Júní
  • Jóna Eðvalds

Fyrstu síldinni landað

Fyrsti farmurinn af Norsk-Íslensku síldinni barst til Skinneyjar Þinganess fyrir helgina þegar Jóna Eðvalds og Krossey lönduðu um 2000 tonnum af stórri og fallegri síld. Að sögn Björns Traustasonar var mikil áta í síldinni og fer hún öll í bræðslu. Skipin, sem veiða í "tvíburatroll" fengu aflann austan við Langanes en síldina er víða að finna þar sem hún er dreifð um stór svæði. Björn segir að lokið verði við að bræða þennan farm á fimmtudag nk. Unnið er í bræðslunni á tvískiptum vöktum allan sólarhringinn og eru starfsmenn tíu.

Frá áramótum er búið að bræða um 20 þúsund tonn af loðnu og síld, þar með talinn þessi farmur.


 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)