Maí

Flokkun sorps

Stíga fleiri skref í rétta átt varðandi flokkun á úrgangi

Nú er Sveitafélagið að stíga fleiri skref í rétta átt varðandi flokkun á úrgangi, eftir undirrituðum samstarfssamnings við Sagaplast sem tekur á móti flokkuðum úrgangi hefur náðst góður árangur í að ná úr urðun filmuplasti, bylgjupappa og sléttum pappa en þessa úrgangsflokka má losa við gámaport sveitafélagsins sem staðsett er við slökkvistöðina. Frá því samningurinn við Sagaplast var undirritaður hafa strákarnir í gámaportinu tekið úr urðun tæplega 7.000.- kg af ofangreindum úrgangsflokkum, Að sögn Hauks Inga Einarssonar framkvæmdarstjóra tækni- og umhverfissviðs þá er Sagaplast fyrirtæki sem hefur sérhæft sig í að þjónusta smærri sveitafélög og greiðir fyrir ákveðna úrgangsflokka. Sveitafélagið hefur svo gert samning við Ungmennafélagið um að greiða allt sem fæst fyrir sléttan pappa sem er fernupappi, umbúðir utan um morgunkorn, te-pakka, sígarettu-pakka, súkkulaðibita,lyf, dömubindi og getnaðarvarnir svo eitthvað er nefnt. Fyrir skömmu fékkst greiðsla fyrir söfnun á sléttum pappa en það voru fjögurra mánaðar byrgðir og fyrir það fékkst um 100.000.- krónur sem rennur óskert til Ungmennafélagsins þar sem peningunum er vel varið í uppbyggingu á góðu íþróttastarfi. Lesa meira
Flott mynd í Óslandi

Styrktartónleikar í íþróttahúsinu

Á fimmtudagskvöldið kemur verður efnt til styrktartónleika í Íþróttahúsinu á Höfn. Tónleikarnir hefjast kl. 19:00. Þar kemur fram ungt fólk með fjölbreytt tónlistar- og leikatriði. Trúðaskólinn verður á svæðinu og sýnir af sér ýmsa skemmtilega takta. Það er von þeirra sem að þessum styrktartónleikum standa að sem allra flestir sjái sér fært að koma í íþróttahúsið á fimmtudagskvöldið og leggja málinu lið en allur ágóði af tónleikunum rennur til Tómasar Inga Ingvarssonar. Aðgangseyrir er 1000 kr. Ekki er hægt að greiða með korti. Lesa meira
Brynja og Brian

Víðfræga listamenn vantar módel til að mynda í Nýheimum

Hjónin Brian Griffin og Brynja Sverrisdóttir sem bæði eru víðfrægir listamenn dvelja nú á Hornafirði. Brian er ljósmyndari og hefur m.a. tekið mikið af portrett myndum af fólki, Brynja tekur fullan þátt í starfi Brians og sinnir sinni einnig sérgrein en hún er hönnuður og hefur m.a. hannað hina eftirsóttu skartgripi "Umvafin trú" sem prýddir eru öllum helstu trúartáknunum heims. Listamennirnir hafa fengið vinnuaðstöðu í Nýheimum og hefur einni kennslustofunni verið breitt í ljósmyndastofu. Hjónin hafa óskað eftir að vefurinn kæmi þeim skilaboðum til Hornfirðinga að nú vantaði þau módel til að mynda og endilega að hafa samband við þau sem fyrst, eftir miðvikudaginn 30. júní. Verður nánar auglýst í Skjávarpi. Lesa meira
Cathy Harlow

100% árangur af námskeiði Hagvöxtur á heimaslóð

Ferðaþjónustuaðilar í Hornafirði ásamt lykilfyrirtækjum í atvinnuþróun tóku í vetur þátt í námskeiði sem skipulagt var af Útflutningsráði og bar heitið Hagvöxtur á heimaslóð. Þátttakendur námskeiðsins fengu fræðslu og hjálp við markaðssetningu og vöruþróun innan síns fyrirtækis, einnig var fjallað um samvinnu og að efla samstöðu og auka vinnuframboð ferðaþjónustuaðila á svæðinu. Námskeiðið var einnig liður í að skapa tengingu við t.d. Háskólasetrið, Frumkvöðlasetrið, Menningarmiðstöðina og þá staði sem skipta máli fyrir uppbyggingu svæðisins í heild og ferðaþjónustu sem atvinnugreinar. Lesa meira

 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)