Fréttir

30.12.2013 Fréttir : Áramótapistill Ásgerðar K. Gylfadóttur bæjarstjóra

Nú árið er liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka, segir í sálminum eftir Valdimar Briem. Sálminn orti hann 1886 en í honum má finna tilvitnun sem vel á við í dag

Lesa meira
Háspennumöstur við Bergá

30.12.2013 Fréttir : Þakkir til íbúa Hafnar í Hornafirði

Landsent þakkar íbúum Hafnar fyrir þolinmæðina meðan á framkvæmdum stóð við lagningu 132 kV jarðstrengs frá Ægissíðu að dísilstöð RARIK við Krosseyjarveg. Lesa meira

29.12.2013 Fréttir : Mótortkross sumarið 2013

Mikið hefur verið um að vera hjá Akstursíþrótta félagi Austur Skaftafellsýslu (ASK) á árinu 2013.  Ráðist var í miklar endurbætur við brautina og umhverfið í kring, enn er mikið eftir sem verður unnið á næstu árum.   Það voru margir sem komu og hjálpuðu til á brautinni í sumar og þökkum við hér með þeim fyrir alla aðstoð.   Einnig viljum við þakka öllum þeim sem styrktu okkur á árinu fyrir sitt framlag.

Lesa meira
Endurvinnslu jólasveinn

27.12.2013 Fréttir : Jólapappírinn í endurvinnslutunnuna.

Í aðdraganda jólanna hafa vaknað spurningar um jólapappírinn og hvort hann megi fara í endurvinnslutunnuna. Stutta svarið við þeirri spurningu er að  jólapappírinn sem og annar gjafapappír á að fara í endurvinnslutunnuna.  Lesa meira
Nýja laugin að næturlagi

23.12.2013 Fréttir : Opnunartími stofnanna sveitarfélagsins um hátíðarnar

Opnunartími Sundlaugar Hafnar, Ráðhúss, og Menningamiðstöðvar um hátíðarnar er eftirfarandi.

27. des…….………….…..…...…06:45 – 21:00
28. des…….………………......…10:00 – 17:00
29. des….….………………....….10:00 – 17:00

Nánari upplýsingar:

Lesa meira

20.12.2013 Fréttir : Opnunartími HSSA yfir hátíðarnar

Opnunartími heilsugæslustöðvar HSSA yfir hátíðarnar er eftirfarandi:
Aðfangadag og gamlársdag verður opið frá kl. 10-12. Aðra daga verður hefðbundinn opnunartími. Við minnum á að í neyðartilfellum er fólki bent á að hringja í 112.

Lesa meira

20.12.2013 Fréttir : Jólamarkaður í Nýheimum

Síðasti jólamarkaður Nýheima verður á morgun, 21. desember milli kl: 13 - 17.
Stakir Jakar og Íris Björk sjá um söng að þessu sinni milli kl: 14:30-15:30.

Jólabíó verður í Sindrabæ kl: 15:00. Home Alone eða Aleinn heima verður sýnd og er frítt inn.

Allir hjartanlega velkomnir
Lesa meira
Jólakveðja

19.12.2013 Fréttir : Jólakveðja úr ráðhúsi Hornafjarðar

Sendum íbúum, starfsfólki og landsmönnum öllum, bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. 

Í stað þess að senda út jólakort frá Sveitarfélaginu Hornafirði verður Samfélagssjóður Hornafjarðar styrktur.

Fyrir hönd starfsmanna

Ásgerður K. Gylfadóttir

bæjarstjóri.


Lesa meira

18.12.2013 Fréttir : Áskorun til aðila í ferðaþjónustu vegna leyfamála

Ferðaþjónustan í Sveitarfélaginu Hornafirði hefur eflst og stækkað hratt undanfarin misseri og ár og er nú orðin ein af aðalatvinnugreinum svæðisins. Það er jákvæð þróun sem hefur fært miklar tekjur og umsvif inn í sveitarfélagið auk þess sem ferðaþjónustan hefur orðið faglega sterkari með hverju árinu. Óhætt er að segja að ferðaþjónustan á Hornafirði sé orðin fyrirmynd í öðrum landshlutum.

