Júlí

Landsmót setning

Hornfirðingar fjölmennum!

Svo virðist sem margir hugsi sér til hreyfings um verslunarmannahelgina. Það er ekki nokkur vafi að 11. Unglingalandsmót UMFÍ sem haldið er í Þorlákshöfn er einn af stærstu viðburðum þessarar helgar. Það er ekki nóg með að þarna sé fjölbreytt og skemmtileg dagskrá fyrir alla fjölskylduna heldur er hún líka ókeypis, það eru einungis keppendur sem greiða þátttökugjald en annað er frítt, s.s. tjaldstæði. Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðu mótsins ulm.is og á síðunni usu.is. Lesa meira
Skiptinemar í heimsókn

Ungmenni í heimsókn hjá Lionsmönnum

Sautján ungmenni víðsvegar úr Evrópu hafa verið í hér á landi undanfarið og síðustu dagana hér á Hornafirði . Krakkarnir, sem eru á vegum Lions hreyfingarinnar, eru fulltrúar síns lands og þau eru hér til að kynnast nýrri menningu og læra um náttúru og mannlíf annarra þjóða. Þau eru búin að vera á ferðalagi um Suðurland frá 14.júlí byrjuðu á Hellu og hafa svo fikrað sig í rólegheitum hér austur eftir og síðustu dagana verið í umsjá Lionsklúbbs Hornafjarðar en það er síðasti hluti ferðarinnar og þau halda til Reykjavíkur í dag. Að sögn Gunnars Guðmundssonar (hjá Matís) eru krakkarnir afskaplega ánægð með ferðina og hvað margt hefur verið að sjá og allt það sem þau hafa upplifað. Það ótrúlega er að í öllu þessu ferðalagi hefur ekki ein einasta kvörtun heyrst og ekkert óhapp hent sem teljast verður gott í svona stórum hóp í langri ferð. Lesa meira
Sigurður og Árný

Hómópati og höfuðbeina og spjaldhryggsjafnari á Höfn

Árný A. Runólfsdóttir hómópati og Sigurður J. Einarsson höfuðbeina og spjaldhryggsjafnari verða með móttöku hér á Höfn 24. og 25. júlí í Mánagarði. Sigurður er mörgum kunnur en hann hefur unnið hér áður. Hann lauk námi frá Nuddskóla Reykjavíkur 1996, námi í höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun 1998, námi í Bowen tækni 2002 og sérnámi í Bowen fyrir íþróttameiðsli í apríl 2005 og 2006. Hann stundaði svo nám í EFT , Emotional Freedom Technique, frá 2004 til 2006. Þessar meðferðir reynast vel við bakvandamálum, hálsríg, mislengd á fótleggjum eða gömlum íþróttameiðslum, og hefur einnig reynst vel við mígreni, lesblindu, einbeitingarskorti, sjóntruflunum og depurð. Ýmiskonar verkir og önnur óþægindi, sem hrjá mannfólkið geta orsakast af óhöppum og áföllum sem það verður fyrir í daglegu amstri og flóknu samfélagi nútímans. Lesa meira
Grjótkassar í Hvalnesskriðum

Bundið slitlag komið á veginn í Þvottár- og Hvalnesskriðum

Framkvæmdir við endurlögn á hringvegi 1 um Þvottár-og Hvalnesskriður ganga samkvæmt áætlun og bundið slitlag er komið á veginn í skriðunum. Grjótkassar eru komnir við veginn þar sem mesta grjóthrunið er. Komið er að frágangi vegriðs. Verktaki er Héraðsverk ehf.og áætlaður verktakakostnaður er 80.527.000 kr. Í tilboðinu segir að verkinu skuli að fullu lokið fyrir 1.sept. Mikil umferð er um hringveginn á þessum tíma og ökumenn fagna því að þurfa ekki að þræða á milli hnullunga sem hrunið hafa úr skriðunum á veginn. Lesa meira

 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)