Júní
  • Matthildur Ásmundsdóttir í stafgöngu

Með sumrinu bjóðast tækifæri til útivistar og íþróttaiðkunar

Nú hækkar sól ört á lofti og það hlýnar hjá okkur. Náttúran er að taka við sér og veðrið minnir vel á að sumarið er komið. Með sumrinu bjóðast fleiri tækifæri til útivistar og íþróttaiðkunar. Fjölmargt er í boði fyrir þá sem vilja nýta sér það og því vil ég hvetja alla aldurshópa til að gera það. Hægt er að fara í reglulegar gönguferðir, hjóla, synda, fara í fjallgöngur og fleira. Takið með ykkur félaga því félagskapurinn hefur mikið gildi í að stunda hreyfingu og viðhalda henni. Það sem ber hæst þetta sumarið er unglingalandsmótið sem verður haldið hér á Hornafirði um verslunarmannahelgina. Það er margt sem ber þess merki, íþróttastarf er í fullum gangi sem aldrei fyrr, íþróttamannvirki eru að rísa, það mótar fyrir nýjum íþróttavelli og framkvæmdir við sundlaug eru komnar af stað. Síðan hyllir undir að ný knattspyrnuhöll rísi. Það er bjart í íþróttamálunum á næstunni.

Mig langar að nota tækifærið nú til að hvetja alla unglinga á aldrinum 11-18 ára til að taka þátt í keppni á unglingalandsmótinu og byrja að undirbúa sig sem fyrst. Síðan munum við þurfa á aðstoð allra bæjarbúa að halda til að halda þetta mót og standa vel að því og vonast ég til að sjá sem flesta leggja þar hönd á plóg. Mig langar að lokum að óska öllum Hornfirðingum gleðilegs sumars.

Matthildur Ásmundardóttir
formaður æskulýðs- og tómstundaráðs Hornafjarðar

 

[Sumarbæklingur]

 


 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)