Júní

Fjöruferðir

Fjölbreytt og sérstakt, algjör ævintýraferð!

Fjöruferðir, fyrirtækið sem Haukur Sveinbjörns og Elvar Unnsteins stofnuðu á síðasta ári dafnar vel og fær góða umsögn. Haukur segir að núna sé allt að komast í fullan gang, maí hafi verið mjög góður þá hafi komið stórir hópar, ég hef verið með kynningar á ferðunum og m.a. fékk ég stóran söluaðila sem sagði að fjöruferðir væri það spútniskasta fyrirtæki sem fólk hefði upplifað og að fara þetta væri svo fjölbreytt og sérstakt, algjör ævintýraferð. Eigandi Búlgarskrar ferðaskrifstofu sem var á kynningu Fjöruferða ætlar að koma með hópa hingað en fram að þessu hafa Íslendingar verið fjölmennastir. Lesa meira
Valgeir málari kennir syninum áratökin

Silungsveiðin góð í Hornafirði

Góð silungsveiði er í Hornafirðinum það sem af er sumri. Vel hefur veiðst bæði af sjóbirtingi og bleikju og er silungurinn stór og vel feitur ólíkt því sem var í fyrrasumar. Karl Sigurðsson sem allt veit um veiðiskap í firðinum segir að þetta sé að þakka því að nú sé fullt af æti í firðinum og sjónum, mikið meira en verið hefur síðustu ár einkum síðasta sumar þá var nánast ekkert æti og veiði bæði lítil og léleg. Það hefur löngum þótt góð afslöppun að fara út á fjörðinn og renna fyrir silung eða bara til að njóta kyrrðarinnar og umhverfisins. Lesa meira
Jaki á leið til Jökulsárlóns

Íslendingum fjölgar eftir því sem líður á júní

Aðsókn að Jökulsárlóni er góð svipuð og byrjunin var í fyrra segir Einar Björn Einarsson staðarhaldari við Jökulsárlón. Þetta gengur ljómandi vel og nú eru allir hjólabátarnir fjórir komnir á lónið og allt komið á fullt við lónið og engin ferðakreppa finnanleg sem betur fer. Erlendir ferðamenn eru fjölmennastir við lónið og íslendingum fer fjölgandi eftir því sem líður á júní. Kríuvarpið við lónið er í betra lagi mun meira en í fyrra, selirnir eru eldhressir og spóka sig á ísnum þegar veður er gott gestunum til mikillar ánægju. Skúmur hefur verið fastur kostgangari í þjónustumiðstöðinni við lónið í mörg ár og nú hafa sólskríkja og æðarkolla komið sér í fast fæði þar. Einar Björn segir að skúmurinn taki þessum nýju félögum vel einkum sólskríkjunni og þau komi í mat á sama tíma, skúmurinn viti áreiðanlega að hagi hann sér ekki vel og virði tilverurétt hinna verði honum umsvifalaust vísað burt og ekkert frítt fæði lengur. Lesa meira
Skútan

Skúta í óskilum!

Ekki er enn vitað hvað verður um skútuna sem liggur innsigluð við smábátabryggjuna hér í Hornafjarðarhöfn og óljóst hver eða hverjir eru réttir eigendur hennar. Skútan kom til Hornafjarðar frá Hollandi eða Þýskalandi í fyrrahaust og voru tveir menn um borð. Sögðust þeir vera að flytja skútuna hingað fyrir eigendur hennar og hún yrði sótt eftir 2-3 daga og þar með yfirgáfu þeir staðinn. Síðan hefur ekkert bólað á neinum eigendum eða öðrum forsjármönnum skipsins og verði svo áfram gætu Hornfirðingar farið að vonast eftir uppboði á þessari glæsilegu fleytu . Lesa meira

 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)