Febrúar

Digital Ísland

Útsendingar Digital Íslands hefjast á Höfn og nágrenni um miðjan mars

Fyrirtækið Mamma mun sjá um að koma nýju myndlyklunum til áskrifenda og leiðbeina um stillingu á þeim. Ekki er ljóst enn hvort lokað verður fyrir gömlu myndlykla Stöðvar 2 sem nú eru í notkun en að sögn Ragnars vaktstjóra hjá 365 hefur verið slökkt á þeim á ýmsum stöðum þegar kveikt hefur verið á digital útsendingunni. Í áskriftarpakkanum eru eftirtaldar stöðvar sendar út um dreifikerfi Digital Ísland: RÚV, Stöð 2, Stöð 2 bíó, Sirkus, SÝN, SÝN Extra og Skjár einn. Erlendu stöðvarnar eru einungis á suðvestur-horni landsins þar sem örbylgjusendingar eru. Lesa meira
Við hlustum

Við hlustum - fundur í Nýheimum í kvöld kl. 20

Samfylkingin á Hornafirði og í Suðurkjördæmi boðar til opins fundar með Björgvini G. Sigurðssyni og Róberti Marshall í Nýheimum í kvöld kl. 20:00. Fundurinn er liður í fundaherferð Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi þar sem frambjóðendur Samfylkingarinnar í kjördæminu hlusta og ræða við kjósendur. Samfylkingin á Hornafirði hvetur allt áhugafólk um stjórnmál til þess að mæta á fundinn og ræða við frambjóðendur Samfylkingarinnar. Björgvin G. Sigurðsson, alþingismaður skipar efsta sæti á lista Samfylkingarinnar eftir glæsilegan sigur í prófkjöri síðastliðið haust og Róbert Marshall skipar 3. sætið á framboðslistanum eftir glæsilegan árangur í sama prófkjöri. Lesa meira
Humarkló júní 2005

Boðið upp á 5 daga ferð undir heitinu Náttúruperlur í Austur-Skaftafellssýslu

Fyrsta ferðin á vegum Ferðafélags Austur-Skaftafellssýslu á þessu ári verður 25.mars, þá verður jeppa og fjöruferð í Hrómundarey í Álftafirði. Staðurinn er paradís þeirra sem hafa gaman af að leika sér á víðáttumiklum hreinum sandi, skoða fuglana og selina og njóta þess að vera við sjóinn. Von er á nýjum ferðabæklingi félagsins yfir það sem í boði er einhvern næsta dag. Eins og verið hefur eru ferðir félagsins skipulagðar þannig að auðvelt er fyrir flesta að finna þar eitthvað við sitt hæfi. Í sumar verður í fyrsta boðið upp á fimm daga ferð undir heitinu Náttúruperlur í Austur-Skaftafellssýslu. Okkur langar til að prófa þetta segir Rannveig Einarsdóttir formaður ferðafélagsins, við höfum selt hópum pakkaferðir þar sem í er aðgangur að jöklasýningunni, gisting hér á Höfn, rútuferð inn á Illakamb ásamt leiðsögn og er greitt fyrir það í einum pakka. Þeir sem einkum sækjast eftir svona ferðum eru aðallega Íslendingar þ.e.gönguklúbbar, samstarfshópar, saumaklúbbar og þ.h. Lesa meira
Framkvæmdir við Íþróttavöll

Framkvæmdir við íþróttavöllinn vegna Landsmóts UMFÍ hafnar

Nú styttist í Landsmót UMFÍ, en undanfarna daga hafa Hjarðarnesbræður, þ.e Rósaberg ehf, unnið við að skafa efsta lagið af íþróttavellinum, þeim hluta sem er nær Hafnarskóla og það fjarlægt. Síðan verður möl sett á völlurinn og hann hækkaður til samræmis við þann hluta vallarins sem er nær Víkurbraut. Fjarlægja þarf malarpúðann sem er á sundlaugargrunninum, um 4.500 rúmmetrar efnis, og verður hann notaður í upphækkunina á vellinum. Ofan á grófu mölina kemur væntanlega fín möl þá sandur og síðast gras. Vonandi verður hægt að byrja malartilflutninginn núna í vikunni segir Haukur Ingi Einarsson framkvæmdastjóri tækni og umhverfissviðs, þetta er mikið verk og hugsanlegt er að frost í jörð geti eitthvað tafið verkið helst þegar kemur að frágangi á vatnsfrárennsli frá vellinum. Sú vinna þarf að vera mjög nákvæm svo kerfið nái að skila vatninu frá sér. Lesa meira

 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)