Lesa meira

17.12.2013 Skipulag : Auglýsing um tillögu að aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2012-2030

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti þ. 12. des. 2013 að auglýsa tillögu að nýju aðalskipulagi 2012-2030 skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt umhverfisskýrslu sbr. 7. gr. laga nr.105/2006 um umhverfismat áætlana. Lesa meira

17.12.2013 Fréttir : Humarhöfnin hlýtur fyrst veitingastaða viðurkenningu VAKANS:

Humarhöfnin á Höfn í Hornafirði er fyrsti veitingastaðurinn á landinu og jafnframt fyrsta sjálfstæða fyrirtækið á Suðausturlandi til að hljóta viðurkenningu VAKANS, en viðmið fyrir veitingastaði voru nýlega samþykkt og gerð opinber í gæða- og umhverfiskerfi VAKANS. Humarhöfnin hlýtur ennfremur brons merki í umhverfiskerfi VAKANS. Lesa meira

13.12.2013 Fréttir : Jólatrésala Kiwanis

Hin árlega jólatréssala er í  Sindrahúsinu, Hafnabraut 25.

Jólatrésalan opnar laugardaginn 14. des..

Opið kl. 17-19 virka daga og kl. 13-17 um helgar

Einnig er til sölu lakkrískonfekt frá Freyju og friðarkerti.

Ágóði af sölunni rennur styrktarmála heima í héraði.

Kiwanisklúbburinn Ós

Lesa meira

13.12.2013 Fréttir : Fatasöfnun er eitt stærsta umhverfisverkefni Rauða krossins.

Rauði krossinn á Hornafirði hefur tekið í notkun fatasöfnunargám og er hann staðsettur á N1 planinu. Fatasöfnun er stærsta umhverfisverkefni Rauða krossins og er ekki einungis frábær endurvinnsla heldur leggur fólk félaginu lið með því að gefa fatnað og styrkir neyðaraðstoð bæði hér á landi og erlendis.

Lesa meira

11.12.2013 Fréttir : Föstudagshádegi í Nýheimum

Föstudaginn 13. desember kl:12:15 , verður Snævarr Guðmundsson með kynningu á stjörnuathugunarstöðinni sem er að rísa við Fjárhúsavík.

Allir velkomnir!
Lesa meira
Hornafjarðarhöfn í tunglskini

10.12.2013 Fréttir : Höfnin lokuð til miðnættis

Hornafjarðarhöfn er lokuð í dag 10. desember vegna lagningu rafmagnskapals má búast við að lokunin standi til miðnættis.   Lesa meira

9.12.2013 Fréttir : Jólatónleikar Kvennakórs Hornafjarðar

Kvennakór Hornafjarðar heldur sína árvissu jólatónleika í Nýheimum miðvikudagskvöldið 11. desember kl. 20:00. Kórinn mun syngja bæði jólalög og ýmis hugljúf og falleg lög sem eiga vel við á aðventunni. Að loknum söng geta gestir gætt sér á margrómuðu tertuhlaðborði kvennakórskvenna. Lesa meira
Ljósapera

9.12.2013 Fréttir : Rafmagnslaust verður í nótt frá kl. 00:00-04:00

Rafmagnslaust verður í nótt aðfaranótt þriðjudagsins 10. desember frá kl.00:00 til 04:00 á Höfn og sveitum Austur Skaftafellssýslu. Lesa meira

9.12.2013 Fréttir : Snertið ekki jörðina - barnasýning á Bókasafninu

Búið er að setja upp sýninguna „ Snertið ekki jörðina – leikir 10 ára barna“  á bókasafninu. Sýningin kemur frá Þjóðminjasafni Íslands  og hefur verið sett upp á fjölda staða um landið.
Sýningin er opin á opnunartíma bókasafnsins.


