Mars

Skaftafell

Þrjár sýningar undir sama þaki.

Dagana 20. – 22. apríl 2007 verður stór sýning haldin í Fífunni í Kópavogi. Að þessu sinni sameinast á einn stað þrír aðilar sem áður hafa haldið hver sína sýningu. Þetta eru Ferðasýningin 2007, Golf á Íslandi 2007 og Sumar 2007. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt er gert hérlendis en er mörg dæmi eru um slíkt erlendis. Samstarfsaðilar sýningarinnar eru Ferðamálasamtök Íslands, Golfsamband Íslands og Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) Stefnt er að því að hér verði um alþjóðlega sýningu að ræða sem laðar að erlenda gesti til að kynna sér Ísland, íslenska ferðaþjónustu og ferðamál almennt. Hér er um metnaðarfullan viðburð að ræða sem gestir geta kynnt sér flest það er snýr að útivist, ferðalögum og tómstundum. Lesa meira
Humarhátíð 1995

Humarhátíð haldin helgina 29. júní – 1. júlí

Ákveðið hefur verið að Humarhátíð okkar Hornafirðinga verði haldin helgina 29. júní – 1. júlí. Ástæðan fyrir því að þessi helgi varð fyrir valinu er sú að helgina eftir fer fram Landsmót UMFÍ í Kópavogi og þá fer stór hluti Sindramanna í Kópavoginn til þess að kynna Unglingalandsmótið sem haldið verður á Hornafirði um verslunarmannahelgina. Þess vegna var talið farsælast að halda Humarhátíðina þessa helgi. Aðstandendur hátíðarinnar verða að þessu sinni Björgunarfélag Hornafjarðar og knattspyrnudeild Sindra. Bæjarráð Hornfjarðar ákvað fyrir skömmu að hækka fjárframlag bæjarins til Humarhátíðarinnar. Þessu aukafjárframlagi var sérstaklega ætlað að liðka til fyrir nefndinni svo hún gæti keypt vinnu. Humarhátíðarnefnd hefur nú þegar ráðið starfsmann í hlutastarf. Þessi ráðstöfun kemur til með að hjálpa til með alla skipulagningu fyrir hátíðina. Lesa meira
Aðalfundur

Samfylkingin heldur aðalfund sinn í kvöld

Í kvöld kl. 20:00 heldur Samfylkingin á Hornafirði aðalfund sinn í húsi Vökuls við Víkurbraut. Á dagskrá fundarins verða venjuleg aðalfundarstörf auk þess sem fulltrúar félagsins á landsfund Samfylkingarinnar 13. og 14. apríl verða kosnir. Gestir fundarins verða frambjóðendur Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, þau Róbert Marshall og Guðný Hrund Karlsdóttir. Róbert er í þriðja sæti á lista Samfylkingarinnar en Guðný í því fjórða. Þau ætla að nota tækifærið á þessum fundi til þess að kynna drög að stefnuskrá Samfylkingarinnar fyrir komandi alþingiskosningar. Lesa meira
Dufl

Ferðalangar brugðust rétt við er þeir fundu tundurdufl

Ferðalangar úr Ferðafélagi Austur-Skaftafellssýslu sem fundu tundurdufl á Starmýrarrifi við Álftafjörð eystri brugðust hárrétt við en þeir tóku stað á duflinu og létu varðstjóra Landhelgisgæslunnar í Vaktstöð siglinga strax vita. Á sunnudaginn fékk Vaktstöð siglinga tilkynningu um að ferðalangar hefðu keyrt fram á tundurdufl á Starmýrarrifi við Álftafjörð eystri. Sprengjusérfræðingur Landhelgisgæslunnar fékk upplýsingar hjá ferðalöngunum og myndir sem staðfestu að um breskt tundurdufl úr seinni heimstyrjöldinni var að ræða. Við athugun á duflinu sem fannst á sunnudaginn kom í ljós að reynt hafði verið að brenna sprengiefnið úr því en það ekki tekist fullkomlega. Sprengjusérfræðingur sá um að eyða leyfum af sprengiefni úr því. Er sprengjusérfræðingarnir voru á leiðinni að duflinu keyrðu þeir fram á annað dufl og grófu það upp. Það reyndist vera tómt. Lesa meira

 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)