankana niður og fjarlægja. Lesa meira
Skökkviliðsstjórar á Höfn 2006

Félag Slökkviliðsstjóra hélt sinn árlega aðalfund í Nýheimum

Félag Slökkviliðsstjóra á Íslandi hélt sinn árlega aðalfund í Nýheimum á Höfn um sl. helgi. Efst á baugi hjá slökkviliðum landsins þessa dagana eru eiturefnamál segir Kristján Einarsson slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu sem er formaður félagsins. Brunamálastofnun hefur fengið 100 mkr. frá ríkinu til kaupa á búnaði sem útdeilt verður til slökkviliðanna í landinu. Umhverfismál eru okkar hlutverk núna ,segir Kristján, og þar eigum við að sjá um eiturefnamálin, við eigum að hreinsa upp eftir eiturefnaslys og passa uppá að líf fólks verði ekki í hættu. Verið er að kaupa kerrur með eiturefnabúnaði ásamt fleiri tækjum og tólum sem dreift verður á slökkviliðin. Þetta er þyrlutækur búnaður sem fluttur verður milli staða eftir þörfum. Slökkviliðin munu skiptast á með að æfa sig í notkun á þessum búnaði sem síðan verður skipt niður á fjórðunga landsins og ekki er ólíklegt að eitthvað af þessu verði staðsett hjá Slökkviliði Hornafjarðar þar sem þetta svæði er sérhæft og langt til annarra staða. Lesa meira
Málþing um Þórberg Þórðarson 2006

Fyrirgefiði, getið þið sagt mér hvar Öræfajökull er?

Dagarnir 12. og 13. október síðastliðnir voru merkisdagur í Suðursveit. Þá var efnt til málþings um Þórberg Þórðarson, verk hans og ævi. Tilefnið var vígsla Þórbergsseturs sem átti sér stað í júlí 2006. Margt var um manninn enda spennandi dagskrá frá ýmsum spekingum sem allir eiga það sameiginlegt að hafa ást á skáldinu og manninum Þórbergi. Þar var líka mætt Helga Jóna Ásbjarnardóttir (Lilla Hegga) aðalpersónan úr Sálminum um blómið en hún færði Þórbergssetri að gjöf skóburstasett Þórbergs þannig að enn bætast við sýningargripir úr eigu skáldsins. Þingið hófst á setningu Þorbjargar Arnórsdóttur sem bauð alla velkomna og kynnti síðan erindi og fyrirlesara eftir því sem við átti. Lesa meira
Forsetaheimsókn 25.apríl 2006

Segir enga glóru í því að Skaparinn láta sig lifa svona lengi

Sólveig Pálsdóttir frá Svínafelli í Öræfum, sem náð hefur því meti að verða elst allra Íslendinga 109 ára og rúmum tveim mánuðum betur, lætur þetta met engin áhrif á sig hafa og heldur sinni einstöku rósemi. Henni finnst starfsfólk hjúkrunarheimilisins hugsa allt of vel um sig og dekra við sig og segir því það óspart. Eins segir hún að það sé engin glóra í því hjá Skaparanum að láta sig lifa svona lengi. Fyrir níu árum heimsótti fréttamaður vefsins Sólveigu á hjúkrunarheimilið þar sem hún hafði þá verið í fjögur ár og bað hana að segja sér eitthvað frá sinni löngu æfi. Það var ekkert sjálfsagðara ef einhver hefði gaman af og í tilefni af þessu aldursmeti Sólveigar birtist þetta viðtal hér til að gefa lesendum vefsins innsýn í æfi þessarar duglegu og merku konu. Lesa meira

 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)