Lesa meira

9.12.2013 Fréttir : Nýstofnaður Kótilettuklúbbur

Stofnaður hefur verið Kótilettuklúbbur burtfluttra Hornfirðinga búsetta á Reykjavíkursvæðinu.  Markmið klúbbsins er að hittast 4 - 5  sinnum á ári, snæða kótilettur í raspi með Ora grænum baunum,  rauðkáli  og hafa gaman saman. Lesa meira

6.12.2013 Fréttir : Vinir Vatnajökuls úthlutuðu 40 milljónum til styrktar 22 verkefnum

Stjórn samtaka Vina Vatnajökuls úthlutuðu tæplega 40 milljónum króna til styrktar 22 verkefnum sem falla undir rannsóknir, fræðslu og kynningu um Vatnajökulsþjóðgarð og nágrenni hans. Formaður stjórnar Vina Vatnajökuls, Sigurður Helgason, afhenti styrkina við hátíðlega athöfn á Hótel Natura. Vinir Vatnajökuls hafa nú á fjórum árum veitt tæplega 200 milljónum króna í fræðsluverkefni og styrki.

Lesa meira

6.12.2013 Skipulag : Breyting á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar1998-2018

Bæjarstjórn sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti þann 7. nóvember 2013 tillögu breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins 1998-2018. Svínafell, Stafafellsfjöll, Brekka. Lesa meira
Háspennumöstur við Bergá

4.12.2013 Fréttir : RARIK frestar fyrirhuguðu rafmagnsleysi

Ákveðið hefur verið að fresta fyrirhuguðu rafmagnsleysi, sem vera átti á Höfn og sveitum Austur Skaftafellssýslu aðfaranótt 5 des. vegna spár um frosthörku á svæðinu.

Rafmagnslaust verður aðfaranótt þriðjudagsins 10. des. frá kl.00:00 til 04:00.

Rarik Austurlandi.

 

Lesa meira

3.12.2013 Fréttir : Kynning á nýju deiliskipulagi Stafafellsfjöllum

Íbúum og öðrum hagsmunaaðilum gefst kostur á að kynnar sér nýtt deiliskipulag frístundasvæðis í Stafafellsfjöllum.
Kynningin fer fram í Ráðhúsi sveitarfélagsins Hafnarbraut 28 fimmtudaginn 5. desember

kl. 13:00-15:00.

Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson

Umhverfis-og skipulagsstjóri

Sveitarfélagsins Hornafjarðar

Lesa meira

3.12.2013 Fréttir : Skuldaleiðréttingin:

Glíman hafin-en henni er ekki lokið

Dagurinn 30. nóvember var stór dagur og mun eiga sinn sess í sögubókum framtíðarinnar. Þann dag kynnti ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks tillögur um skuldaleiðréttingu á verðtryggðum stökkbreyttum húsnæðislánum.

Lesa meira

3.12.2013 Fréttir : Myndir frá Jólahátíð á Höfn

Myndir frá Jólahátíð á Höfn
Lesa meira

3.12.2013 Fréttir : Umsóknir um styrki Atvinnu- og rannsóknasjóðs 2014

Atvinnu- og menningarmálanefnd Hornafjarðar auglýsir eftir

umsóknum í atvinnu- og rannsóknasjóð Sveitarfélagsins Hornafjarðar.

Undanfarin ár hefur sjóðurinn veitt styrki til verkefna sem efla geti

byggð og atvinnu í sveitarfélaginu.

Lesa meira

2.12.2013 Fréttir : Slökkvilið Hornafjarðar - eldvarnarátak í eldvarnaviku

Verkefnið  „Logi og glóð“ er leitt af slökkviliðunum í landinu og hefst þegar nær dregur eldvarnaviku. Logi og glóð er forvarnarverkefni þar sem fjallað er um hversu mikilvægt er að huga að eldvarnarmálum og hlú að fjölskyldunni á þessum tíma.

Í samstarfi við grunn-og leikskóla hefur slökkvilið Hornafjarðar útbúið A-skilti sem viðskipavinir Nettó nota þegar þeir raða vörum á afgreiðsluboð þegar þeir bíða eftir afgreiðslu við afgreiðslukassann.

