September

Verkefnastefnumót NPP á Höfn

Ráðsmiðja um fræðandi ferðaþjónustu

Stefnumót þetta hefur hlotið nafnið Ráðsmiðja þar sem um er að ræða sambland af ráðstefnu, námssmiðju og opnum fundi. Ætlunin er að skapa vettvang fyrir ferðaþjónustuaðila og fræðimenn til að ræða saman um þróun fræðandi ferðþjónustu á Íslandi í dag. Lesa meira
Nýsköpunarkeppni 2010 - keppendur úr Grunnskóla Hornafjarðar

Nýsköpunarkeppni grunnskóla

Dagana 16. - 19. september fara fram úrslit í Nýsköpunarkeppni grunnskóla.  Fjörutíu og fjórir krakkar komust í úrslit, þar af fjórir úr Grunnskóla Hornafjarðar. Að þessu sinni bárust 1600 hugmyndir allstaðar af landinu svo að Hornfirðingar mega vera sáttir við sinn hlut.

Lesa meira
Endalausidalurinn 1. sept 2010

Endalausidalurinn 1. sept

Rúmlega fjörutíu manns gengu Endalausadalinn sem liggur á milli Laxárdals í Nesjum og Lóns. Farið var á þremur litlum rútum inn á Laxárdal, þar safnaðist hópurinn saman og farið var yfir það helsta sem hafa ber í huga í fjallgöngu.

Lesa meira
Berjaferð haust 2010 í Haukafell

Ferð í Haukafell

Farið var í mjög skemmtilega berjaferð í Haukafell miðvikudaginn 1. september. Farið var á rútum með alla úr 1. – 4. bekk. Við byrjuðum á að fá okkur epli þegar við komum á staðinn og á eftir fengum við heitt kakó. Allir nutu þess að borða úti í náttúrunni enda var veðrið mjög gott. Sólin skein og við fengum 15° hita.

Lesa meira

 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)