Fréttir

Jolamarkadur-dagskra

30.11.2012 Fréttir : Jólamarkaður og stemming um allan bæ.

Undanfarin ár hafa Hornfirðingar safnast saman fyrsta laugardag á aðventunni, slegið upp markaði og notið jólastemningar og munu ekki bregða út af vananum þessa helgi.

Lesa meira
Vinadagur

30.11.2012 Fréttir : Vinadagur

Í gær var vinadagur í Grunnskóla Hornafjarðar. Á vinadegi hittast vinabekkir en það eru 1. og 6. bekkur, 2. og 7. bekkur, 3. og 8. bekkur, 4. og 9. bekkur og 5. og 10. bekkur.

Lesa meira
Marlena-2-

30.11.2012 Fréttir : Polskie Ksiązki w bibliotece - Pólskar bækur komnar á bókasafnið!

Til að auðga bókakost bókasafns Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar færði Hornafjarðardeild RKÍ 40.000 kr. í málefni innflytjenda til bókakaupa.

Lesa meira
Vinaball-044-vef

30.11.2012 Fréttir : Vinaball í Sindrabæ

Í gær héldu nemendur í 8.-10. bekk árlegan fullveldisfagnað í Sindrabæ undir heitinu vinaball enda vinadagur í skólanum í gær. .i

Lesa meira
Söngvakeppni FAS

28.11.2012 Fréttir : Söngkeppni NemFAS og fleiri viðburðir

Föstudaginn 23. nóvember var margt um að vera hjá Nemendafélagi FAS. Eftir að skóla lauk þann daginn hófst undirbúningur fyrir Meistaramót en sá viðburður hefur notið mikilla vinsælda í FAS. Lesa meira
Við forum-ad-borda-i-Pakkhusinu..-haust-2012

28.11.2012 Fréttir HSSA : Svipmyndir frá Dagdvöl aldraðra í Ekru

Þróttmikið og gott starf er unnið í Dagdvöl aldraðra í Ekrunni. Ýmis verkefni eru þar í gangi en einnig er tekið á móti góðum gestum og farið út í bæ að gera sér glaðan dag. Hér má sjá sýnishorn af því sem við er að vera og afurðir frá starfinu.

Lesa meira
Jólasveinar hjá Gömlubúð

28.11.2012 Fréttir : Jólaljósin tendruð við Sundlaug Hafnar

Jólaljósin verða tendruð við hátíðlega athöfn  sunnudaginn 2. desember kl.17:00 við sundlaugina.

Von er á góðum gestum með rauðar skothúfur og er ekki efa það verður mikið fjör.

Lesa meira
Knattspyrnuhúsið

28.11.2012 Sindra fréttir : Samkeppni um nafn á nýja knatthúsið

Ákveðið hefur verið að efna til samkeppni um nafn á nýja knatthúsið. Settir hafa verið skilakassar fyrir tillögur í Nettó, Nýheimum, Ekru og í grunnskólanum.p>

Lesa meira
Kristján Bjarki

27.11.2012 Fréttir : Ég er að lesa..

Kristján Bjarki í 6. H er að lesa bækurnar Óvættaför eftir Adam Blade.

Lesa meira
Námsferð til Danmerkur

26.11.2012 Fréttir : Námsferð til Danmerkur

DAN303 er valáfangi í FAS og það eru 10 nemendur í honum. Í september var tekin ákvörðun um  að fara til Danmerkur í námsferð.

Lesa meira
Adalheidur með hleðslumönnunum Kristjáni og Jóni Óa sumar 2012

26.11.2012 Fréttir HSSA : Þakkir frá Hafnarsókn.

Í sumar hafa staðið yfir framkvæmdir við stækkun á kirkjugarðinum á Höfn. Einkar vel hefur tekist til við að gera umhverfi og umgjörð garðsins fagurt og aðlaðandi.

Lesa meira
Þorvarður Árnason 1

23.11.2012 Hornafjarðarsöfn : Nú fer að styttast í sýningu áhugaljósmyndara

Áhugaljósmyndasýning hefst í þriðja sinn þann 7. desember næstkomandi og mun standa út janúar.

