Maí

Nýstúdentar FAS vorið 2008

Nýstúdentar og vélstjórar útskrifast frá FAS

Laugardaginn 24. maí sl. fór fram útskrift stúdenta og vélstjóra í Nýheimum. Að þessu sinni útskrifuðust tuttugu og þrír nemendur, sextán stúdentar og sjö vélstjórar. Þetta er metfjöldi útskriftarnemenda en einu sinni áður hafa jafnmargir stúdentar útskrifast. Nýstúdentar eru: Benni Albert Friðþórsson, Eik Mohini Aradóttir, Eva Ösp Björnsdóttir, Goran Basrak, Guðný Gígja Benediktsdóttir, Guðný Sjöfn Þórðardóttir, Guðrún Jóna Hauksdóttir, Haukur Halldórsson, Hrafn Eiríksson, Hróðmar Jónsson, Karl Guðni Kristjánsson, Olgeir Halldórsson, Sigfinnur Mar Þrúðmarsson, Sindri Snær Þorsteinsson, Valdís Ósk Sigurðardóttir og Þóra Sigríður Guðmundsdóttir. Dúx skólans að þessu sinni er Valdís Ósk Sigurðardóttir. Af A-stigi vélstjórnar útskrifuðust: Aðalsteinn Guðmundsson, Alexander Oddsson, Björn Jón Ævarsson, Grétar S. Sigursteinsson, Hólmar H. Unnsteinsson, Júlíus A. Albertsson og Ólafur Jónsson. Lesa meira
Heimsokn_Longuholar._021

Eldvarnir í leikskólum

Á mánudaginn var, 26. maí, heimsóttu okkur á slökkvistöðina krakkar frá leikskólanum Lönguhólum og var þeim afhent viðurkenningarskjal, sem vott um að hafa tekið virkan þátt sem eldvarnaeftirlitsmaður á sínum leikskóla. Markmiðið með þessu verkefni er að minna á mikilvægi þessa málaflokks, eins og að tryggja að eldvarnir í leikskólunum séu ávallt eins og best verði á kosið og að veita elstu börnunum fyrstu fræðslu um eldvarnir og kynna fyrir þeim störf og búnað slökkviliðsins. Eins að minna foreldra og forráðamenn barnanna á mikilvægi þess að hafa eldvarnir heimilisins í lagi og veita þeim leiðbeiningar um hvernig ná má því marki. Við skoðun á leikskólum kom í ljós að ástand þar er almennt gott og gaman að sjá hvað leikskólakennarar taka virkan þátt í að leiða þetta verkefni í sínum skólum. Gera má ráð fyrir að þessu verkefni verði haldið áfram næsta haust, kláruð rýmingaráætlun ogverður haldin rýmingaræfing árlega samkvæmt leiðbeiningum frá slökkviliðinu. Lesa meira
Björn Ingi Jónsson

Míla og Rafholt Austurlandi gera með sér samstarfssamning

Rafholt á Austurlandi og Míla ehf. skrifuðu í dag undir samstarfssamning þess efnis að Rafholt taki að sér þjónustu við fjarskiptakerfi Mílu á Austfjörðum. Um aðilaskipti er að ræða sem leiðir af sér að ekki verður um uppsagnir starfsfólks Mílu á svæðinu að ræða heldur munu níu starfsmenn Mílu á Austurlandi flytjast yfir til Rafholts. Sex starfsmanna Mílu starfa á Egilsstöðum og þrír á Höfn, Ingólfur Reynisson, Hjörtur Hjartarson, Sigurður Einarsson og Björn Ingi Jónsson sem hefur verið svæðisstjóri á Austurlandi, en hann verður hluthafi í Rafholt Austurlandi ehf. Samingurinn tekur gildi strax við undirskrift. Starfsmenn Rafholts eru tíu fyrir samninginn en verða 19 eftir undirskrift. Það gefur til kynna að í stað níu starfsmanna Mílu sem séð hafa um þjónustu við fjarskiptakerfið á Austurlandi þá verða starfsmenn nítján talsins sem munu koma að þjónustu við fjarskiptakerfi Mílu í framtíðinni. Það getur aðeins aukið enn frekar á gæði þjónustu við viðskiptavini Mílu á svæðinu. Það hefur verið stefna Mílu að gera svona samninga við fyrirtæki staðbundið um land allt um þjónustu við fjarskiftakerfi Mílu. Lesa meira
Frá árshátíð í Hofgarði

Verðlaun í "Heimabyggðin mín"

Nemendur 8. bekkjar í Grunnskólanum í Hofgarði tóku í vetur þátt í verkefninu Heimabyggðin mín, á vegum Landsbyggðarvina í Reykjavík og nágrenni. Aðeins 2 nemendur eru í 8. bekk, þær Lydía Angelíka Guðmundsdóttir og Svanhvít Helga Jóhannsdóttir en þessum árgangi er núna kennt heima í fyrsta skipti síðan fullnaðarprófið var aflagt fyrir áratugum og núverandi bekkjafyrirkomulag komst á. Verkefnið gekk út á að koma með hugmyndir að einhverju sem gæti verið til hagsbóta fyrir byggðarlagið, og á vorönninni áttu nemendur hvers skóla sem voru þátttakendur að sameinast um eina hugmynd og útfæra hana. Þær stöllur unnu með hugmynd úr verðlaunaritgerð Lydíu fyrir jól, um lifandi safn í Sandfelli þar sem sýnd yrðu gömul vinnubrögð og þar yrði einnig kaffihúsið Þorgerðarkaffi, til minningar um Þorgerði landnámskonu. Nemendur skólans komu þessum hugmyndum á framfæri með leik- og tónlistaratriðum á árshátíðinni í vor að viðstaddri dómnefnd. Nú hefur komið á daginn, að dómnefnd mat þetta verkefni til verðlauna til jafns við verkefni tveggja stúlkna í Grunnskóla Drangsness á Ströndum, þannig að þessir tveir skólar deila 1. og 2. verðlaunasæti. Stúlkurnar fjórar hafa því unnið sér inn þriggja daga ferð til Kaupmannahafnar sem þær munu fara í ásamt umsjónarmönnum 3. júní, en verðlaunaafhendingin fer fram í Reykjavík 2. júní. Fríða Vala Ásbjörnsdóttir formaður L.B.V.R.N. verður fararstjóri í ferðinni. Lesa meira

 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)