Október

Hjalti Þór Vignisson

Ákveðið var að gera tillögu um byggingu nýrra íbúða

Á bloggsíðu Hjalta Þórs bæjarstjóra segir hann að framkvæmdastjórar sveitarfélagsins hafi farið yfir eftirspurn eftir íbúðum hjá sveitarfélaginu og ákveðið hafi verið að gera tillögu um byggingu nýrra íbúða hér á Hornafirði en lengi hafi verið skoðaðir kostir þess að auka fjölbreytni á fasteignamarkaði hér. Á bloggsíðunni ritar Hjalti: Einnig ræddum við um hvernig best er að geyma sparifé sveitarfélagsins við þessar aðstæður og verður málið tekið til umræðu á bæjarráðsfundi á morgun. Ræddir voru ýmsir kostir, t.a.m. að greiða niður lán sveitarfélagsins. Nú liggja fyrir drög að teikningum vegna breytinga á Hafnarskóla og Sindrabæ vegna flutnings skólahalds úr Nesjum og á Höfn. Lesa meira
Á Bændahátíð

Bændahátíð á Smyrlabjörgum

Uppskeruhátíð bænda í Austur-Skaftafellssýslu verður haldinn laugardaginn 1. nóvember n.k. á Smyrlabjörgum og er þetta í áttunda skiptið sem hún er haldin, en hún var fyrst haldin árið 2001 í tilefni að 50 ára afmæli Búnaðarsambands Austur-Skaftfellinga. Búnaðarsambandið hefur staðið fyrir þessari hátíð og síðustu ár í samvinnu við Ferðaþjónustunna á Smyrlabjörgum. Dagskráin verður með hefðbundnu sniði, húsið verður opnað kl 19:30 og hefst borðhald kl 20:30. Veittar verða viðurkenningar fyrir góðan árangur í helstu landbúnaðargreinum. Veislustjórn að þessu sinni verður í höndum Kristínar Laufeyjar Jónsdóttur á Hlíð og mun hljómsveitin Næturvaktin spila fyrir dansi. Lesa meira
FAS_Rocky001

Þrjú leikverk hafa verið skrifuð sérstaklega fyrir Þjóðleik

Nú er farið af stað nýtt verkefni á vegum Þjóðleikhússins og gengur það verkefni undir nafninu Þjóðleikur. Þetta er leiklistarhátíð fyrir ungt fólk á Austurlandi á aldrinum 13 - 20 ára. Nú þegar hafa þrettán hópar skráð sig í verkefnið og koma þeir bæði úr grunnskólum og framhaldsskólum. Þrjú leikverk hafa verið skrifuð sérstaklega fyrir Þjóðleik. Það eru: Ísvélin eftir Bjarna Jónsson, Eftir lífið sem er eftir Sigrygg Magnason og Dúkkulísa eftir Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur Bachmann. Lesa meira
óheðfbundinn foreldrafundur

Foreldrar í útiskólann

Þriðjudaginn 21 október var haldin óhefðbundinn foreldrafundur á Lönguhólum. Byrjað var á að hittast í sal skólans þar sem kosið var í foreldraráð, síðan var stutt kynning á uppbyggingarstefnunni og að lokum var farið með foreldrum í útiskólann, farið var á öll svæði og foreldrar unnu verkefni í hinum ýmsu námssviðum sem unnið er með auk þess sem allir fengu hressingu eins og tíðkast. Foreldrum gafst góður tími til að ræða við starfsfólk og spyrja um störf skólans. Þeir foreldrar sem eiga börn í yngstu árgöngum skólans fóru ekki í útiskóla en fengu kynningu á því hvernig undirbúa á yngstu nemendur undir það sem koma skal í útivinnu. Lesa meira

 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)