Júní
  • Framhaldsskólamót í Hornafjarðarmanna 2007

Flott á fíknar

Stofnfundur forvarnaverkefnisins FLOTT ÁN FÍKNAR var haldinn í bíósal Sindrabæjar fimmtudaginn 21.júní. Þegar hafa 16 unglingar skráð sig í klúbbinn. Það er Ungmennafélag Íslands sem er sér um verkefnið með stuðningi Lýðheilsustöðvar. Verkefnið gengur út á að unglingar gera samning með samþykki foreldra um að halda þær reglur sem gilda í klúbbnum sem er m.a.: Að allir þeir sem eru reyk- og vímuefnalausir og ætla sér að vera það a.m.k. meðan þeir eru í grunnskóla. Klúbbfélagar fá boð um ýmsa skemmtun og/eða afþreyingu nokkrum sinnum á ári sem verður ódýr eða ókeypis. Verði klúbbfélagi uppvís af því að gerast brotlegur við samninginn missir hann af tilboðum og eins við endurtekið brot verður litið svo á að hann ætli sér ekki að vera lengur í klúbbnum.

Nú þegar er búið að stofna 16 klúbba víðsvegar á landinu. Reiknað er með að á Unglingalandsmóti UMFÍ komi FLOTT ÁN FÍKNAR klúbbar hingað í heimsókn og sameiginlega verður gert eitthvað skemmtilegt saman t.d. efnt til grillveislu og farið í siglingu. Sérstakt tjald verður á svæðinu merkt FLOTT ÁN FÍKNAR. Þeir unglingar sem áhuga hafa á að ganga í klúbbinn mega hafa samband við Hauk í síma 470-8000.
FLOTT ÁN FÍKNAR er félagsskapur fyrir unglinga með heilbrigðan lífstíl.
Þetta er spennandi og skemmtilegt verkefni.

HHÞ


 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)