Fréttir

Eyðihópur123

31.5.2011 Fréttir : Eyðibýli á Íslandi

Í sveitum landsins er fjöldinn allur af eyðibýlum og öðrum yfirgefnum íbúðarhúsum sem mörg hver eru vel byggð og geyma merka sögu. Ástand þeirra er mjög misjafnt en mörg þeirra er þó enn hægt að gera upp og nýta.

Lesa meira
Skólaslit Grunnskóla Hornafjarðar 2011

31.5.2011 Fréttir : Skólaslit í Grunnskóla Hornafjarðar

Grunnskóla Hornafjarðar var slitið í fjórða sinn 30. maí í íþróttahúsi Hafnar.  Dagskrá skólaslitanna hófst á götuleikhúsi fyrir utan íþróttahúsið og eldgosasýningu en að henni lokinni færði fólk sig inn í íþróttahúsið, í hlýjuna því heldur napurt var þennan dag. 

Lesa meira
Sigurliðið Frumurnar í 7. bekk GH

31.5.2011 Fréttir : Frumurnar hefja keppni á morgun

Frumurnar hefja keppni í Delft í Hollandi á morgun.  Frumurnar eru legóhópur Grunnskólans, skipaður 10 nemendum úr 7. bekk, sem vann legókeppnina á Íslandi í nóvember.  Nú fara Frumurnar sem fulltrúar Íslands til Hollands þar sem þær taka þátt í Evrópukeppninni. 

Lesa meira
2. SÞ 2011 Byggðasafn og Jöklasafn

30.5.2011 Fréttir : Vordagar hjá 2. bekk SÞ

2. bekkur SÞ hefur lagt land undir fót undanfarna daga og skoðað söfnin í bænum. Við byrjuðum á að skoða verbúðina í Miklagarði í tengslum við þemaverkefni um hafið sem bekkurinn var að vinna að.

Lesa meira
skolaslit-018-vef

27.5.2011 Fréttir : Skólaslit kl. 17:00 mánudaginn 30. maí

 

Grunnskóla Hornafjarðar verður slitið við hátíðlega athöfn í Íþróttahúsinu á Höfn kl. 17:00 mánudaginn 30. maí.

Lesa meira
10. bekkur GH vor 2011

26.5.2011 Fréttir : Höfn, umhverfisvænn heilsubær og eldfjallavinna

Dagskrá síðustu daga skólans fór heldur betur úr skorðum á unglingastiginu þegar gos hófst í Grímsvötnum.

Lesa meira
Sundlaugin/ Swimmingpool

26.5.2011 Fréttir : Ferðaþjónustan á Suðurlandi bjartsýn á framhaldið

Ferðaþjónustuaðilar á Suðurlandi eru bjartsýnir um framhaldið þrátt fyrir erfiðleika undanfarinna daga, enda hefur dregið verulega úr gosinu og merki eru um að því sé jafnvel lokið.

Lesa meira
Ægir

24.5.2011 Hornafjarðarsöfn : Vegginn minn á 2. bekkur SÞ. í Hafnarskóla

Nemendur í 2. SÞ í Hafnarskóla kynntu sér sögu húsanna í bænum. Fyrst heimsóttum við Bókasafnið sem lánaði okkur bók sem heitir Byggðarsaga Austur – Skaftafellssýslu.

Lesa meira
Sunddeild Sindra

24.5.2011 Sindra fréttir : Fréttir frá Sunddeild Sindra

Í vetur hafa verið æfingar á mánudögum og fimmtudögum og eru iðkendur 30 talsins á aldrinum 8-16 ára, heldur færri en voru fyrir áramót en þá voru 7 ára líka en í janúar var ákveðið að bjóða uppá íþróttaskóla fyrir þann aldur en þar er boðið uppá flestar fjölbreyttar íþróttir.

Lesa meira
Heyskapur hafinn

24.5.2011 Fréttir : Af Landbúnaði á Austur - Skaftafellssýslu

Sauðburði er nú víða að ljúka og önnur vorverk taka við. Kornsáningu er nú lokið og má ætla að mikil aukning verði í kornrækt í sýslunni og hefur hún aukist mikið á milli ára.