Lesa meira

2.12.2013 Fréttir : Sigríður Birgisdóttir ráðin útibússtjóri á Höfn í Hornafirði

Sigríður Birgisdóttir hefur verið ráðin útibússtjóri Landsbankans á Höfn í Hornafirði og tók við stöðunni 1. desember. Sigríður lauk námi í Vottun fjármálaráðgjafa vorið 2012 og á einnig að baki nám í viðskipta- og fjármálafræðum.

Lesa meira

29.11.2013 Fréttir : Jólahátíð á Höfn

Hátíðin fer fram á Hafnar- og Heppusvæðinu eða á „Plássinu“ eins og það var kallað hér áður fyrr.
Fjölbreytt dagskrá verður í boði þar sem fjöldi hæfileikaríkra Hornfirðinga munu stíga á stokk og gleðja okkur hin með söng og dansi.

Lesa meira

29.11.2013 Fréttir : Rithöfundar og skáld í Pakkhúsinu

Á miðvikudagskvöldið síðastliðið var sannkölluð jólastemmning í Pakkhúsinu. Þar stigu á stokk frækin skáld og rithöfundar sem heiðruðu okkur með nærveru sinni.

Lesa meira

29.11.2013 Fréttir HSSA : Arnar Hauksson dr.med kvensjúkdómalæknir

Arnar Hauksson dr.med kvensjúkdómalæknir

verður með stofu á heilsugæslustöð Hornafjarðar 29.-30. nóvember n.k. Tímapantanir í síma 470-8600 virka daga. ATH ekki er tekið við greiðslukortum Heilbrigðisstofnun Suðausturlands
Lesa meira

27.11.2013 Fréttir : Leiðisgreinar og tröpputré úr Haukafelli

Skreytum leiðisgreinar og seljum skreytingaefni úr Haukafellsskógi. Aðstoðum fólk við að gera sína eigin skreytingu.

Lesa meira

27.11.2013 Fréttir : Bóka- og rithöfundakynning í Pakkhúsinu 27. nóvember

Hin árlega rithöfundakynning á vegum Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar verður í Pakkhúsinu miðvikudaginn 27. nóvember nk. kl. 20:30.

Sjáumst sem flest í Pakkhúsinu á miðvikudaginn og eigum notalega kvöldstund í skammdeginu.

Menningarmiðstöð Hornafjarðar

Lesa meira

25.11.2013 Fréttir : Ráðstefna um hagsmunamál dreifbýlisins

 

Ráðstefna um hagsmunamál dreifbýlisins var haldinn í Mánagarði Nesjum Hornafirði 25. nóv. og var vel sótt. Sigurður Ingi ráðherra setti ráðstefnuna, Ásgerður Gylfadóttir bæjarstjóri og Eiríkur Egilsson formaður Búnaðarsambands A-Skaft. undirrituðu nýja búnaðarstefnu Sveitarfélagsins og Búnaðarsambandsins.

Lesa meira

25.11.2013 Fréttir : Heimsókn frá Myndlistaskóla Reykjavíkur.

Föstudaginn 15.nóvember var skipulagsdagur leikskólanna og var hans beðið með töluverðri spennu. Við áttum von á tveimur kennurum úr Myndlistaskóla Reykjavíkur til að vera með listsköpunarnámskeið fyrir kennara leikskólanna. Til stóð að halda þetta námskeið fyrir ári síðan en vegna veðurs þurfti að fresta því og ekki var tækifæri fyrr en núna fyrir þær að koma Lesa meira

25.11.2013 Fréttir : Fyrirlestraröð „Þú getur líka!“ á Hornafirði.

Geðsjúkdómar eru algengir og valda vanlíðan og trufla getu sjúklinga. Við
flestum þeirra eru til góðar meðferðir og eflingarmöguleikar. Geðsjúkdómar
geta líka valdið miklu álagi á aðstandendur. Fræðsla um eðli sjúkdómanna,
viðbrögð gegn veikindum, hvatning til eflingar og upplýsingar um
geðheilbrigðisþjónustu eru lykilatriði til stuðnings aðstandendum Lesa meira
Háspennumöstur við Bergá

