Júní

Mathúsið

Mathúsið, nýr skyndibitastaður opnar í dag á Höfn

Í dag var formleg opnun á skyndibitastaðnum Mathúsinu við Víkurbraut. Mathúsið sem er söluturn og stendur það á horni Víkurbrautar og Bugðuleiru. Núverandi eigendur keyptu húsnæðið síðla árs 2006 og hafa breytingar og endurbætur staðið yfir síðan þá. Breyting var gerð á allri eldunaraðstöðu og eru nú tvö eldhús, en að sögn Lars Jóhanns Andréssonar annars eiganda Mathússins þá skiptir það miklu máli að hafa tvö eldhús þegar mikið er að gera. Pizzugerðin fer fram í innra eldhúsinu en hamborgarar, samlokur, pítur og annað er unnið í fremra eldhúsinu Flestum tækjum hefur verið skipt út fyrir ný. Í sumar verður opið frá morgni til kvölds og fram á nótt þegar eitthvað verður um að vera á staðnum svo sem böll og aðrar skemmtanir sem standa fram eftir. Matseðillin er ekki af verri endanum en þar má finna allt það helsta í skyndibitafæði ásamt sælgæti og snakki. Lesa meira
Þýskalandsferð Kennakórsins 2007

Kvennakór Hornafjarðar hélt tónleika í Hamborg

Þann 12. júní sl. hélt kvennakór Hornafjarðar í ferðalag til Þýskalands. Flogið var til Kaupmannahafnar en þar beið rúta sem flutti kórkonur og þeirra fylgifiska til Soltau í norður Þýskalandi. Margt var bardúsað í þessari ferð eins og t.d. var farið í skemmtilegan garð þar sem fólk manaði hvert annað í að fara í rússíbana og fleiri tæki þar sem fólk snéri á hvolfi og fór alskonar slaufur og krúsídúllur. Var um það talað meðal þeirra sem ekki tóku þátt í þessum háskaferðum að það vantaði greinilega eitthvað í þetta fólk. Lesa meira
Humarhöfnin

Humarhöfnin, nýr veitingastaður opnar á Höfn

Það hefur ekki farið fram hjá neinum sem aka Hafnarbrautina að mikið hefur verið um að vera þar síðustu vikurnar en þar hefur verið unnið hörðum höndum við að undirbúa opnun nýs veitingarstaðar sem heitir Humarhöfnin. Veitingarstaðurinn opnar formlega fimmtudaginn 28. júní eða rétt fyrir hina árlegu humarhátíð Hornfirðinga. Veitingahúsið sérhæfir sig í réttum þar sem notast er við svæðisbundið hráefni en með aðaláherslu á leturhumar (langoustine). Starfsemin verður byggð á fáum réttum þar sem vöruþróun skipar stóran sess þar á meðal þróun og aðlögun á réttum úr heilum og lifandi humri að íslenskum aðstæðum. Til þess hafa eigendur fengið til samstarfs við sig sérfræðing og ráðgjafa í gastrónómíu (listinni að búa til og njóta matar og drykkjar), chef Jacques Dupont sem á fyrirtækið Autremer og er kennari í gastrónómíu við háskólann í Boulogne Sur Mer. Lesa meira
Humarhátíð

Skrúðgangan á Humarhátíð

Nú styttist í hina árlegu Humarhátíð okkar Hornfirðinga. Hátíðin fer fram helgina 29. júní – 1. júlí. Kvennakór Hornafjarðar ætlar að taka forskot á sæluna með því að halda þjóðakvöld í Sindrabæ fimmtudaginn 28. júní. Verður vafalaust jafn mikið stuð þar og á spænska kvöldinu í fyrra sem kvennakórinn hélt þá í Sindrabæ. Jafnframt verður lifandi tónlist á Víkinni sama kvöld. Skrúðganga Humarhátíðarinnar leggur af stað frá tjaldstæðinu föstudagskvöld kl. 20:00 og verður stefnan sett á bryggjuna líkt og undanfarin ár. Ýmis faratæki frá Menningarmiðstöðinni verða í fararbroddi skrúðgöngunnar að þessu sinni. Stefnt er að því að hátíðin verði formlega sett kl. 20:30 á bryggjunni og fellur það í hlut Bjargar Erlingsdóttur, framkvæmdastjóra Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar, að setja hátíðina með formlegum hætti. Að lokinni setningu tekur við skemmtidagskrá á sviði, markaðstemning, leiktæki og útidansleikur svo eitthvað sé nefnt. Lesa meira

 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)