Júní
  • Ferðafélagið Bergárdalur
  • Ferðafélagið Bergárdalur
  • Ferðafélagið Bergárdalur

Ferðin tók 6 tíma og var mjög skemmtileg

Laugardaginn 26. maí var ganga hjá Ferðafélaginu, um 20 manns fóru í gönguna. Ekið var inn á Bergárdal, gengið bak við Mígandisfoss og síðan gengið meðfram Bergárheiði og við Rimavatn var beygt inn á Laxárdal og gengin Selmýri inn að Selhrauni þar sem Skátakofinn stóð, nú er lítið eftir af honum nema spýtnabrak. Til baka var gengið með bökkum Laxár og þurfti einu sinni að vaða yfir smá kvísl af ánni og var það mjög hressandi að vaða í köldu vatninu. Skoðuðum fornleifa uppgröftin í Hólmi. Ragna Pétursdóttir var með fróðleiksmola um svæðið. Landið er þýft yfirferðar, í upphafi ferðar var frekar kalt og næðingur en birti til og hlýnaði þegar leið á daginn eins og myndirnar sýna. Ferðin tók 6 tíma og var mjög skemmtileg.

Næsta ferð verður laugardaginn 9. júní, þá verður gengið á Grákinn í Stafafellsfjöllum. Lagt verður af stað frá tjaldstæðinu kl. 10.00
Greiðfær leið (2skór). Nánar auglýst á skjávarpi.

Erna Einarsdóttir
Sigríður Á. Sævaldsdóttir


 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)