Janúar

Heimsókn heilbrigðisráðherra

Opið hús hjá heilsugæslustöðinni

Í dag tekur starfsfólk heilsugæslustöðvarinnar á móti gestum og gangandi frá kl. 16-18. Tilefnið opna hússins er að gefa fólki kost á að skoða nýju röntgentækin sem stofnunin tók nýverið í notkun en þau voru gefin af einstaklingum, fyrirtækjum og félagasamtökum, ýmsum aðilum í sveitarfélaginu. Frá því að nýju röntgentækin voru tekin í notkun hafa þau þegar sannað gildi sitt og sýnt hversu mikilvægt það er fyrir okkur hér í einu af afskekktasta sveitarfélagi landsins að hafa slík tæki. Einnig verður fólki boðið að skoða fæðingaaðstöðuna og kynnast aðeins starfssemi heilsugæslunnar. Jafnframt þessu býður starfsfólk heilsugæslustöðvarinnar upp á blóðþrýstings og blóðsykurmælingu. Lesa meira
hfn_300107

Nýr liður á vefnum

Hver hefur ekki velt vöngum um hvað varð að hinum og þessum sem bjó áður á Hornafirði en hefur nú flutt hérlendis eða erlendis. Oft er talað um brottflutta Hornfirðingar og þá sérstakalega í samhengi við Þorrablót Hornfirðinga á höfuðborgarsvæðinu. En höldum okkur við þá brottfluttu, við hér á vefnum ætlum nú að taka upp nýjan lið sem við köllum “Hvað varð um?” þar sem ætlunin er að leita til þeirra fjölmörgu “brottfluttu” sem enn hafa sterkar rætur hér í ríki Vatnajökuls og kanna hvar þeir eru niðurkomnir í dag og hvað þeir hafa fyrir stafni. Sjáum hvað setur, hver veit nema þessi liður verði jafn vinsæll og “jólagestir” okkar hér á vefnum. Lesa meira
Hástefingar

Hásef í Equador

Hásef er félagsskapur nemenda sem útskrifaðist af Garðyrkjuskóla ríkisins árið 1974. Þessum hóp tilheyra Rannveig Einarsdóttir og Magnús Jónasson. Hásefingar hafa alla tíð síðan haldið hópinn og ferðast saman á hverju ári. Fyrir tveimur árum síðan kom upp sú hugmynd að fara nú í eina almennilega reisu áður en við yrðum of gömul til þess. Stefnan var sett á Galapagoseyjar og send inn pöntun, en fjöldi ferðamanna þangað er takmarkaður og það er a.m.k. eins árs biðlisti. Þetta er langt ferðalag og fyrst við vorum að fara svona langt að heiman var ákveðið að vera í 3 vikur í Equador og koma við í Amazon frumskóginum. Ferðin stóðst í alla staði væntingar og var mjög vel heppnuð. Fjölbreytt náttúrufar og önnur menning en við eigum að venjast. Lesa meira
Sólroði

Stjörnuhelgi í Þórbergssetri

Fyrirhugað er að halda stjörnuhelgi í Þórbergssetri dagana 24.–25. febrúar. Dagskráin er unnin í samvinnu við Snævarr Guðmundsson fjallaleiðsögumann, náttúruunnanda og ljósmyndara. Snævarr kemur með stórt stjörnuver með sér á staðinn og þátttakendur fá að fara inn í verið og fara í ferðalag um himingeiminn undir leiðsögn hans. Einnig verður farið í kvöldgöngu ef að veðrið verður gott og skyggnst um óravíddir himingeimsins. Snævarr ætlar síðan að flytja fræðsluerindi um norðurljósin kl 11:00 á sunnudeginum. Tengja á dagskrána bókmenntum Þórbergs með upplifun og upplestri úr verkum skáldsins. Hámark þátttakenda á Stjörnuhelgi í Þórbergssetri verða 40 manns. Lesa meira

 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)