Mars

Mótmæli á Höfn

Sýndu samstöðu með því að loka þjóðvegi 1 við Höfn

Umferðatöf varð við Lónsvegamót frá kl 16.45 til 17.10 þar sem nokkrir ökumenn höfðu lokað veginum um vegamótin með ökutækjum sínum. Við viljum með þessu sýna flutningabílstjórum samstöðu í mótmælum þeirra á því okurverði sem orðið er á olíu og bensíni, mál sem snertir okkur öll, og krefjast þess að stjórnvöld taki á málinu og lækki verðið sagði Kristjana Jensdóttir leigubílstjóri á Höfn. Fátt var þarna um flutningabíla á þessum tíma dags en nokkur bílaröð myndaðist út frá vegamótunum til allra átta og sýndu flestir skilning og samstöðu á lokun vegarins. Lesa meira
Halldór Halldórsson

Býður upp á nýbreytni í eftirréttavali á Hótel Höfn

Nýjasti matreiðslumeistarinn á Hótel Höfn Halldór Halldórsson, þykir bjóða upp á marga og skemmtilega nýja rétti og meðal þeirra eru eftirréttir sem eru tilbrigði við rúgbrauð, þ.e. þetta venjulega sem hægt er að kaupa út í búð og hjá Jóni Bakara. Í Fréttablaðinu í dag eru birtar nokkrar af uppskriftum Halldórs sem vert er að prufa. Þær koma hér á eftir. Lesa meira
Laufey Helgadóttir

Ferðamannatíminn í nánd

Nú er ferðamannatíminn að byrja og ekkert heyrist um hvort fjármálaringulreiðin víða um heim hafi einhver áhrif á ferðir fólks til Íslands.Fréttamaður vefsins hafði samband við Laufeyju Helgadóttur hótelstjóra á Smyrlabjörgum og spurði hana hvort eitthvað væri um afpantanir. Við höfum ekki fengið neinar afpantanir og ég hef ekki orðið vör við nein neikvæð viðbrögð í ferðaþjónustunni sagði Laufey, pantanir fyrir sumarið eru ívið meiri en áður og er meira pantað í apríl og maí t.d.kemur hópur af Rússum í apríl. Lesa meira
Brúarframkvæmdir

Vegaframkvæmdir í sveitarfélaginu

Brúarflokkur frá Vík í Mýrdal vinnur nú að endurbótum á brúnni yfir Skaftafellsá . Settir eru nýir burðarbitar og brúargólf lagfært og breikkað lítilsháttar. Þar sem til stendur að þjóðvegur 1 verði færður neðar á sandinn var ekki farið í byggingu tvíbreiðrar brúar yfir Skaftafellsá. Reynir Gunnarsson hjá Vegagerðinni segir að ekki hafi verið ákveðnar fleiri brúarframkvæmdir á hans svæði (frá Skeiðarársandi í Breiðdal) þó með góðri bjartsýni sé hugsanlegt að ein að þeim 30 einbreiðu brúm sem á þessari leið eru hverfi í sumar. Frá Skeiðarársandi að Höfn eru 16 einbreiðar brýr og 14 frá Höfn í Breiðdal. Ný brú yfir Fjarðará í Lóni er komin á áætlun á næsta ári. Lesa meira

 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)