September

Enterprice

Súpa og kynning í Nýheimum á samstarfsmöguleikum í Evrópu

Mánudaginn 29. september verður haldin súpufundur í fundarsal Nýheima og hefst hann klukkan 12:00. Fundurinn er ætlaður einstaklingum, fyrirtækjum, stofnunum, rannsóknaaðilum, og opinberum aðilum. Anna Lúðvíksdóttir sérfræðingur Evrópumiðstöðvar Impru á Nýsköpunarmiðstöð verður með kynningu á möguleikum fyrirtækja, stofnana og rannsóknaaðila á samstarfi við sambærilega aðila í Evrópu. Sérstaklega verður farið yfir verkefni á sviði tækniyfirfærslu, samvinnu, rannsókna og styrkveitinga Evrópusambandsins. Lesa meira
Litla Líbanon Yarmouth Nova Scotia

Líbanskt kvöld á Humarhöfninni

Tilefni þess að okkur á Humarhöfninni datt í hug að halda líbanskt kvöld á er að þegar ég og fjölskylda mín bjuggum í Nova Scotia, Kanada, duttum við ofan á yndislegan veitingastað sem heitir Little Lebanon. Litla Líbanon er ákaflega lítill og yfirlætislaus staður eða eins og kaninn segir "not more than a hole in the wall" og tekur um 15 manns í sæti. Eigendurnir eru hjón frá Líbanon, Peter og ..... - við komumst aldrei að því hvað konan hans heitir því hún var alltaf á bak við í eldhúsinu og eldaði þennan dýrindis mat á meðan Peter tók pantanir og bar fram. Ástæðan fyrir því að við vissum af henni á bak við var að Peter kallaði oft "jalla, jalla" (fljót, fljót) þegar mikið var að gera. Við urðum strax fastagestir á Litlu Líbanon og fórum þangað að minnsta kosti vikulega og eignuðumst okkar uppáhaldsrétti þannig að þegar við komum spurði Peter gjarnan "same as usual" í stað þess að rétta okkur matseðil. Lesa meira
Jetstream Ernir Air

15% aukning flugfarþega fyrstu 8 mánuði ársins

Flugfélagið Ernir flaug sitt annað sumar til Hornafjarðar í ár og gekk það mjög vel. Aukning miðað við fyrstu 8 mánuði 2007 borið saman við 2008 var um 15%. Hins vegar var um 20-30% aukning í dagsferðapakka sem Flugfélagið Ernir hefur verið að leggja töluverða áherslu á sem og aukning erlendra ferðamanna á eigin vegum. Fjölgun farþega má aðallega rekja til stundvísi, persónulegrar og góðrar þjónustu og áreiðanleika. Þessir þættir eru ein besta markaðssetning og kynning á félaginu. Hvað erlenda ferðamenn varðar hefur áherslan verið lögð á að kynna Hornafjörð sem áfangastað ásamt því að bjóða eftirsóknarverða dagsferðapakka. Lesa meira
jan+febr2008

Vika símenntunar

Nú fer í hönd árleg vika símenntunar 22. - 28. sept. Markmið með henni er að hvetja fólk til að leita sér þekkingar og minna á að öll fræðsla nýtist til góðs í leik og starfi. Starfsmenn símenntunarmiðstöðvanna verða á ferð og flugi þessa viku að kynna starfsemi sína og veita ráðgjöf varðandi nám og störf. Mörgum finnst erfitt að hugsa um að hefja nám eftir langa fjarveru frá skólabekk, þótt þá langi til að læra. Ragnhildur, námsráðgjafi Þekkingarnetsins býður upp á opið örnámskeið í námstækni og hugrænni sjálfshvatningu í Nýheimum í hádeginu á föstudag. Hún hvetur fólk til að koma, fá sér súpu og brauð í teríunni og taka svo þátt í námskeiðinu en það hefst kl. 12.30 - 12.45 og er ókeypis. Einnig er vert að benda á sýningu Menningarmiðstöðvarinnar á 35 ára sögu Karlakórsins Jökuls. Lesa meira

 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)