Lesa meira
Hiking

23.5.2011 Fréttir : Ólíklegt að gosið hafi sömu áhrif og gosið í Eyjafjallajökli í fyrra

Markaðsstofa Suðurlands hvetur ferðamenn til að bíða og sjá áhrif gossins áður en ferðatilhögunum er breytt Lesa meira
Kósýkvöld fyrir konur

23.5.2011 Fréttir : Konukvöld og spennandi fyrirlestur

Fimmtudagskvöldið 26.maí verður konukvöld í Slysavarnarhúsinu og hefst gamanið klukkan 20:00 og verður frítt inn. Lesa meira
FAS stúdentar 2011

23.5.2011 Fréttir : Útskrift frá FAS

Á laugardag fór fram fjölmennasta útskrift frá Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu til þessa. Alls  voru útskrifaðir 25 stúdentar, tveir stuðningsfulltrúar, tveir sjúkraliðar, einn leiðbeinandi í leikskóla og einn vélstjóri.

Lesa meira
17. júní 2009

20.5.2011 Fréttir : Fjölskyldustefna Hornafjarðar

Í dag kom Fjölskyldustefna Hornfjarðar út í fyrsta sinn en hún verður gefin út auk íslensku á ensku og pólsku

Lesa meira
Þórbergssetur

20.5.2011 Hornafjarðarsöfn : Á slóðum bókanna

Málþing á vegum Þórbergsseturs, Háskólseturs Hornafjarðar og Ferðamáladeildar Háskólans á Hólum verður haldið í Þórbergssetri dagana 28. - 29 maí næstkomandi.

Lesa meira
Gunnar Ingi Valgeirsson

19.5.2011 Fréttir : Gunnar Ingi Valgeirsson ráðinn forstöðumaður íþróttamannvirkja

Gunnar Ingi Valgeirsson tekur við af Hauki Helga Þorvaldssyni sem forstöðumaður íþróttamannvirkja í sumar.  Gunnar Ingi á langan feril að baki í störfum fyrir íþróttahreyfinguna á staðnum, sem lögreglumaður og eigandi öryggisþjónustufyrirtækis. 

Lesa meira
Grunnskóli Hornafjarðar 2011

19.5.2011 Fréttir : Frumurnar á leið til Hollands

Nú er heldur betur farið að styttast í að legóhópurinn Frumurnar fari á Evrópumótið í legó en mótið fer fram í Delft í Hollandi 2. – 4. júní.

Lesa meira
Öræfaferð hjá 3. bekk 2011 Grunnskóla Hornafjarðar

18.5.2011 Fréttir : Öræfaferð hjá 3.bekk vor 2011

Mánudaginn 16. maí fór 3. bekkur  í vorferð í Öræfin, þegar við vorum búin að ná í matinn á Víkina og súkkulaðikökuna í bakaríið þá lögðum við af stað í ferðalagið okkar. 

Lesa meira
Kiwanis - hjálmaafhending

18.5.2011 Fréttir : Hjóladagur og sala af K - lyklinum

Hjóladagur og sala af K –lyklinum Hjálmaafhending Kiwanisklúbbsins Ós fór fram við Íþróttahúsið á laugardaginn síðasta

Lesa meira
Farfuglar

18.5.2011 Fréttir : Kvískerjasjóður úthlutar styrkjum ársins 2011

Nýlega úthlutaði Kvískerjasjóður styrkjum ársins 2011 og er það sjöunda úthlutun frá stofnun hans árið 2003.  Alls bárust 18 umsóknir og var samanlögð upphæð umsókna rúmlega 13 milljónir króna. Að þessu sinni er úthlutað 3,5 milljónum króna til þrettán verkefna.  Lesa meira
loftdýna 2011

16.5.2011 Fréttir HSSA : Góðar gjafir!

Hjúkrunar- og sjúkradeild HSSA hafa borist góðar gjafir nú síðustu mánuðina og viljum við koma kærum þökkum á framfæri fyrir hlýhug í garð deildarinnar og stofnunarinnar í heild.

Lesa meira
Hjólað í vinnuna 2011

16.5.2011 Fréttir HSSA : Hjólað í vinnuna!

Starfsfólk HSSA tekur þátt í átakinu Hjólað í vinnuna. Þessar skemmtilegu myndir voru teknar á plani við starfsmannainngang á hjúkrunardeild nú fyrir helgi. Hjólagrindin full en bílaplanið svo til autt!

