Nóvember

Flokkun heimilissorps

Krakkakotsbörn leiðbeinendur í Ekru

Flokkunarílát fyrir sorp hafa verið sett upp við leikskólann Krakkakot og er þeirri flokkunarstöð ætlað að þjóna leikskólanum, hjúkrunarheimilinu og Ekrunni og að sjálfsögðu er öllum öðrum íbúum velkomið að nýta stöðina. Til þess að öllu skuli nú vel til haga haldið og farið eftir settum reglum tóku krakkarnir á Krakkakoti að sér að leiðbeina eldri borgurunum í Ekrunni hvernig flokka skuli heimilissorp og hvað skuli fara í hvert ílát, sem öll eru vel merkt. Lesa meira
Blekkingin

Leikhópurinn Lopi frumsýnir á sunnudaginn

Leikhópurinn Lopi frumsýnir á sunnudaginn leikritið Blekkingin. Leikrit þetta er eftir Magnús J. Magnússon sem einnig leikstýrir. Leikritið fjallar um hóp unglinga sem eru að skipuleggja sumarlokaveislu. Leikarar í sýningunni eru 27 og aðrir sem koma að henni eru 10 þannig um 37 taka þátt í verkefninu. Þetta er 21. verkefni Lopa sem nú er að hefja sitt 17. leikár. Má ætla að mikill fjöldi ungmenna hafi farið í gegnum sýningarferlið hjá Lopa í gegnum tíðina. Við hvetjum gamla Lopa til að mæta og rifja upp stemminguna. Lesa meira
Nokkrir af vinningshöfum línunnar ásamt slysavarnarfélagsins

Vinningar í Línunni

Slysavarnadeildin Framtíðin var með sína árlegu sölu á Línunni nú í síðustu viku. Um 70 glæsilegir vinningar voru dregnir út í gær og eru nú komnir í hendur vinningshafanna. Það er gaman að segja frá því hvað öll fyrirtæki tóku vel á móti okkur og voru tilbúin að styrkja félagið, kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Salan á Línunni gekk mjög vel eins og undanfarin ár og frábært að sjá hvað margar eru virkar í félaginu og tilbúnar að taka þátt í starfinu og vera með. Í félaginu eru um 100 konur og eru nýir félagar alltaf velkomnir. Lesa meira
Chiharu ásamt japönsku sjónvarpsfólki

Japanskt sjónvarpsfólk í heimsókn

Í síðustu viku mátti sjá 10 Japani á ferð um Höfn. Þetta var fólk sem vinnur hjá japönsku sjónvarpsstöðinni TV Asahi. Tilgangur ferðalags þeirra hingað til Hornafjarðar var að hitta Chiharu Kawai sem býr hér á Höfn. Þessi sjónvarpsstöð er að vinna að þætti sem fjallar um Japani sem búa í fámennum sveitarfélögum. Sjónvarpsfólkið hafði samband við japanska sendiráðið og fékk upplýsingar um Chiharu en hún er eini Japaninn á Íslandi sem er búsett utan höfuðborgarsvæðisins. Lesa meira

 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)