Júní
  • Svartar sálir

Svartar sálir snúa aftur.

Árið 1968 var að mörgu leiti merkilegt ár. Þá var 68-kynslóðin svokallaða í blóma lífsins, ungt fólk hafði hátt víða um veröld, fjölbreytni tónlistar var sem aldrei fyrr og það var gaman að vera til.

Upp úr þessum jarðvegi spratt hljómsveitin Svartar sálir. Stofnendur hennar voru Vigfús Svavarsson söngvari, Gunnlaugur Sigurðsson bassaleikari, Páll Emil Beck gitarleikari, Emil Þorsteinsson gítarleikari og Jón Guðmundsson trommuleikari. Hljómsveitin starfaði við góðan orðstír í u.þ.b. tvö ár. Páll Emil flutti burt á tímabilinu og urðu þá þær breytingar á hljóðfæraskipan að Vigfús tók við bassanum af Gunnlaugi sem færði sig yfir á gítar. Emil hélt áfram sem gítarleikari og Jón barði húðir. Vigfús var áfram aðalsöngvari en bæði Emil og Gunnlaugur tóku undir þegar á þurfti að halda. Griðarleg stemming myndaðist í kringum hljómsveitina og var meðal annars stofnaður aðdáendaklúbbur og eru Svartar sálir trúlega eina hornfirska hljómsveitin sem hefur hlotnast sá heiður. Nú fjörutíu og tveimur árum seinna snúa Svartar sálir aftur og munu koma fram föstudagskvöldið á Humarhátíð á aðalsviði. Meðlimir hljómsveitarinnar eru þeir sömu og fyrr en því miður á Emil sem býr í Danmörku ekki heimangengt núna. Til að bæta það upp hefur hljómsveitin ráðið tvær bakraddasöngkonur, þær Sigríði Sif og Þórdísi Sævarsdætur en þær eru ættaðar af Mýrunum. Þetta reyndist nauðsynlegt því þegar hljómsveitin starfaði var Emil ekki kominn í mútur og vantaði því einhvern til að taka hæstu tónana. Þó svarti litur Sálanna hafi aðeins gránað að utanverðu er innrætið enn það sama og bíða meðlimir spenntir eftir að sýna sitt rétta eðli.  


 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)