Apríl

Ásgrímur Halldórsson SF-250

Nýtt skip bætist við í flota Skinneyjar Þinganess

Nýtt skip í eigu Skinneyjar Þinganess, Ásgrímur Halldórsson SF-250 kom til Hornafjarðar um hádegi í dag (30.apríl). Skipið sem er uppsjávarveiðiskip er hið glæsilegasta keypt í Skotlandi og hét áður Lunar Bow PD 265, smíðað í Flekkefjord i Noregi árið 2000. Lengd skipsins er 61 m, breidd 13 m. og er það búið 7400 hestafla aðalvél og burðargeta 1540 tonn í kælitönkum. Að sögn Sverris Aðalsteinssonar hjá Skinney Þinganesi er þetta þriðja skipið sem keypt er frá sama fyrirtækinu í Skotlandi og annað skipið sem ber nafnið Ásgrímur Halldórsson. Lesa meira
Sammi

Hammondhátíð á Djúpavogi

Dagana 1. – 4. maí verður haldin Hammond hátíð á Djúpavogi í þriðja sinn. Á hátíðinni munu fjölmargir tónlistarmenn koma fram en hátíðin er haldin til að heiðra og kynna fyrir tónlistaraðdáendum Hammondorgelið sem úrsmiðurinn Hammond töfraði úr huga sínum til þess að geta gert fátækum söfnuðum kleift að syngja við orgelundirleik. Hugmyndina að hátíðinni og langstærstan heiður af framkvæmd hátíðarinnar á Svavar Sigurðsson tónlistarkennari á Djúpavogi. Þar munu koma fram fjölmargir listamenn og má segja að þetta sé viðburður sem ekki er hægt að láta framhjá sér fara. Meðal listamannana sem heimsækja Djúpavog má nefna stórsveit Samma, Kristjönu Stefánsdóttur og Dóra Braga með hljómsveit. Lesa meira
Dagur umhverfisins 2008

Umhverfisviðurkenningar fyrir árið 2007

Umhverfisviðurkenningar fyrir árið 2007 sem afhentar voru í Freysnesi á degi umhverfisins 25.apríl sl.hlutu Charles J. Goemans fyrir að skipuleggja og halda utan um starf sjálfboðaliða á vegum Umhverfisstofnunar og vinnu í nánu samstarfi við bresku sjálfboðaliðasamtakanna BTVC. Meginstarfsstöð sjálfboðaliðanna er í Skaftafelli þar sem meiri hluti starfs þeirra fer fram en auk þess vinna þeir við stígagerð á friðuðum svæðum víða um land og Guðrún T. Finnsdóttir og Guðvarður Birgisson, Hæðargarði 11 í Nesjum fyrir vel skipulagða og snyrtilega lóð umhverfis íbúðarhús sitt, þar sem blandað er saman gróðri, grjóti og ýmsum listmunum, bæði aðfengnum en ekki síðri heimagerðum, og hafa með því á fáum árum breytt óhirtum garði í fallegan unaðsreit. Lesa meira
Badminton Group

Badmintonhópar frá Hornafirði og Reykjavík hittust á miðri leið

Fyrir skömmu hittust badmintonhópar frá Hornafirði og Reykjavík á miðri leið, í Vík í Mýrdal, og spiluðu saman dagsstund. Reykjavíkurhópurinn er skipaður Hornfirðingum að stofni til auk ýmissa góðra félaga. Í Vík voru fyrir vaskir badmintonspilarar svo úr var þriggja hópa mót. Móttökur í Vík voru afar góðar svo og aðstaða öll til fyrirmyndar. Eftir mótið var farið í sundlaugina og heita pottinn. Stefnt er að öðru móti Skaftfellinga að hausti og að þessu sinni á Kirkjubæjarklaustri ef fer sem horfir. Það er fagnaðarefni að þessum viðburði því þarna skemmti sér fólk á ólíkum aldri við þessa krefjandi en fjölbreyttu íþrótt. Úrslit voru ekki sérstaklega gefin út en þátttakendur allir, sem voru kringum tuttugu talsins, voru sjálfum sér og liðum sínum til sóma. Lesa meira

 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)