Október

Þórbergssetur

Þórbergssetur, opið allt árið

Að undanförnu hafa skólahópar verið að heimsækja Þórbergssetur m.a. frá framhaldsskólum á Austurlandi og njóta þar fræðslu og skemmtunar. Á Hala í Suðursveit og í Þórbergssetri er nú búið að koma á fót fjölbreyttri starfsemi og dagskrá sem miðar að móttöku ferðamanna, skólahópa og annarra smærri hópa fyrir utan háannatímann. Þar er hægt að fá margs konar fræðslu um bókmenntir, sögu, menningu og náttúrufar í Skaftafellssýslum, njóta útiveru og fara í gönguferðir með leiðsögn. Í Þórbergssetri er góð aðstaða fyrir 40–60 manna hópa og þar er góður veitingasalur og píanó. Einnig er tekið á móti minni hópum allt eftir óskum hvers og eins. Þeir sem koma í heimsókn eiga þess kost að kynnast ,,veröld sem var” fyrir ekki svo löngu síðan, en það eru rúm 40 ár síðan einangrun Suðursveitar var rofin þegar jökulár voru brúaðar hver af annarri á árunum 1958–1974. Fjallað er um alþýðumenningu og hvernig greina má áhrif hennar í verkum eins merkasta rithöfundar þjóðarinnar, lesið er úr verkum Þórbergs og hlustað á frásögur Steinþórs Þórðarsonar á Hala bróður hans Lesa meira
Vegamál

Samið við Héraðsverk um Þvottár- og Hvalnesskriður

Vegagerðin hefur samið við Héraðsverk hf. á Egilsstöðum um endurbætur á veginum um Þvottár-og Hvalnesskriður en tilboð þeirra var 74.7 mkr. sem er 80.55 % af kostnaðaráætlun. Lægsta tilboðið í verkið átti Rósaberg ehf. kr 48.8 mkr. en það tilboð var dregið til baka og hætt við. Lesa meira
Sparisjóður Hornafjarðar og nágrennis

Sparisjóðurinn úthlutar úr styrktar- og menningarsjóði

Sparisjóðurinn á Höfn, Djúpavogi og Breiðdalsvík úthlutaði í dag, í fyrsta skipti, úr Styrktar- og menningarsjóði Sparisjóðs Vestmannaeyja, sem stofnaður var til minningar um Þorstein Þ. Víglundsson fyrrverandi sparisjóðsstjóra. Áætlað er að úthlutun þessi fari fram árlega, í byrjun vetrar, en þess má geta að þetta er tuttugasta árið sem úthlutað er úr sjóðnum. Þeir aðilar sem hlutu styrki úr sjóðnum voru: Hornafjarðarmanni, Hornfirska skemmtifélagið, Hammondhátíðin á Djúpavogi, Guðjón Sveinsson, rithöfundur á Breiðdalsvík, Þórbergssetur og Saga Öræfa frá landnámi til 1950. Lesa meira
Þessir leika ekki fyrir dansi! Gísli Már og Óðinn eigendur Hótels Hafnar

Bjóða gestum og gangandi í kaffi og kynna breytingar á hótelinu

Á morgun laugardag taka eigendur Hótels Hafnar á móti Austur-Skaftfellingum og öllum þeim sem vilja líta við í kaffisopa á hótelið milli 14 og 16 og skoða þær breytingar sem hafa orðið á því. Eins og flestir hafa orðið varir við þá hafa staðið yfir miklar framkvæmdir við Hótelið síðustu 18 mánuði en þeim lauk fyrir sumarið. Búið er að klæða hótelið að utan með steinflísum, öll herbergi á hótelinu hafa verið tekin í gegn en það fól í sér m.a. endurnýjun á innréttingum, gólfefnum og allt var málað. Veitingasalirnir voru einnig teknir í gegn, þar var skipt um gólfefni og húsbúnað. Fyrir utan þessar framkvæmdir á Hótelinu var bætti við 32 2ja manna herbergjum með því að kaupa fyrir á árinu Víkurbraut 11 og 13. Öll herbergin þar eru útbúin eins og á 3ja stjörnu hóteli, þ.e. með síma, baði, sjónvarpi og þráðlausri nettengingu. Lesa meira

 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)