Júlí

Frjálsar á nýjum velli

Undirbúningur fyrir Unglingalandsmótið kominn á lokastig

Eins og bæjarbúar sjá þá er undirbúningur fyrir Unglingalandsmótið kominn á lokastig. Bærinn orðinn fánum skrýddur, búið að reisa tjöld á svæðinu við íþróttavöllinn og hátíðarstemming ríkjandi. Börn og unglingar innan USÚ taka virkan þátt í mótinu og hafa yfir 100 keppendur af svæðinu skráð sig til keppni. Fimmtudaginn 2. ágúst kl. 17:00 verður fundur með öllum keppendum USÚ í Heppuskóla. Á þessum fundi verða afhent gögn sem fylgja mótinu og farið yfir tímaseðla, skráningar og fleira og því mikilvægt að allir keppendur eða foreldrar mæti. Þess má geta að keppendur á landsmótinu fá ýmsar gjafir frá styrktaraðilum mótsins en auk þess fá allir keppendur USÚ gefins vind og vatnshelda treyju sem ætlast er til að keppendur klæðist í skrúðgöngunni við setningu mótsins. Lesa meira
Tjaldborg UMFI

Kvöldvökur, hljómsveitir, glímukappar og Hornafjarðarmanni

Undirbúningur fyrir 10.landsmót UMFI á Hornafirði gengur vel og er 1400 fermetrar samkomutjald risið á leirusvæðinu austan við Fiskhólinn. Meðal þeirra skemmtana sem verða í tjaldinu eru kvöldvökur, hljómsveitir spila, glímukappar takast á og þar verður Hornafjarðarmanni spilaður. Tjald-götustemning verður við göngustígana í miðbænum, þar verða allskonar veitingar á boðstólum ásamt upplýsingum og kynningu á staðnum einnig verður Þórbergssetur þar með kynningartjald. Valdimar Einarsson verkefnisstjóri UMFI segir að vel gangi að fá sjálfboðaliða til starfa við mótið þó sé nóg pláss fyrir fleiri. Lesa meira
Við smábátahöfnina

Sýningin um atvinnu, mannlíf og menningu í ríki Vatnajökuls

Á Hornafirði er blómlegt atvinnu- og mannlíf og er það grunnur að sýningu sem fer fram í Nýheimum 2. til 6. ágúst n.k. og ber sýningin yfirskriftina Í ríki Vatnajökuls WOW! Sýningunni er skipt í þrjá megin þætti Atvinna – Mannlíf – Menning og verða settir upp básar þar sem gestir og gangandi geta nálgast upplýsingar, rætt við heimamenn yfir kaffibolla, hlýtt á kynningar í fyrirlestrarsal Nýheima og virt fyrir sér svipmyndir af mannlífinu hér á Hornafirði. Þessa sömu daga munu þátttakendur og gestir á Unglingalandsmóti UMFÍ dvelja hér á Hofn en dagskráin sem verður fræðandi og skemmtileg mun gefa mótsgestum tækifæri á að kynnast Hornafirði og íbúum sveitarfélagsins. Lesa meira
Hjalti Þór Vignisson

Mótvægisaðgerðir

Á blogsíðu Hjalda Þórs Vignissonar bæjarstjóra ritar hann mjög áhugavert blogg um mótvægisaðgerðir og birtast skrif hans hér orðrétt: Það er töluvert áfall fyrir okkar byggðarlag að verða fyrir þeirri kvótaskerðingu sem við blasir eftir ákvörðun sjávarútvegsráðherra. Veltan minkar umtalsvert í samfélaginu en fyrirhugaðar framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins vega þar vonandi á móti. Hornfirðingar lengi barist við mótvægisaðgerðir vegna byggðaþróunar. Á meðan margir hafa einblínt á ríkisvaldið og talað fyrir sértækum aðgerðum hafa Hornfirðingar ræktað garðinn sinn og haft það að leiðarljósi að hollur er heimafenginn baggi. Lesa meira

 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)