Nóvember

Sólarlag við höfnina

Bilun í IPgátt Símans á Höfn

Vegna bilunar á Ipgátt símans á Höfn þá hafa fjölmörg fyrirtæki og stofnanir á Hornafirði verið sambandslaus við Internetið. Bilunar varð vart um tvö-leitið í nótt og í framhaldi af því var keyrt af stað með varahlut frá Reykjavík. Bilun þessi hefur áhrif á þau fyrirtæki sem eru tengd við IPgátt Símans og eru það m.a. Ráðhúsið, Nýheimar, Grunnskólarnir, leikskólarnir, Heilbrigðisstofnun, Vís, Nýheimar, Hótel Höfn, Vélsmiðja Hornafjarðar, Vegagerðin, Flugturninn, Sparisjóðurinn og Landsbankinn. Lesa meira
FAS_IMG_2580

Þórhildur dettur í lukkupott

Oft á tíðum tekur fólk þátt í ýmis konar leikjum. Þórhildur Rán Torfadóttir nemandi í FAS tók þátt í einum slíkum sem Office1 stóð fyrir í haust. Hún var svo heppin að hljóta fyrsta vinning í þeim leik. Það má segja að það hafi ekki einungis verið hún sem datt í lukkupottinn. Auk hennar fengu nemendafélag skólans og svo skólinn sjálfur gjöf. Þórhildur fær að gjöf tölvu, fjölnota prentara, myndavél og skó frá Skór.is. Nemendafélag FAS fær fartölvu og myndavél og skólinn skjávarpa og sýningartjald. Við óskum Þórhildi til hamingju með vinninginn um leið og við þökkum fyrir okkur. Þessar gjafir munu nýtast vel. Lesa meira
Drekinn, bíll björgunarsveitarinnar Kára

Svo hvasst að drekinn færðist til undan mestu vindhviðunum

Mikið hvassviðri var í Öræfasveit í gær og um kl.21.30 mældust mestu vindhviðurnar 68 m/s framan við Svínafell og 60m við Kotá. Ólafur Sigurðsson á Svínafelli fór á Drekanum að huga að húsbíl sem sást til á austurleið en sú athugun bar ekki árangur og sagði Ólafur að hætt hefði verið frekari athugun um hann þar sem ekki sáust nein merki þess að hann hefði lent í ógöngum á hvassasta svæðinu. Á leiðinni frá Fagurhólsmýri að Freysnesi var flutningabíll (pakkabíllinn) í fylgd drekans og komst hann slysalaust þangað en bílstjórinn sagði að þetta hefði verið skelfileg lífsreynsla og ótrúlegt að komast þetta. Svo hvasst var að drekinn færðist til undan mestu vindhviðunum og vegstikur lágu flatar. Anna María Ragnarsdóttir í Freysnesi sagði að ekki væri nema 47m í mestu gusunum hjá þeim og þar biðu nokkrir bílar þess að komast áfram. Ekki er vitað til að tjón hafi orðið á eignum í veðurofsanum eða að bílar hafi skemmst. Lesa meira
Halldór Kr. Sigurðsson

Lærum að búa til heimatilbúið konfekt

Konfektnámskeið verður haldið í Mánagarði næstu helgi nánar tiltekið á laugardaginn 2.des Námskeiðið verður í umsjón Halldórs Kr. Sigurðssonar bakara og konditormeistara í samvinnu við Húsamiðjuna á Höfn. Að sögn Halldórs þá ætlar hann að koma hingað austur og kenna listina að búa til konfekt, hann segir að ef réttu handtökin eru notuð þá sé auðvelt fyrir alla að búa til dýrindis konfekt. Á námskeiðinu sem er um 2 tímar verður farið verður yfir allt sem að snýr að konfektgerð og hentar námskeiðið fólki á öllum aldri. Innifalið er allt hráefni en námskeiðsgjaldi er stillt upp í hóf og kostar aðeins 2500 krónur á mann. Ekki spillir fyrir að þátttakendur taka með sér a.m.k. 20-30 mola heim. Allir sem að mæta á námskeiðið fá 25% afslátt af öllum búsáhöldum í Húsasmiðjunni hér á Höfn sem og í öðrum Húsamiðjuverslunum. Halldór sem haldið hefur slík námskeið síðustu 9 árin segir að námsskeið sem þetta sé mjög vinsælt enda jafnast ekkert á við heimatilbúið konfekt á jólahátíðinni. Lesa meira

 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)