Desember

Dinner for One á Skjávarpi

90 ára afmælið á SkjáVarpi gamlárskvöld

Eins og á síðasta gamlárskvöldi mun 90 ára afmælið eða "Dinner for one" verða sýnt á SkjáVarpi og hefst þátturinn kl.22:00. Hefð er fyrir því að sýna þennan stutta breska svarthvíta leikþátt um hver áramót í Þýskalandi, Danmörku og nokkrum öðrum Evrópulöndum. Leikþátturinn fjallar um hefðarfrúna Miss Sophie sem er að halda upp á 90 ára afmælið sitt. Vandamálið er að allir gestirnir í afmælinu eru ímyndaðir "vinir" sem allir hafa farið yfir móðuna miklu. En Miss Sophie heldur sínu striki og býður þeim til veislu á hverju ári og lætur eins og þeir séu allir mættir. Eins og sagt er í þeim löndum sem hafa haft þáttinn til sýningar um hver áramót,,, það eru engin áramót nema heyra þjóninn James og Miss Sophie segja "The same procedure as last year, Madam? - The same procedure as every year, James." Lesa meira
ErnirAir

Flugfélagið Ernir fær nýja flugvél

Flugfélagið Ernir er að fá til landsins nýja flugvél síðdegis og lendir hún í Reykjavík um kl. 18:00. Vélin er af gerðinni Jetstream 32 og verður hún notuð í áætlunarflug hingað til Hafnar og á Sauðárkrók ásamt því að fljúga leiguflug. Vélin er búin jafnþrýstibúnaði með auknum þægindum fyrir farþega og tekur hún 19 manns í sæti. Flugfélagið Ernir á fyrir tvær 9 sæta flugvélar og verða þær notaðar í áætlunarflugið á Bíldudal og Gjögur í vetur en hyggst félagið verða komið með 19 sæta vél til að sinna Vestfjörðunum fyrir sumarið 2007. Flugfélagið Ernir er að taka við áætlunarflugi til Hornafjarðar eftir áramótin. Lesa meira
Bethlehem

Friðarloginn frá Betlehem á Höfn

Síðast laugardag komu til Hafnar þrír skátar sem voru á ferð sinni um landið með friðarlogann frá Betlihem. Friðarloginn kynntur á litlujólunum í Hafnarskóla í vikunni og á stofujólunum var kveikt var á yfir 100 kertum og að sögn Þórgunnar skólastjóra var þetta mjög hátíðleg stund. Þeir sem vilja nálgast friðarlogann geta gert það hjá Luciu Hlíðartúni 23 eða hjá Bróa í Hafnarkirkju á Þorláksmessu. Til þess að sækja logann þá þarf viðkomandi að hafa með sér lukt eða lokað ljós. Loginn hefur verið verður boðinn þeim sem á vegi skátanna verða eins og gert hefur verið síðastliðin fimm ár. Skátarnir hafa stoppað á helstu þéttbýlisstöðum landsins og var skipulögð móttaka á mörgum stöðum um landið Endir friðargöngunnar var í friðargöngunni í Reykjarvík. Lesa meira
Þekkingarnetið

Rífandi gangur hjá Þekkingarnetinu í Nýheimum

Þekkingarnet Austurlands hefur nú haft starfsemi á Hornafirði frá því 1. september síðast liðinn. Starfsmaður hefur verið í hlutastarfi og því aðeins til þjónustu í um 30 daga. Á þessum tíma hafa verið haldin námskeið um námstækni fyrir fólk í háskólanámi, námskeið í stafrænni ljósmyndun og fyrsta stigs íslenskunámskeið fyrir íbúa af erlendum uppruna sem 14 manns luku. Á Nýheimadaginn sem haldinn var 24. nóvember bauð Þekkingarnetið upp á námskeið í gerð aðventukransa og fóru 20 manns heim með krans af því námskeiði. Talsvert er um að fólk komi á skrifstofuna í Nýheimum til að velta fyrir sér möguleikum á námi og störfum og fá einstaklingsbundna ráðgjöf í þeim efnum og gaman er að geta þess að 47 einstaklingar stunda nú fjarnám á háskólastigi, allt frá grunnnámi til doktorsnáms. Lesa meira

 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)