Febrúar

Bókagjöf frá Kína

FAS fékk bókagjöf frá kínverksa sendiráðinu

Í dag fékk FAS bókagjöf frá kínverksa sendiráðinu. Þetta eru allt bækur á ensku sem fjalla um Kína og menningu landins, alls um tuttugu bækur. Gjöfin kemur í kjölfarið á samskiptum sem Vilhjálmur Gíslason hefur staðið fyrir af hálfu skólans við sendiráðið. Undanfarna daga hefur verið hér í heimsókn Tao (hún fékk íslenska nafnið Sunna) frá gömlu höfuðborg Kína, Nanging. Hún ferðaðist víða um og ræddi við menn, m.a. um ferðamál og hugsanleg ferðalög Kínverja til Íslands. Í gær voru Tao og Vilhjálmur á fundi í kínverska sendiráðinu þar sem hún lýsti því sem á daga hennar hafði drifið. Þar á bæ huga menn á ferð hingað austur á næstunni til að skoða aðstæður. Lesa meira
Kólesterólmæling

Málþing um heilbrigðismál á landsbyggðinni haldið í Nýheimum

Í undirbúningi er málþing um heilbrigðismál á landsbyggðinni (í dreifbýli) (rural medicine) í Nýheimum og fer það fram 3. apríl n.k. Markmið málþingsins er að draga fram þær aðstæður sem heilbrigðisstarfsmenn á landsbyggðinni vinna við. Heilbrigðisráðherra ávarpar þingið, landlæknir fjallar um málaflokkinn og formaður heilbrigðisnefndar Alþingis mun taka saman niðurstöður í lok þingsins. Einnig munu fulltrúar heilbrigðistétta á landsbyggðinni segja frá sínu sjónarhorni hvert á sínum starfsvettvangi. Athygli er vakin á að það er Flugfélagið Ernir sem hafa með höndum flug á Hornafjörð og er flogið að morgni fimmtud. frá Reykjavík kl. 7:30 og frá Hornafirði kl.. 17.30. Lesa meira
Fundur Vegagerdarinnar um vegstadi

Fjölmennur fundur um vegstæði um Hornafjörð

Fundur Vegagerðarinnar með íbúum á Hornafirði vegna vegstæðis yfir Hornafjarðarfljót fór fram í Nýheimum í gærkvöldi. Erna Hreinsdóttir verkefnastjóri hjá Vegagerðinni útskýrði mat á umhverfisáhrifum á þeim þrem leiðum sem til skoðunar eru þ.e. leið 1, leið 2 og leið 3 og mælir Vegagerðin með að leið 1 verði valin. Vegagerðin segir að leið 1 sé ódýrust þessara þriggja og hefur minnst umhverfisáhrif í för með sér. Því næst voru fyrirspurnir fundargesta og álit þeirra á fyrirhuguðum vegstæðum og var Auður Magnúsdóttir hjá VSÓ Ráðgjöf fyrir svörum. Algjör einhugur var hjá öllum þeim sem til máls tóku um að ekki kæmi til greina önnur leið en leið 3 og lagði hver og einn fram rök fyrir máli sínu og fóru menn eindregið fram á að Vegagerðin samþykkti stystu, beinustu og öruggustu leiðina sem er leið 3. Myndir og kort af vegstæðum og umhverfi þeirra voru til sýnis á bókasafninu og í kaffistofunni og þar gafst mönnum tækifæri að ræða við starfsmenn Vegagerðarinnar og VSÓ. Lesa meira
Upplýsingasvæðið í Skaftafelli (myndasafn)

27 sóttu um stöðu framkvæmdastjóra Vatnajökulsþjóðgarðs

Umsóknarfrestur um stöðu framkvæmdastjóra Vatnajökulsþjóðgarðs rann út mánudaginn 18. febrúar og sóttu 27 um starfið. Vatnajökulsþjóðgarður er ríkisstofnun sem heyrir undir umhverfisráðherra. Með stjórn stofnunarinnar og umsjón með rekstri þjóðgarðsins fer sérstök stjórn skipuð af ráðherra. Vatnajökulsþjóðgarður, stærsti þjóðgarður Evrópu, verður stofnaður seint á þessu ári eða í upphafi þess næsta. Stefnt er að því að þjóðgarðurinn verði um 15.000 km² að stærð, eða um 15% af flatarmáli Íslands, og mun hafa mikla sérstöðu í náttúrufarslegu tilliti í heiminum, m.a. vegna þess að þar eru átök elds og ísa enn í fullum gangi. Lesa meira

 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)