Ágúst

Volkswagen

Margir bílaáhugamenn lögðu leið sína framhjá Ásgarði í gærkvöldi

Bílaflutningabílarnir sex, sem komu til Hafnar fyrr í mánuðinum fulllestaðir Volkswagen bílum á leið til Reykjavíkur, sóttu í gær annan bílafarm til Seyðisfjarðar. Þetta voru 36 Volkswagen bílar sem komu með ferjunni Norrænu og fara á bílasýningu sem haldin verður í september. Bílalestin var við Gistiheimilið Ásgarð í nótt og lögðu margir bílaáhugamenn leið sína þar framhjá í gærkvöldi. Reynir Arnarson í Ásgarði sagðist ekki vita hvort von væri á fleiri bílförmum af bílum eða hvort eitthvað af þeim færi sömu leið til baka. Aðspurður sagðist Reynir ánægður með aðsókn í sumar , júní hefði verið svipaður og í fyrra, júlí mun betri en ekki væru komnar tölur fyrir ágúst og síðasta fullbókun í Ásgarði á haustinu er í október. Lesa meira
Verðlaunahafar meistaramóti barna 2008

Meistaramót barna í golfi

Það voru vaskir krakkar sem stunduðu golfæfingar í sumar undir styrkri stjórn Kalla og Sturlu golfkennara. Æfingar voru þrisvar í viku og er stefnan að halda uppi sama hætti næsta sumar. Til að sjá betur afrakstur sumarsins var haldið Meistaramót 14 ára og yngri fimmtudaginn 28.ágúst s.l.. Spilaðar voru sex holur og skipt var í tvo flokka 11ára og yngri og 12-14 ára. Eftir hringinn var boðið upp á pizzur og verðlaunafhending fór fram. Lesa meira
Stígamót

Stígamót bjóða upp á þjónustu á Suðurlandi

Stígamót bjóða upp á ókeypis viðtalsþjónustu og sjálfshjálparstarf fyrir konur og karla sem beitt hafa verið hvers kyns kynferðisofbeldi. Þjónustan hefur hingað til fyrst og fremst nýst á höfuðborgarsvæðinu. Eftir myndarlega fjáröflun Zontakvenna hefur verið ákveðið að auka og bæta þjónustuna við fólk sem býr utan höfuðborgarsvæðisins. Þegar er hafin reglubundin þjónusta á Austurlandi og næst er það Suðurland. Starfsfólk Stígamóta mun kynna tilraunaverkefnið á Höfn í Hornafirði, í Vestmannaeyjum og í Árborg dagana 1.-4. september. Haldnir verða lokaðir fundir með fagfólki á hverjum stað, framhaldsskólar verða heimsóttir og boðið verður upp á opna kynningarfundi, ásamt kynningum í fjölmiðlum. Lesa meira
Spanarsnigill

Bókstaflega étur allt sem að kjafti kemur

Starfsmenn Málningarþjónustunnar ráku upp stór augu á föstudag þegar þeir sáu risavaxinn snigil á planinu fyrir framan fyrirtæki þeirra við Víkurbrautina og skelfingu lostnir hringdu þeir í Björn Arnarsson starfsmann Menningarmiðstöðvarinnar og upplýstu hann um fundinn. Að sögn Björns Arnarssonar þá er hér um að ræða Spánarsnigil sem er af brekkusniglaætt og er hann meinlaus en mjög skæður þar sem hann kemst í t . d. kartöflugarða. "Hann bókstaflega étur allt sem að kjafti kemur" segir Björn. Þetta er í fyrsta skipti sem snigill af þessari tegund finnst hér í s veitarfélaginu. Spánarsnigill er mjög stór snigill, 7-15 cm langur. Hann er oftast rauðbrúnn á lit en finnst í ýmsum rauðum og brúnum litum. Lesa meira

 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)