23.11.2013 Fréttir : Ráðstefna um Hagsmunamál dreifbýlisins 25. nóvember í Mánagarði kl. 11:00

Sveitarfélagið og Búnaðarsamband Austur- Skaftafellssýslu boða til ráðstefnu um Hagsmunamál dreifbýlis þann 25. nóvember kl. 11:00 í Mánagarði þar mun Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra mun setja ráðstefnuna og Ásgerður Gylfadóttir bæjarstjóri mun í framhaldinu greina frá landbúnaðarstefnu sveitarfélagsins sem verður undirrituð formlega. Þá verður hádegisverður og eftir matarhlé verða fróðlegir fyrirlestrar. Skráning á bryndis@hornafjordur.is

Dagskrá:

Lesa meira

21.11.2013 Fréttir : Liðið Sorellas frá FAS sigraði

Í gær fór fram aðalkeppnin í olíuleitinni á Íslandi. Í FAS voru það sex lið sem ákváðu að taka þátt að þessu sinni. Keppnin gekk vel og var heldur betur spenna í loftinu þegar líða tók á leikinn. Liðið Sorellas frá FAS hafði frá upphafi forystu en þegar lið frá Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum fann gjöfular olíulindir færðist spenna í leikinn. Lesa meira

21.11.2013 Fréttir : Föstudagshádegi í Nýheimum

Ragna Steinunn Arnarsdóttir ætlar að syngja lagið sem hún söng á Samaust um síðustu helgi
Kl : 12:30 í Nýheimum.
Allir velkomnir! Lesa meira

20.11.2013 Fréttir : Beinn og breiður vegur - er á óskalistanum

Samgöngumál á landsbyggðinni eru víða í ólestri. Of litlu fé hefur verið varið til viðhalds vega síðustu ár og það er farið að segja verulega til sín. Ríkið mun þurfa að leggja í gríðarlegan kostnað eftir nokkur ár ef viðhaldi verður ekki betur sinnt. Svo virðist sem við séum að kasta krónunni fyrir aurinn. Lesa meira

19.11.2013 Fréttir : Olíuleit í FAS

Í dag og á morgun stendur yfir hin árlega olíuleit í FAS og er þetta um leið landskeppni. Hér er um að ræða tölvuleik þar sem nemendur vinna saman að því takmarki að finna olíu og ná henni upp með sem mestum hagnaði. FAS hefur tekið þátt árlega í þessum leik frá árinu 2003. Lesa meira
Norðurljós 29.10.03 g  | ©ebe

18.11.2013 Fréttir : Kynningarfundir um fjárhagsáætlun

Opnir kynningarfundir um fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Hornafjarðar og stofnana þess fyrir árin 2014-2017

Fundirnir eru haldnir á eftirfarandi stöðum

19. nóvember á Hótel Smyrlabjörgum kl. 12:00

21. nóvember á Hótel Höfn kl. 12:00

Ásgerður K. Gylfadóttir bæjarstjóri mun kynna fyrirliggjandi fjárhagsáætlun.

Lesa meira
Inga Kristín stjórnaði á plani

15.11.2013 Fréttir : Íbúafundur í samstarfi við Landvernd í Nýheimum 19. nóv.. 

Íbúafundur um umhverfismál verður haldinn á þriðjudag kl. 16:15 þar verður tekið á hvernig  einstaklingar, stofnanir og fyrirtæki geta haft áhrif á útlosun gróðurhúsaloftegunda. Þar verður fjallað um úrgangsmál, loftlagsmál og mengun almennt. Allir sem hafa áhuga á málaflokknum eru hvattir til að mæta og taka þátt í verkefninu.

Lesa meira

15.11.2013 Fréttir : Dagur íslenskrar tungu

Árleg smásagna og ljóðakeppni var haldinn í gær 14. nóvember.  Keppnin er haldin í tilefni „Dags íslenskrar tungu“ sem er 16. nóvember.

