Desember

Áramót

Áramótapistill Hjalta Þórs Vignissonar bæjarstjóra

Árið allt er markað af hruni íslenska efnahagskerfisins og í raun setja þau tíðindi sögu síðustu tuttugu ára í nýtt samhengi. Næstu ár verða þjóðinni erfiðari en flest önnur ár á lýðveldistímanum, sé horft á stöðuna út frá efnahagsmálum.

Lesa meira
Jólaleikur

Góðir Hornfirðingar, jólaleikurinn 2008

Við viljum byrja á að biðjast innilegrar afsökunar á því hvað þessari fyrstu grein okkar, í Jólaleiknum 2008, hefur seinkað, en þannig er mál með vexti að við höfum, því miður, átt mjög annríkt þennan desember mánuðinn og jólin læðst óvænt aftan að okkur.

Lesa meira
Sveitarfélagið Hornafjörður og Rolf Johansen

Sveitarfélagið Hornafjörður og Rolf Johansen og co undirrita samning um átöppun á vatni

Þann 29. desember 2008 undirrituðu þeir Hjalti Þór Vignisson, bæjarstjóri Hornafjarðar og Atli Kristjánsson, fh. Rolf Johansen Co ehf., samning um að byggja upp starfsemi á átöppun á vatni frá Hornafirði. Aðilar hafa undanfarna mánuði unnið að þessum samningi sem gerir ráð fyrir að uppbygging á verksmiðjunni verði hafin innan fjögurra ára frá undirritun samningsins og að átöppun hefjist innan fimm ára. Tíminn þangað til verði nýttur til að hanna og byggja upp veitu fyrir verksmiðjuna og vinna að uppsetningu verksmiðjunnar. Lesa meira
Hornafjardarmanni_121_2007

Hornafjarðarmeistaramótið í HornafjarðarMANNA

Hornafjarðarmeistaramótið verður að venju milli hátíða. Á síðasta móti voru tæplega hundrað keppendur og var keppnin sérstaklega spennandi, bæði þurfti bráðabana í úrsláttakeppninni og úrslitaspilinu. Þetta er tólfta árið sem mótið er haldið og sigurvegarar hafa orðið þessir: Lesa meira

 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)