Sýningin verður með breyttu sniði í ár en myndunum verður varpað upp með skjávarpa utandyra

Lesa meira
Kaffihúsakvöld í FAS

23.11.2012 Fréttir : Margt um að vera hjá NemFAS

Þessa vikuna er nóg um að vera hjá nemendafélagi FAS og viðburðir upp á nánast hvern einasta dag. Síðast liðinn þriðjudag stóð tískuklúbburinn fyrir hárgreiðslu- og förðunarnámskeiði með þeim Jónu Margréti og Hrafnhildi. Lesa meira
Þessir leika ekki fyrir dansi! Gísli Már og Óðinn eigendur Hótels Hafnar

22.11.2012 Fréttir : Jólatapas á Ósnum helgina 7. og 8. desember

Eins og undanfarin ár mun Hótel Höfn standa fyrir jólaveislu þar sem verða á boðstólum margir litlir réttir með íslensku og dönsku ívafi.

Lesa meira
Bartosz-Skrzypkowski

22.11.2012 Fréttir : Bartosz Skrzypkowski ráðinn verkefnisstjóri í Áhaldahúsi

Bartosz Skrzypkowski hefur verið ráðinn sem verkefnisstjóri í Áhaldahúsi. Starfið felst meðal annars í því  að hafa umsjón með viðhaldi, endurbótum og nýframkvæmdum á opnum svæðum.

Lesa meira
Harmonikkubræður

21.11.2012 Fréttir : Nýr geisladiskur með Harmonikkubræðrum

Harmonikkubræðurnir Andri  Snær og Bragi Fannar hafa nú gefið út geisladisk með sígildum jólalögum

Lesa meira
Öræfajökull og Jökulsárlón með merki Sveitarfélagsins Hornafjarðar

21.11.2012 Fréttir : Lögheimilis- og aðsetursbreytingar - 1.des

Nú fer sá tími að koma að þeir aðilar sem þeir sem búsettir eru í Sveitarfélaginu Hornafirði, en voru ekki skráðir með lögheimili þar samkvæmt síðustu íbúaskrá þurfa að tilkynna um rétt lögheimil fyrir 1. des.nk..

Lesa meira
Eydibyli

21.11.2012 Fréttir : Eyðibýli á Íslandi – þrjú bindi

Út eru komin þrjú bindi af ritinu Eyðibýli á Íslandi. Útgáfan er afrakstur rannsókna síðustu tveggja ára. Lesa meira
4. GH vikuhatid

20.11.2012 Fréttir : Hátíð hjá 4 GH

Nemendur í Grunnskóla Hornafjarðar halda áfram með vikuhátíðirnar sínar og að þessu sinni var það 4. GH sem sá um hátíðina.

Lesa meira
Árni Rúnar Þorvaldsson

20.11.2012 Fréttir : Gerði mér vonir um 4. sætið

Í flokksvali Samfylkingarinnar sem fram fór um síðustu helgi náði Árni Rúnar Þorvaldsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Hornafirði, 4. sæti.

Lesa meira
Fimleikadeild Sindra

20.11.2012 Sindra fréttir : 26 verðlaunapeningar og 2 Íslandmeistaratitlar

Helgina 9-11. nóvember sl. fóru 27 keppendur frá Fimleikadeild Sindra til Akraness á Íslandsmeistaramótið í almennum fimleikum. Lesa meira
FAS ljósmyndasyning

20.11.2012 Fréttir : Önnur ljósmyndasýning NemFAS

Síðast liðinn þriðjudag settu nemendur í ljósmyndaklúbbi NemFAS upp sína aðra sýningu á veggjum Nýheima en myndirnar eiga það allar sameiginlegt að vera teknar utandyra. Lesa meira
Sigurvegarar-Dagur íslenskrar tungu

19.11.2012 Hornafjarðarsöfn : Úrslit í smásagna og ljóðakeppni grunnskólans og Menningarmiðstöðvar

Á föstudaginn síðasta fóru fram útslit í Smásagna ljóðkeppni Grunnskóla Hornafjarðar og Menningarmiðstöðvar. Keppnin er haldin þann 16. nóvember ár hvert í tilefni að Degi Íslenskrar tungu.

Lesa meira
Songstund

16.11.2012 Fréttir : Söngurinn ómar

Í Hafnarskóla höfum við það fyrir venju að safnast saman með vissu millibili og syngja. Í haust undirbjuggum við samsöngin á þann hátt að hver bekkur fékk að velja sér lag sem er sungið í þessum söngstundum okkar.