Nemendur fá ákveðið þema til að skrifa um. Í  ár var þemað  „Facebook“.  Það voru 7 verkefni sem voru lesin upp í Nýheimum, það sem að var sammerkt með öllum verkefnunum var að nemendur virtust gera sér grein fyrir göllum og kostum facebook

Lesa meira
Það er fagurt í Lóni

14.11.2013 Fréttir : Lögheimilis- og aðsetursbreytingar - 1.des

Nú fer sá tími að koma að þeir aðilar sem þeir sem búsettir eru í Sveitarfélaginu Hornafirði, en voru ekki skráðir með lögheimili þar samkvæmt síðustu íbúaskrá þurfa að tilkynna um rétt lögheimili. Hið sama gildir um þá sem flutt hafa heimili sitt innan sveitarfélagsins.

Lesa meira
Höfn

14.11.2013 Fréttir : Samfélagssjóður Hornafjarðar auglýsir umsóknarfrest  jólaaðstoðar

Umsóknarfrestur í sjóðinn fyrir jólaaðstoð er til og með 5 desember n.k..

Umsóknareyðublöð og úthlutunarreglur sjóðsins eru á heimasíður sveitarfélagsins á slóðinni:http://www.hornafjordur.is/samfelagssjodur/

Lesa meira
Trjárækt

14.11.2013 Fréttir : Tafir á tveggja tunnu hirðingu

Nú er kominn ein og hálfur mánuður síðan viðbótartunnur voru settar við hvert heimili og trúlega tunnur orðnar fullar. Eins og kynnt var á að tæma flokkunar tunnuna með mánaða millibili. Það hefur því miður ekki verið gert en verður gert við fyrsta tækifæri.

Lesa meira

13.11.2013 Fréttir : Dagur íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu er 16. nóvember, þar sem að 16 er laugardagur verður haldið upp á daginn  fimmtudaginn 14. nóvemer  með árlegri ljóða og smásagnasamkeppni Menningarmiðstöðvar og Grunnskóla Hornafjarðar. Þema keppninnar í ár er „Facebook“.
Keppnin hefst kl 13:00 í Nýheimum
Allir velkomnir

Lesa meira

13.11.2013 Fréttir : Danmerkurferð FAS

Eins og áður hefur komið fram fóru nokkrir nemendur í FAS ásamt kennara í ferð til Danmerkur í lok september. Auk þess að æfa sig í að tala dönsku heimsótti hópurinn sögufræga staði og fræddist um æfi og störf Kristjáns IV. Danakonungs.

Lesa meira

13.11.2013 Fréttir : Að gefnu tilefni

Enn og aftur er hafin umræða um ólöglegar girðingar í Hornafirði og að hreindýr séu að drepast kvalafullum dauðdaga í þeim. Að hluta til á þessi umræða við rök að styðjast, þ.e. að því leiti að hreindýr hafa verið að festa sig í girðingum en ekki endilega ólöglegum og í flestum tilfellum löglegum girðingum.

Lesa meira

13.11.2013 Fréttir : 350 ára afmæli Árna Magnússonar

Í tilefni 350 ára afmælis Árna Magnússonar viljum við hvetja alla til að horfa á þetta viðtal við Jónas Kristjánsson, fyrrverandi forstöðumann Handritastofnunar Íslands.

http://ruv.is/sarpurinn/vidtalid/11112013-0
Lesa meira

13.11.2013 Fréttir HSSA : Nýr hjúkrunarstjóri á hjúkrunardeild HSSA

Þann 1. nóvember tók Valgerður Hanna Úlfarsdóttir hjúkrunarfræðingur við af Ásgerði Gylfadóttur sem hjúkrunarstjóri á hjúkrunardeild HSSA og mun leysa hana af fram á næsta vor.

Lesa meira

13.11.2013 Fréttir : Tíminn og barnið

Það er ákveðin þversögn í stöðu barna í dag segja dönsku fræðimennirnir Helle Heckmann og Maria Reumert Gjerding,  annars vegar eru flest nútímabörn óskabörn foreldra sinna en á hinn bóginn er ekkert pláss fyrir þau í samfélagi þar sem allt snýst um peningar og neyslu.

