Fréttir

Fjárhagsáætlun 2013

5.11.2012 Fréttir

Höfn

Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Hornafjarðar var tekin til fyrri umræðu í bæjarráði þann 30. október og vísað til bæjarstjórnar sem tóka hana fyrir á fundi sínum þann 1. nóvember. Opnir fundir um fjárhagsáætlun verða þann 15. nóvember kl. 12.00 á Hótel Höfn og þann 16. nóvember kl 12.00 á Hótel Smyrlabjörgum.

Í inngangi með greinargerð með fjárhagsáætluninni kemur fram að árin 2013 verða tökin á rekstri og fjárfestingum ekki losuð þó að tillögur liggi fyrir að bæta við í ýmis verkefni í velferðarmálum sem og þeim sem tengjast eflingu samfélagsins almennt. Áfram verður ágætur afgangur af rekstri, handbært fé nægjanlegt og skuldastaðan eins og best þekkist meðal íslenskra sveitarfélaga.

Helstu niðurstöður áætlunarinnar árin 2013-2016 skv. tillögu sem liggur fyrir eru eftirfarandi.

Tölurnar eru fyrir A og B hluta:

 

2013

2014

2015

2016

Rekstrarniðurstaða (m.kr.)

196.468

226.294

227.907

226.837

Skuldir í hlutfalli af tekjum

72,1%

68,5%

64,4%

62,7%

Framkvæmdir (m.kr.)

400.000

250.000

250.000

250.000

Framlegð (EBIDTAR) %

14,9%

16,89%

17,32%

17,61%

Handbært fé í árslok (m.kr.)

145.725

131.490

117.489

153.348

Afborganir langtímalána (m.kr.)

(92.765)

(113.939)

(118.629)

(121.681)

Ný lántaka A-B hluta (m.kr.)

200.000

 

 

50.000

 

Meðal helstu verkefna árið 2013 eru að lokið verður við verður endurbætur á skólahúsnæði og byrja á endurbótum við Sindrabæ ásamt því að undirbúa hönnun á framtíðarverkefnum. Þá verður unnið að eflingu við starf Nýheima í samstarfi við ríkið með áherslu á orku og list- og verkgreinar.  Áfram verður unnið að eflingu safnamála í samstarfi við hina ýmsu aðila. Málaflokkur fatlaðra verður eflt í sveitarfélaginu m.a. með því að gera úttekt á viðhorfum þeirra til þjónustunnar. Einnig mun sveitarfélagið styrkja velferðarþjónustuna enn frekar. Netsamband í dreifbýli verður styrkt áfram með tilkomu örbylgjufjarskipta og ljósleiðarakerfis. Lokið verður við gatnagerð á leirusvæðinu og hafið ræktunarstarf á uppdælingarsvæðinu. Þá veður bylting í sorpmálum í sveitarfélaginu með innleiðingu á tveggja tunnukerfi.  

Greinargerð með fjárhagsætlun má sjá hér.(pdf)BB

 

Senda grein

 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)