Apríl

Humarsúpa í Slysavarnahúsinu

Humarsúpa í Slysavarnahúsinu

Sjálfstæðismenn á Hornafirði buðu til hádegisverðar í Slysavarnahúsinu í gær þar sem boðið var uppá ljúffenga humarsúpu og nýbakað brauð. Meðal gesta þar voru ráðherrarnir Geir Haarde, Árni Mathísen ásamt frambjóðendunum Kjartani Ólafssyni og Unni Brá Konráðsdóttur en alls komu hátt í hundrað manns í súpuna. Að loknum hádegisverði hélt Geir Haarde á Hótel Höfn þar sem hann hafði boðað til fundar með heimamönnum. Að sögn Vignis Júlíussonar komu um 40 manns á fundinn og svaraði forsætisráðherra fyrirspurnum manna. Þarna voru rædd þau mál sem mest brenna á Hornfirðingum eins og göng undir Lónsheiði svo að hægt verði að loka stórhættulegum vegi um Hvalnes-og Þvottárskriður, Vegur yfir Hornafjarðarfljót , þverbraut á flugvöllinn og m.fl. Lesa meira
Hreinsunardagur 30. apríl 2007

Tóku rösklega til hendinni og safnaðist mikið af rusli

Það var mikil blíða í dag þegar nemendur og starfsfólk skólans gekk um bæinn og tíndi rusl. Flestir tóku rösklega til hendinni og safnaðist mikið af rusli. Við furðum okkur á því á hverju ári hvaðan allt þetta rusl kemur en það er augljóst að í nútíma samfélagi er mikið af úrgangi og mikilvægt að allir leggi hönd á plóg og hjálpist að við að halda umhverfinu hreinu. Margir nemendur höfðu orð á því að fólk mætti nú aðeins huga að því hverju það hendir frá sér á götum úti. Sumir smáhlutir eins og t.d. filterar af sígarettustubbum væri marga áratugi að eyðast í náttúrunni og það væri mjög sóðalegt að sjá þá liggja út um allt. Aðrir hlutir eyðast e.t.v. á skemmri tíma en þeir valda sjónmengun og við viljum ekki hafa þá. Á sama hátt og við viljum hafa snyrtilegt heima hjá okkur leggjum við áherslu á að hafa bæinn okkar hreinan og snyrtilegan. Þannig líður okkur betur og erum sáttari við okkur sjálf og umhverfið. Lesa meira
Pakkhúsið séð frá bryggju

Efri hæð Pakkhúss boðin til leigu

Menningarmiðstöð Hornafjarðar, fyrir hönd Sveitarfélagsins Hornafjörður óskar nú eftir tilboðum í leigu efri hæðar Pakkhúss. Leigutími er frá 1. júní til 30. september 2007. Á efri hæð Pakkhúss er 130 fermetra salur sem skiptist í eldhúskrók, sal og salernisaðstöðu. Pakkhúsið hefur verið mjög vinsæll staður fyrir ýmsar uppákomur svo sem tónleika, afmælisveislur, skemmtanir, fundi, árshátíðir svo eitthvað sé nefnt. Svo hefur Pakkhúsið að sjálfsögðu verið eitt að fþví sem hefur verið ómissandi á Humarhátíð. Útboðsgögn eru til afhendingar í Ráðhúsi og verður að vera búið skila þeim þangað aftur fyrir kl. 14:00 á föstudag. Lesa meira
Heilbrigðisráðherra og málefni fatlaðra

Undirrituðu þjónustusamning milli félagsmálaráðuneytisins og Sveitarfélagsins Hornafjarðar

Í morgun undirrituðu Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra og Hjalti Þór Vignisson bæjarstjóri þjónustusamning milli félagsmálaráðuneytisins og Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Síðastliðin 10 ár hefur slíkur samningur verið í gildi á milli þessara aðila. Þjónustuþegar eru samtals 18 á aldrinum 7-72 ára. Á þessum tíu árum hefur þjónustuþegum fjölgað og öll þjónusta aukist til muna. Árið 1997 voru tveir starfsmenn í 1,2 stöðugildum en eru nú 12 í 5,5 stöðugildum í liðveislu, frekari liðveislu og dagvist. Dagvist fyrir fatlaða var opnuð í febrúar árið 2000. Árið 2006 fékkst styrkur úr Framkvæmdasjóði fatlaðra til að endurnýja 4 íbúðir í almennri íbúðarblokk. Þar af er ein íbúð ætluð fyrir skammtímavistun fyrir börn og fullorðna og sem skrifstofa fyrir starfsmenn og þrjár íbúðir eru leigðar út til fatlaðra. Lesa meira

 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)