Lesa meira
Kiwanis

11.5.2011 Fréttir : Hjóladagur og hjálmaafhending SVF og Kiwanis

Hin árlegi hjóladagur og hjálmaafhending á vegum SVF. Framtíðarinnar og Kiwanisklúbbsins ÓS verður haldin laugardaginn 14. maí.

Lesa meira
Jóna Bára og Ásgerður

11.5.2011 Fréttir HSSA : Íbúar Sveitarfélagsins eru hvattir til þess að gefa kost á sér

Heilbrigðisstofnun Suðausturlands (HSSA) hefur nú hafið vinnu við mótun stefnu í heilbrigðis- og öldrunarmálum í Sveitarfélaginu Hornafirði fyrir næsta áratuginn.

Lesa meira
Háskólalestin

10.5.2011 Fréttir : Fjör og fræði fyrir alla fjölskylduna

Háskóli  Íslands er skóli allrar þjóðarinnar og því verður aldarafmælinu fagnað víða um land. Þar verður Háskólalestin í fararbroddi á ferð um landið með vísindi og viðburði fyrir alla aldurshópa.

Lesa meira
Prjónað til styrktar Japan

6.5.2011 Hornafjarðarsöfn : Prjónagjafir til styrktar Japan

Þann 28. apríl síðastliðinn sendi Menningarmiðstöð Hornafjarðar frá sér 6 kassa af ullarfatnaði til Japan. Átakið prjónað til styrktar Japan er búið að vera í gangi á Bókasafninu frá því þann 7. apríl síðastliðinn.

Lesa meira
vorið

6.5.2011 Hornafjarðarsöfn : Vorið

Um páskahelgina var á Höfn opnuð sýningin Vorið, þar sem listakonan Gingó eða Guðrún Ingólfsdóttir sýndi sex ný verk og eina innsetningu. Lesa meira
Sundlaug Hafnar

5.5.2011 Fréttir : 11 þúsund gestir í Sundlaug Hafnar

Það sem af er árinu hafa  um 11.000 gestir heimsótt sundlaugina sem eru nokkuð færri gestir en á sama tíma í fyrra. Lesa meira
FAS

5.5.2011 Fréttir : Heimspekinemendur í FAS halda málþing

Einn þeirra áfanga sem hefur verið kenndur á vorönninni er Heimspeki 123 sem fjallar um siðfræði. Í upphafi annar var ákveðið að það yrði ekkert lokapróf en þess í stað myndu nemendur standa fyrir málþingi sem yrði ígildi lokaprófs.

Lesa meira
FAS

5.5.2011 Fréttir : Prófatörnin í FAS byrjuð

Í gær og dag mæta nemendur í munnleg próf í erlendum tungumálum og stærðfræði. Skrifleg próf hófust einnig í gær en almennt byrja skrifleg próf ekki fyrr en á föstudag.

Lesa meira
Samningur undirritaður

4.5.2011 Fréttir : Samningur undirritaður við sveitarfélagið á fyrsta fundi nýrrar stjórnar

Á fyrsta fundi nýrrar stjórnar Ríkis Vatnajökuls ehf 3. maí var undirritaður nýr samningur um stuðning frá Sveitarfélaginu Hornafirði til næstu fjögurra ára, líkt og verið hefur síðustu fjögur ár frá stofnun klasans.

Lesa meira
Veggurinn minn

4.5.2011 Hornafjarðarsöfn : Ágústína Halldórsdóttir á vegginn minn á Bókasafninu

Mig langar að tileinka tengdaföður mínum vegginn þessa vikuna. Hann heitir Friðrik Jónsson og hefur hann verið að mála til margra ára. Eftir að hann hætti að vinna, um sjötugt, fór hann í myndlistarskóla en hann hafði alltaf haft áhuga á að teikna og mála.

Lesa meira
Samfylkingin á Hornafirði

3.5.2011 Pistlar og pólitík : Fundum með þingmönnum Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi

Þingmenn Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi munu hefja tíu funda herferð sína í kjördæminu á Hornafirði annað kvöld, miðvikudaginn 4. maí. Fundurinn verður haldinn í Pakkhúsin og hefst hann kl. 20:00.

Lesa meira
FAS dimmering

2.5.2011 Fréttir : Bleik pardusdýr á ferð

Allmörgum starfsmönnum brá í brún þegar þeir risu úr rekkju í morgun. Nokkrir voru hreinlega vaktir og farskjótar annarra höfðu verið huldir plasti.

Lesa meira


 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)