Lesa meira
Við Jaspis í Miðbæ

16.11.2012 Fréttir : Jaspis tekur við Fasteignasölunni Inni og TM á Höfn

Breytingar hafa orðið hjá Fasteignasölunni Inni og umboðsskrifstofu TM á Höfn.  Þann 1. október s.l. tók Jaspis  ehf við  rekstri fasteignasölunnar og umboðsskrifstofu TM á Höfn en eigendur eru þau Snorri Snorrason og Heiða Dís Einarsdóttir. Lesa meira
Kynningarfundur-a-Hotel-Hofn

15.11.2012 Fréttir : Opinn fundur um fjárhagsáætlun á Smyrlabjörgum föstudaginn 15. nóv.

Kynningarfundir um fjárhagsáætlun fyrir árin 2013-2016 standa yfir þessa dagana. Fundur var haldin á Hótel Höfn fimmtudaginn 15. nóvember og var vel mætt á fundinn.

Næsti fundur verður á Smyrlabjörgum föstudaginn 16. nóvember kl. 12:00 og verður boðið upp á súpu, brauð og kaffi á meðan kynning fer fram.

Lesa meira
Loftmynd af Höfn

15.11.2012 Fréttir : Kynningarfundir um fjárhagsáætlun

Opnir kynningarfundir um fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Hornafjarðar og stofnanna þess fyrir árin 2013-2016.

Fundirnir eru haldnir á eftirfarandi stöðum í sveitarfélaginu.

15. nóvember kl. 12.00 á Hótel Höfn.

16. nóvember kl. 12.00 á Hótel Smyrlabjörgum.
Súpa, brauð og kaffi.

Lesa meira
Sunset

15.11.2012 Fréttir : Minningartónleikar í Nýheimum í kvöld

Í Kvöld verða forvarnar-tónleikar til minningar um Hallgerði Valsdóttur sem lést fyrir aldur fram vegna  ofneyslu eiturlyfja sem hún barðist við í mörg ár. Vinkona hennar Margrét Einarsdóttir langar að minnast hennar og vekja athygli á þessum vágesti  sem fíkniefni eru og geta komið við hjá hverjum sem er.

Lesa meira
Hannes Friðriksson

14.11.2012 Pistlar og pólitík : Hnefinn og og rósin

Á undanförnum árum hef ég verið óvæginn í gagnrýni minni á ýmis mál er snerta nærsamfélag mitt á Suðurnesjum.  Það hefur verið skoðun mín, að opin umræða um mál sem snúast um hagsmuni almennings, væri af hinu góða. Lesa meira
Guðrún Erlingsdóttir

14.11.2012 Pistlar og pólitík : Frá Sandgerði að Höfn og ekki komin hálfa leið

Ég hef undanfarnar vikur farið yfir kjördæmið þvert og endilangt frá Sandgerði að Höfn í Hornafirði. Með reglulegri viðkomu heima í  Vestmannaeyjum. Lesa meira
Oddný G.Hardardóttir

14.11.2012 Pistlar og pólitík : Segðu bara sannleikann

Ég var ekki búin að vera bæjarstjóri í Garði lengi þegar til mín í heimsókn kom maður sem hafði verðið sveitarstjóri um árabil í sama bæ. Lesa meira
Silja Dögg Gunnarsdóttir

14.11.2012 Pistlar og pólitík : Læri, læri, tækifæri!

Við vitum að öll él styttir upp um síðir. Á eftir vetri kemur vorið. En það tekur á að bíða og biðin getur verið dýr.

Lesa meira
Ólafur Þór Ólafsson

14.11.2012 Pistlar og pólitík : Ólík svæði, sömu áherslur

Síðustu daga hef ég verið svo lánsamur að hafa fengið tækifæri til að ferðast um hið víðfema Suðurkjördæmi.

