Janúar

Hali

Burstabærinn á Hala endurbyggður

Byggingarframkvæmdir eru hafnar við gamla burstabæinn á Hala. Búið er að rífa hluta hússin þ.e. tvær af fimm burstum vestanmegin ásamt bílskúr og byrjað á nýju húsi sem verður á tveim hæðum 100 fm.hvor hæð og burstirnar verða þrjár. Það er Þórbergur Torfason sem stendur fyrir þessum framkvæmdum og hefur fengið Mikael ehf. til að annast uppsteypu á húsinu síðan taka heimamenn við. Að sögn Fjölnis Torfasonar á Hala vonast hann til að húsið verði fokhelt í mars og tilbúið fyrir sumarið og reiknar hann með að leigja nýja bæinn af bróður sínum fyrir ferðaþjónustuna en þar verða 9 tveggja manna herbergi. Lesa meira
Mikael

Framkvæmdir við sundlaugabyggingu hafin

Framkvæmdir við sundlaugarbygginguna hér á Höfn eru komnar á fullt og eru starfsmenn Mikaels ehf. þessa dagana að vinna við sundlaugina og hefst steypuvinna strax þegar hlýnar í veðri, þá eru sökklar fyrir þjónustuhúsið tilbúnir. Við ætlum að vera snöggir að þessu segir Gunnar Gunnlaugsson framkvæmdastjóri Mikaels ehf. og vera búnir með uppsteypu snemma í vor og gera allt tilbúið fyrir innivinnu í húsinu. Gunnar reiknar með að verða með um 10 manns í vinnu við bygginguna í sumar ásamt öðrum verktökum sem að byggingunni koma. Undanfarin ár hefur Mikael ehf. verið með verkefni víða um land einkum við brúarsmíði nú síðast skammt frá Skálholti. Gunnar fagnar því að fá næg verkefni hér á heimaslóðum og segir mikið borgandi fyrir að geta farið að vinna hér heima eftir langa fjarveru. Lesa meira
Grunnskólanemendur í FAS

Grunnskólanemendur í FAS

Á þessari önn stunda vel á þriðja tug nemenda úr Grunnskóla Hornafjarðar nám í Framhaldsskólinn í Austur Skaftafellssýslu. Þeir eru skráðir í átta mismunandi áfanga sem eru; bókfærsla, danska, enska, ferðamálafræði, grunnteikning, náttúrufræði, spænska og þýska. Fyrirkomulag námsins er mismunandi eftir áföngum. Í bókfærslu og þýsku er um að ræða séráfanga sem kenndir eru í FAS. Kennsla í grunnteikningu og náttúrufræði fer fram í grunnskólanum en prófað er í FAS. Í öðrum áföngum blandast grunnskólanemendur inn í hópana í FAS. Því er óhætt að segja að nemendur í 10. bekk komi víða við í FAS. Nú er komin mikil reynsla á samstarf skólanna þar grunnskólanemendum gefst tækifæri á að hefja nám í framhaldsskóla samhliða námi í grunnskóla. Lesa meira
Kristófer Ögmundsson

Fékk svar frá sendanda flöskuskeytsins

Við sögðum frá því fyrir nokkrum dögum þegar Kristofer Ögmundsson fann flöskuskeyti á Austurfjörum. En í því var bréf og nokkrir kanadískir smápeningar frá 2. vélstjóra á Kanadísku strandgæsluskipi. Flöskunni henti hann í sjóinn við Grand-banks við Nýfundnaland og bað hann finnandann að senda sér bréf með tilheyrandi upplýsingum og það gerði Kristofer. Svar barst um hæl í tölvupósti. Eigandi flöskuskeytisins heitir Albert White, giftur, á tvö uppkomin börn og býr rétt hjá höfuðborg Nýfundnalandis St. John's. Í bréfinu undrast Albert á því hversu langt flöskuskeytið fór frá því hann setti það í sjóinn. Lesa meira

 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)