Desember

Sólarlag yfir Hornafirði (Mynd: Einar Björn)

Áramótapistill Hjalta Þórs Vignissonar bæjarstjóra

Náttúran er síbreytileg. Því hafa Skaftfellingar þurft að venjast í gegnum tíðina. Árið 2007 minnir okkur enn og aftur á að manneskjan ríkir ekki yfir náttúrunni heldur er hluti af henni. Sveiflur í lífríki hafsins hafa löngum ráðið þróun á landsbyggðinni. Niðurstaða Hafrannsóknastofnunar um ástand þorskstofnsins og ákvörðun um stórfelldan niðurskurð þorskveiðiheimilda næstu tvö árin stendur upp úr þegar litið er til atburða á árinu 2007. Hitt ber svo að líta að samfélagið við rætur Vatnajökuls hefur áður glímt við áföll og skemmst er að minnast breytinga á rekstri Ratsjárstofnunar. Reynt hefur verið að finna nýja hluti sem komið gætu í staðinn en mótvindurinn er sterkur. Það ríkir þó almenn bjartsýni í samfélaginu á Hornafirði. Lesa meira
Vedramot

Bíó í Sindrabæ eftir tveggja ára hlé

Eftir tveggja ára hlé á kvikmyndasýningum á Hornafirði verður myndin Veðramót sýnd í Sindrabæ í kvöld kl. 18:00 og 21:00. Myndin sem er eftir GUÐNÝJU HALLDÓRSDÓTTUR hlaut m.a. 11 tilnefningar til EDDUverðlauna í ár. Með aðahlutverk fara Hilmir Snær Guðnason og Tinna Hrafnsdóttir. Umsögn gagnrýnenda um myndina segir m.a.: “...sterkur og spennandi söguþráður heldur manni við efnið, frábær leikur, tónlist og myndgæði gera Veðramót eftirminnilega upplifun. Þetta er mynd sem allir verða að sjá! Besta Íslenska myndin síðan Með allt á hreinu” - S.G., Rás 2 Lesa meira
Veðurblíða á Hornafirði í dag

Þráðlaus internetþjónusta Martölvunnar

Fyrirtækið Martölvan hefur nú hafið dreifingu á þráðlausu interneti frá Sunnuhlíð í Vestri til Almannsakarðs í austri. Fram kemur í fréttatilkynningu frá Martölvunni að búið sé að tengja fyrstu notendur og að prófanir hafi farið fram úr björtustu vonum og er ekki annað að sjá en að þessi þjónusta virki mjög vel. Kerfið virkar með þeim hætti að notendur setja upp litið box með loftneti sem á að duga í flestum tilfellum en einnig er í boði búnaður sem settur er upp úti við og tekin snúra inn að boxinu. Stofngjald að sambandi er kr. 29.900 fyrir þá sem gera bindandi samning til 36 mánaða. En kr. 74.900 án bindingar WiMax endabúnaður hjá notendum verður eign Martölvunnar og ef til uppsagnar kemur er honum skilað til Martölvunnar. Lesa meira
Velavana_skip_023

Að varpa ábyrgð yfir á hafnsögumann er merki um ábyrgðarleysi

Hafnarstjórn Hornafjarðar sendi frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu í dag, þar segir: ljósi umræðu í fjölmiðlun undanfarna daga um þær staðhæfingar skipstjóra Axels að hafnsögumaður hafi gefið honum ranga stefnu frá Hornafjarðarósi vill Hafnarstjórn benda á að öll gögn og upplýsingar um málið benda til þess að hafnsögumaður hafi veitt skipstjóra allar þær leiðbeiningar sem þurfti til að sigla Axel rétta leið frá Hornafjarðarósi. Auk þess blasti við skipstjóranum á siglingakortum að hann hafi villst af leið. Ennfremur er greinilegt að skipstjórinn hafi algjörlega gleymt að fylgjast með ljósum frá Hvanneyjarvita. Hafnarstjórn undirstrikar því að ábyrgðin er eingöngu og alfarið á herðum skipstjóra Axels. Lesa meira

 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)