Lesa meira
Jólamarkaður

14.11.2012 Hornafjarðarsöfn : Söluhjallar og jólastemning framundan

Undanfarin ár hafa Hornfirðingar safnast saman fyrsta laugardag á aðventunni, slegið upp markaði og notið jólastemningar. Lesa meira
Olía finnst í FAS

14.11.2012 Fréttir : Olía finnst í FAS

Tæplega 20 krakkar í FAS í fimm liðum hafa eyddu deginum í gær í það að leita að olíu. Lesa meira
Bergvin Oddsson

14.11.2012 Pistlar og pólitík : Það skiptir máli að hafa kraftmikið fólk á Alþingi

Kæru Hornfirðingar, Senn líður að flokksvali Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, en það fer fram rafrænt dagana 16. Og 17.nóvember nk. Lesa meira
Arna Ír Gunnarsdóttir

14.11.2012 Pistlar og pólitík : Taktu þátt og hafðu áhrif!

Ég hef alla tíð haft brennandi áhuga á samfélagsmálum og er reiðubúin að leggjast á árarnar til þess að gera samfélagið okkar réttlátt og gott, samfélag þar sem allir eiga möguleika á að taka virkan þátt. Lesa meira
Lilja B. Jónsdóttir

12.11.2012 Fréttir : Frábær árangur Lilju í Sterkasta kona Íslands

Lilja B Jónsdóttir tók þátt í Sterkasta kona Íslands sem fram fór í Íþróttamiðstöðinni Mosfellsbæ og lenti þar í öðru sæti í -75 kg flokki sem er frábær árangur. Hún hefur unnið sér þáttökurétt í keppni sem mun fara fram í Skotlandi.

Lesa meira
Björgvin G. Sigurdsson

12.11.2012 Pistlar og pólitík : Góð verk sem ganga fram

Ánægjulegasti þátturinn af starfi í stjórnmálum og á Alþingi er þegar góð verk heima í héraði ganga fram. Að ná að koma verkefni sem skiptir miklu af stigi hugmyndar inn á fjárlög og þar með að veruleika

Lesa meira
Ljósmyndari að störfum

12.11.2012 Hornafjarðarsöfn : Áhugaljósmyndasýning - landið og fólkið

Áhugaljósmyndasýning verður haldin í þriðja sinn í desember en að þessu sinni fer hún fram utan dyra. Myndunum varpað upp með skjávarpa á Ráðhúsið. Sýningin opnar þann 7. desember og mun hún standa fram í febrúar. Þemað í ár er Landið og Fólkið.

Lesa meira
Loftmynd af Höfn

9.11.2012 Fréttir : Draumasveitarfélagið - Hornafjörður í fjórða sæti.

Í nýjasta tölublaði Vísbendingar kemur fram að Sveitarfélagði Hornafjörður stendur fjárhagslega mjög vel miðað við önnur sveitarfélög á landinu og er valið í fjórða sæti sem draumasveitarfélag.

Lesa meira
dagur gegn einelti 2012 í GH

8.11.2012 Fréttir : Vinátta, virðing og góð samskipti

Í tilefni af degi gegn einelti 8. nóvember mynduðu nemendur og starfsfólk skólans vinakeðju milli skólahúsanna og elstu nemendurnir teygðu sig einnig í áttina að FAS þangað sem þeir stefna á næstunni. Þegar keðjan var komin kölluðu nemendur vinátta, virðing og góð samskipt.

Lesa meira
Árni Rúnar Þorvaldsson

8.11.2012 Pistlar og pólitík : Stuðningur ykkar er mikilvægur

Kosningabaráttan vegna flokksvals Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi 16. og 17. nóvember nk. er núna í algleymingi.

Lesa meira
Norræn Bókasafnavika 2012

7.11.2012 Hornafjarðarsöfn : Norræn Bókasafnavika

Norræna bókasafnavikan er stærsta sameiginlega menningardagskrá á Norðurlöndunum. Í viku er boðið upp á upplestra, sýningar, umræður og aðra menningaratburði á þúsundum bókasafna og annarra samkomustaða.

Lesa meira
Mars_2007_035

7.11.2012 Hornafjarðarsöfn : Norræni Skjaladagurinn

Norræni skjaladagurinn er 10. nóvember í ár. Þema dagsins að þessu sinni er „Íþrótta og æskulýðsstarf á 20. öld“. Haldið er upp á daginn um land allt og Í tilefni af honum verður sett upp sýning á Bókasafninu með myndum

Lesa meira
Hulda Rós Sigurðardóttir

7.11.2012 Pistlar og pólitík : Hulda Rós býður sig fram í 6. sæti í Suðurkjördæmi

Hulda Rós Sigurðardóttir, meistaranemi í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands, gefur kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fyrir komandi kosningar. Sækist hún eftir stuðningi í sjötta sæti listans. Lesa meira
Umferdafraedsla-vef

6.11.2012 Fréttir : Margir gangandi og hjólandi en of fáir spenntir

Slysavarnakonur á Hornafirði voru með umferðakönnun í samstarfi við Umferðastofu og Slysavarnafélagið Landsbjörg 18.október s.l.

