Ágúst

Sveppur

Er Ferðafélagið að breytast í sælkeraklúbb

Síðast liðinn laugardag stóð Ferðafélagið fyrir ferð í Haukafell. Þar gafst fólki kostur á að fara í blóðsykurs- og blóðþrýstingsmælingu í boði Heilbrigðisstofnunar Suðausturlands. Sigríður Sævaldsdóttir leiðbeindi um villisveppi og meðferð þeirra. Þegar búið var að týna dálítið af sveppum, voru grillaðir hamborgarar sem runnu ljúflega niður með smjörsteiktum villisveppum og heilsutei sem lagað var úr jurtum sem týndar voru á staðnum. Næsta ferð félagsins verður laugardaginn 1. september, en þá verður farið í Breiðamerkurfjall í Öræfum. Þetta er einstakt tækifæri, því þetta er ekki í alfaraleið. Lesa meira
Byggingasvæðið á leirunni

Þrem lóðum úthlutað fyrir fjölbýlishús við Bugðuleiru

Úthlutað hefur verið þrem lóðum fyrir fjölbýlishús við Bugðuleiru á Höfn. Það er nýstofnað byggingarfyrirtæki E 30 sem að þessum lóðarumsóknum stendur. Við Dalbraut er búið að úthluta þrem lóðum fyrir einbýlishús og einu við Fálkaleiru. Ég vona bara að þetta gangi eftir segir Hákon Valdimarsson byggingafulltrúi, svo er verið að taka Leirusvæðið fyrir lóðir allt svæðið ofan við Fákaleiru í átt að Hrossabithaga. Þar var gert ráð fyrir blokkum o.fl. en því hefur verið breytt í þannig að þar koma einbýlishúsalóðir og verður þessi skipulagsbreyting kynnt almenningi innan skamms. |nl| Lesa meira
Biskupinn að vísitera

Biskupinn vísiteraði á 80 ára afmæli Kálfafellsstaðarkirkju

Biskupinn, herra Karl Sigurbjörnsson vísiteraði nýlega allar kirkjur í Skaftafells-prófastsdæmi og í för með honum var séra Haraldur Kristjánsson prófastur ásamt eiginkonum þeirra beggja. Hátíðarmessa var í Kálfafellsstaðarkirkju kl.14 sl. mánudag í tilefni 80 ára afmæli kirkjunnar og þar predikaði séra Einar Jónsson á Kálfafellsstað, biskupinn vísiteraði og talaði við börnin og á eftir var veislukaffi í boði sýslunefndar. Venja er á öllum kirkjustöðum sem biskup vísiterar að halda fund með sóknarnefndum og fara yfir þá muni sem eru í eigu kirkjunnar á hverjum stað. Þetta er í fyrsta sinn sem Karl Sigurbjörnsson biskup vísiterar í Skaftafellsprófastsdæmi. Lesa meira
Frá æfingu Tónskóla Austur-Skaftafellssýslu

Innritun í Tónskólann að hefjast

Á föstudag mun Tónskóli A-skaftafellssýslu hefja sitt 38. starfsár með innritun sem verður í Tónskólanum í Sindrabæ og verður innritunin frá frá kl: 9.00 – 17.00 og. Einnig mun verða inritun mánudaginn 27. ágúst frá kl: 9.00 - 12.00 og 15.00 - 19.00 Að sögn Jóhanns Morávek skólastjóra tónskólans þa þurfa allir þeir sem telja sig vera á biðlista að endurnýja umsókn sína, en þeir nemendur sem voru í námi á síðasta ári og skiluðu inn umsókn í vor, þurfa ekki að sækja aftur um. Framhaldsskólanemendur þurfa að skila inn ljósriti af stundatöflu sinni. Umsóknareyðublöð munu einnig liggja í Grunnskólum Hornafjarðar. Lesa meira

 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)