Júní
  • Handraðinn
  • Handraðinn
  • Handraðinn
  • Handraðinn

Handraðinn fluttur á Hafnarbraut 34

Handraðinn hefur opnað handverkshús á Hafnarbraut 34 við hliðina á Verslun Dóru. Handraðinn hefur undanfarin ár haft aðstöðu á efri hæðinni í Pakkhúsinu við höfnina. Nýja handverksverslunin er rúmgóð og björt með úrval listmuna og allskonar handverks unnið af heimamönnum. Félagar í Handraðanum eru um 50 og hefur þeim fjölgað ár frá ári. Sala handverks er einkum bundin við hefðbundið ferðaþjónustutímabil .Yfir veturinn eru handavinnutímar einu sinni í viku og segir Sigrún Ingólfsdóttir hjá Handraðanum að þar geti félagsmenn leitað aðstoðar þeirra sem lengra eru komnir á hannyrðabrautinni og fengið góð ráð.

Það er virkilega ánægjulegt að fá Handraðann á miðbæjarsvæðið og hann verður áreiðanlega mun sýnilegri fyrir ferðafólk sem á staðinn kemur.


 




Fréttir


Tungumál



Útlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)