Lesa meira
FAS Vísindadagar

6.11.2012 Fréttir : Vísindaverkefni kynnt í FAS

Síðustu þrjá daga hafa staðið yfir Vísindadagar í FAS. Nemendur unnu að þessu sinni í átta hópum að mismunandi verkefnum sem þó flest tengdust 25 ára afmæli skólans á einn eða annan máta. Lesa meira
FAS

6.11.2012 Fréttir : Nemandi frá FAS á ólympíuleikum þýskunnar

Það hefur tíðkast um langt skeið að ýmsar námsgreinar sem kenndar eru í framhaldsskólum haldi sína ólympíuleika. Á tveggja ára fresti eru haldnir ólympíuleikar í þýsku. Lesa meira
Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu

5.11.2012 Fréttir : Fundur um eflingu Nýheima á Suðausturlandi.

Á afmælisráðstefnu FAS og Nýheima í október sl. skrifuðu atvinnu- og nýsköpunarráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra ásamt bæjaryfirvöldum og stofnunum í Nýheimum undir viljayfirlýsingu um eflingu á starfi Nýheima á sviði menningar, menntunar, rannsókna og nýsköpunar.

Lesa meira
Höfn

5.11.2012 Fréttir : Fjárhagsáætlun 2013

Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Hornafjarðar var tekin til fyrri umræðu í bæjarráði þann 30. október og vísað til bæjarstjórnar sem tóka hana fyrir á fundi sínum þann 1. nóvember.

Lesa meira
Garðyrkja

4.11.2012 Fréttir : Aðalfundur og fyrirlestur fyrir áhugafólk um garðyrkju

Þriðjudaginn 6. nóvemer kl.20, mun Kristinn H. Þorsteinsson fræðslu- og verkefnastjóri Garðyrkjufélagsins flytja erindi sem hann nefnir „Rót vandans“ á Hótel Höfn. Lesa meira
Árni Rúnar Þorvaldsson

4.11.2012 Pistlar og pólitík : Flokksval Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi

Rafrænt flokksval Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi fer fram 16. og 17. nóvember nk. Þar geta flokksfélagar og skráðir stuðningsmenn tekið þátt á netinu.

Lesa meira
Guðrún Erlingsdóttir

3.11.2012 Pistlar og pólitík : Guðrún Erlingsdóttir býður sig fram í 2. – 3. sæti.

Guðrún Erlingsdóttir varaþingmaður og heilsumeistaranemi býður sig fram í 2. – 3. sæti í rafrænu flokksvali Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi 16. -17. nóvember n.k.

Lesa meira
Göngum í skólann

2.11.2012 Fréttir : Göngum í skólann

Grunnskóli Hornafjarðar tók þátt í verkefninu göngum í skólann eins og undanfarinn ár. Verkefnið gengur út á að hvetja nemendur til að ganga eða hjóla í skólann ásamt því að þeir fengu heim með sér hreyfidagbók þar sem þeir skráðu hjá sér all hreyfingu í eina viku.

Lesa meira
ErnirAir

1.11.2012 Fréttir : Innanlandsflugi Ernis verður haldið áfram.

Flugfélagið Ernir mun næstu mánuði halda áfram óskertri vetraráætlun sinni innanlands eins og verið hefur undanfarin ár en í gær stefndi í að hætta yrði fluginu nú um mánaðamótin vegna skorsts á opinberu framlagi til verkefnisins.

Lesa meira
dans6

1.11.2012 Fréttir : Dans, dans, dans

Í vikunni hefur staðið yfir danskennsla í grunnskólanum. Eins og undan farin ár er það Jón Pétur frá Dansskóla Jóns Péturs og Köru sem kennir börnunum fótafimina. Hjá nemendum í 1. – 7. bekk er dansinn skylda en val hjá eldri bekkingum. Föstudaginn 2. nóvember verður danssýning kl. 12:30 í íþróttahúsinu.

Lesa meira


 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)