September

hvild2

Nýtt Þrykkjuráð í vinnuferð

Í félagsmiðstöðinni Þrykkjunni er í upphafi vetrarstarfsins kosið í Þrykkjuráð en í það eru kjörnir níu nemendur úr 8., 9., og 10. bekk, þrír úr hverjum bekk. Nýtt Þrykkjuráð skipa: 10. bekkingarnir Stefán Lárus Reynisson sem er formaður , Vilhjálmur Oddsson og Ásgrímur Arason, úr 9. bekk koma Kjalar Jóhansson varaformaður, Bjarni Friðrik Garðarsson og Halldór Þórsson sem er ritari ráðsins, úr 8. bekk sitja i ráðinu Sólveig Sveinbjörnsdóttir sem er gjaldkeri þess, Kristey Valgeirsdóttir og Finnur Ingi Jónsson. Verkefni ráðsins er að fjalla um og leggja línur að félagslífi í Þrykkjunni ásamt starfsmönnum. Fundir eru haldnir vikulega. Lesa meira
Slatur_ Unnur Guðmundsdóttir

Slátursalan hefur nú opnað

Nú er það sláturgerðin sem er ofarlega ef ekki efst á verkefnalistanum hjá fólki. Unnur Guðmundsdóttir er mætt í afurðasöluna og verður með opið frá kl. 10.00-16.00 virka daga til 20. október. Gengið er inn í afurðasöluna frá bryggjunni. Unnur vill biðja sláturkaupendur endilega að geyma ekki til síðasta opnunardags afurðarsölunnar að kaupa slátur eða að gera sínar pantanir. Unnur vildi koma þeim leiðbeiningum á framfæri til þeirra sem ekki hafa notað gervikeppina, það er að leggið þá í saltvatn í 4-5 mínútur þá verða þeir mjúkir og meðfærilegir. Lesa meira
Reynivellir

Voru með gæludýrin sín á Reynivöllum í sumar

Staðarhaldarinn við Jökulsárlón og eigandi Reynivalla í Suðursveit Einar Björn Einarsson hefur búið starfsfólki sínu mjög gott aðsetur á Reynivöllum þar sem þeir dvelja yfir sumartímann þegar þau vinna við Jökulsárlón. Enda hentar það vel þar sem þeir koma oft langt að. Á Reynivöllum voru starfsmennirnir með gæludýr og var Einar Björn búinn að útbúa mjög góða aðstöðu fyrir dýrin svo að í ýmsu var að snúast þegar ekki var verið að sinna ferðamönnum á lóninu. Á Reynivöllum í sumar var því kominn hálfgerður dýragarður en þar voru risastór páfagaukur, tófa, 2 hundar, froskar og hestar og vonandi næsta sumar þegar starfsmenn flytja á ný að Reynivöllum mun tegundunum fjölga. Þetta er búið að vera ansi líflegt og skemmtilegt heimilislíf hjá okkur á Reynivöllum segir Einar Björn og bætir við að það sé ekki ólíklegt að hann fái sér kindur til að hafa á óðalinu sínu enda aðstaðan frábær. Lesa meira
Vika símenntunar

Þekkingarnetið boðar til kynningarfundar í Nýheimum

Í vikunni mun Ragnhildur Jónsdóttir náms- og starfsráðgjafi hjá ÞNA heimsækja fyrirtæki á Hornafirði, Djúpavogi og á Breiðdalsvík. Tilefnið er að ræða mikilvægi símenntunnar sem stendur yfir þessa viku (24. til 30. september). Ragnhildur mun kynna verkefnið Náms- og starfsráðgjöf á vinnustað, ásamt því að ræða mikilvægi læsis í daglegu lífi og kynna möguleg úrræði fyrir þá fjölmörgu sem eiga við lestrarerfiðleika að stríða. Náms og starfsráðgjöf á vinnustað er heiti verkefnis sem Samtök atvinnulífsins, Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og símenntunarmiðstöðvarnar í landinu vinna saman að. Markmið verkefnisins er m.a. að hvetja starfsmenn til að bæta við sig þekkingu og færni, veita upplýsingar um möguleika í umhverfinu og aðstoða við greiningu á áhugasviði og hæfni. Námsráðgjöf á vinnustað getur gagnast bæði starfsmönnum og fyrirtæki, þar sem markmiðið er að byggja upp þekkingu og ýta undir starfsánægju starfsmanna. Lesa meira

 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)