Júní
  • Humarhöfnin
  • Humarhöfnin
  • Humarhöfnin
  • Humarhöfnin

Humarhöfnin, nýr veitingastaður opnar á Höfn

Það hefur ekki farið fram hjá neinum sem aka Hafnarbrautina að mikið hefur verið um að vera þar síðustu vikurnar en þar hefur verið unnið hörðum höndum við að undirbúa opnun nýs veitingarstaðar sem heitir Humarhöfnin. Veitingarstaðurinn opnar formlega fimmtudaginn 28. júní eða rétt fyrir hina árlegu humarhátíð Hornfirðinga. Veitingahúsið sérhæfir sig í réttum þar sem notast er við svæðisbundið hráefni en með aðaláherslu á leturhumar (langoustine). Starfsemin verður byggð á fáum réttum þar sem vöruþróun skipar stóran sess þar á meðal þróun og aðlögun á réttum úr heilum og lifandi humri að íslenskum aðstæðum. Til þess hafa eigendur fengið til samstarfs við sig sérfræðing og ráðgjafa í gastrónómíu (listinni að búa til og njóta matar og drykkjar), chef Jacques Dupont sem á fyrirtækið Autremer og er kennari í gastrónómíu við háskólann í Boulogne Sur Mer.

Jacques mun vera á Höfn vikuna fyrir humarhátíð við að þróa rétti úr staðbundnu hráefni sem verða síðan kynntir fyrir gestum Humarhafnarinnar á hátíðinni sjálfri sem hefst fimmtudag 28. júní og stendur til sunnudags 1.júlí. Fyrir utan humarrétti munu einnig verða á boðstólnum aðrir svæðisbundnir réttir. Húsnæði Humarhafnarinnar var áður í eigu Kaupfélags Austur-Skaftfellinga, upphaflega var þar rekin verslun en í seinni tíð skrifstofur. Húsinu hefur verið breytt og reynt að koma því í sem næst upprunalegt ástand og áætlað er að gera sögu Kaupfélagsins og aðkomu þess að humarveiðum skil á efri hæð hússins.
Humarhöfnin býður bæði einstaklingum og hópum þjónustu. Hægt er að panta minni herbergi s.s. stjórnarherbergið, fundastofuna eða kaupfélagstjóraskrifstofuna fyrir smærri hópa á efri hæð en salur á neðri hæð tekur u.þ.b. 60 manns í sæti.
Áhersla verður lögð á að heimsókn í Humarhöfnina verði upplifun þar sem fara saman gastrónómía, fræðsla og upplýsingar um hráefnin.
Eigendur Humarhafnarinnar eru; Anna Erla Þorsteinsdóttir, lærður þjónn og veitingamaður, Ólafur Vilhjálmsson, María Gísladóttir og Ari Þorsteinsson öll búsett á Hornafirði.

Humarhöfnin, Hafnarbraut 4, 780 Höfn, sími 478 1200, www.hfn.is/humarhofnin ; humarhofnin@hfn.is


 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)