Nóvember

Ágústa Arnardóttir

Verður í Miðbæ með töskulínu sem hún hefur hannað og framleitt.

Á jólamarkaðinum sem verður í Miðbæ næstu helgi mun Ágústa Margrét Arnardóttir hönnuður kynna og verða með til sölu töskulínu sem hún hefur hannað og framleitt. Ágústa rekur fyrirtækið GUSTA DESIGN Ágústa útskrifaðist frá Iðnskólanum í Hafnarfirði sem stúdent af listnámsbraut, hönnunarsviði árið 2005, lærði svo skó- og fylgihlutahönnun í Istituto Europeo di Design á Ítalíu árið 2006, þar sem hún fékk hæstu mögulegu einkunn fyrir tösku- og hatta hönnun. Einnig hefur Ágústa tekið ýmis námskeið t.d í virtum skóla í London. En segir þó að flest svona hönnunarvinna komi að sjálfu sér og með mikilli æfingu, allt nám er rosalega góður grunnur en aðalatriðið er að vera alltaf að þróa sig áfram og finna leið til að útfæra hugmyndir sínar. “Nú er ég komin með grunninn og rosalega góðar vélar, þannig að nú get ég farið að gera allt sem mér dettur í hug, mér finnst sníða gerðin skemmtilegust og er með svo mikið af hugmyndum sem mig hlakkar til að fara að vinna. Þetta gerir það að verkum að ég geri aldrei margar töskur í sama sniði, heldur er alltaf að koma með eitthvað nýtt. Lesa meira
Síldarvertíð 2007

Skip Skinneyjar Þinganess hafa veitt um 20 þúsund tonn af síld

Um 20 þúsund tonn af síld hefur verið landað hjá Skinney Þinganesi það sem af er síldarvertíðar. Búið er að bræða um 12 þúsund tonn af síld en þar vinna 10 manns á 12 tíma vöktum.Skinney Þinganes á eftir veiðiheimild fyrir 11-12 þúsund tonnum af síld og að sögn Gunnars Ásgeirssonar er vonast til að helmingur þess náist fyrir jól. Lesa meira
Velavana_skip_021

Flutningaskipið Axel heldur til hafnar á Fáskrúðsfirði

Eftir samráð Landhelgisgæslu Íslands, Umhverfisstofnunar, flokkunarfélags skipsins ásamt skipstjóra þess og útgerð hefur verið ákveðið að flutningaskipið Axel sem skemmdist er það strandaði við Hornafjarðarós í morgun, haldi til hafnar á Fáskrúðsfirði. Þar verður skipið skoðað og lagt mat á skemmdir og sjóhæfi skipsins. Axel siglir nú, undir eigin vélarafli en í fylgd varðskips og eru skipin væntanleg til Fáskrúðsfjarðar um klukkan 17:oo Lesa meira
Velavana_skip_023

Flutningarskip sem var vélavana komið í gang

Flutningarskipið sem steytti á sker í morgun komið í gang og stefnir austur á land, líklegas í Berufjörð þar sem kafarar munu skoða skemmdir. Siglning þangað getur tekið 5-6 kl.st. Klukkan 08:20 barst Vaktstöð siglinga/Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar boð vegna flutningaskipsins Axel sem strandað hafði á Borgeyjarboða við Hornafjarðarós. Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Ingibjörg frá Hornafirði ásamt lóðsbáti Hornafjarðarhafnar fóru tafarlaust á staðinn. Klukkan 08:24 tilkynnir Ingibjörg að skipið sé laust af skerinu. Aðalvél skipsins var ekki gangfær og bógskrúfurými fullt af sjó. Lesa meira

 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)