Lesa meira

12.11.2013 Fréttir : Enginn með lygaramerki á tánum

Stærsta mál Framsóknarflokksins fyrir síðustu kosningar var að leiðrétta stökkbreytt fasteignalán íslenskra heimila. Forsætisráðherra lagði fram aðgerðaáætlun í tíu liðum þann 13. júní sl. sem var samþykkt á Alþingi. Í henni kemur m.a. fram að: "Settur verði á fót sérfræðingahópur sem útfæri mismunandi leiðir til að ná fram höfuðstólslækkun verðtryggðra húsnæðislána og geri tillögur þar að lútandi. Tillögur liggi fyrir í nóvember 2013.“ Lesa meira

12.11.2013 Fréttir : Nýr afhendingarstaður Landsnets á Höfn í Hornafirði

Landsnet vinnur að uppsetningu á nýjum afhendingarstað raforku á Höfn í Hornafirði en verkefnið er liður í rafvæðingu fiskimjölsverksmiðja.

Verkið felst í stækkun tengivirkisins á Hólum og lagningu um 1,5 km langs 132 kV jarðstrengs milli Hóla og tengivirkis RARIK á Höfn.

Lesa meira

11.11.2013 Fréttir : Markaðsnámskeið í boði SASS á Höfn 28.nóvember

Lyklar að áhrifamiklu markaðsstarfi. SASS – Samtök sunnlenskra sveitarfélaga bjóða upp á markaðsnámskeiðið „Lyklar að áhrifamiklu markaðsstarfi“ með Þórönnu K. Jónsdóttur.

Lesa meira

11.11.2013 Fréttir : Stefnumótun fyrir Hornafjarðarhöfn

Á 155. fundi hafnarstjórnar, sem haldinn var 30. ágúst 2013, var eftirfarandi samþykkt: „Hafnarstjórn samþykkir að farið verði í stefnumótun og starfsmenn vinni áfram með það að markmiði að hún klárist fyrir nk. áramót.“ Reikna má með að sá tímarammi muni ekki standast enda margt orðið til þess að tafir hafa orðið á undirbúningi verksins.

Lesa meira
Baráttudagur gegn einelti í Grunnskóla Hornafjarðar

8.11.2013 Fréttir : Baráttudagur gegn einelti, myndbönd

Á baráttudegi gegn einelti var rætt um einelti í öllum árgöngum skólans og unnið með efnið. Í nokkrum árgöngum voru gerð myndbönd sem hægt er að nálgast hér en nemendur fetuðu í fótspor íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu frá því í fyrra. Kl. 13:00 hittist allur skólinn á miðsvæðinu. Skólabjöllur beggja skóla áttu að hringja í 7 mínútur en því miður var skólabjallan í Heppuskóla biluð þegar til átti að taka. Því þeyttu nokkrir kennarar lúðra bíla sinna í staðinn. Þannig var málunum bjargað en í skólastarfi er mikilvægt að geta bjargað málum þegar eitthvað fer úrskeiðis, rétt eins og það er mikilvægt að geta bætt fyrir hegðun sína þegar maður gengur á hlut annarra.

Lesa meira

8.11.2013 Fréttir : Framgangur tveggja tunnu kerfis og tæming endurvinnslutunnu.

Nú er liðinn mánuður frá því endurvinnslutunnan var afhent íbúum í þéttbýlinu á Höfn og í Nesjum.  Einn íbúafundur var haldinn 10. október og var hann einkar vel sóttur.  Komu fram margar góðar ábendingar á fundinum um hvað má betur huga að við innleiðingu kerfisins.  Samkvæmt því sem heyrst hefur hafa hlutirnir gegnið vel fyrir sig hjá heimilum. Lesa meira

8.11.2013 Fréttir : Framgangur tveggja tunnu kerfis og tæming endurvinnslutunnu.

Nú er liðinn mánuður frá því endurvinnslutunnan var afhent íbúum í þéttbýlinu á Höfn og í Nesjum.  Einn íbúafundur var haldinn 10. október og var hann einkar vel sóttur.  Komu fram margar góðar ábendingar á fundinum um hvað má betur huga að við innleiðingu kerfisins.  Samkvæmt því sem heyrst hefur hafa hlutirnir gegnið vel fyrir sig hjá heimilum. Lesa meira
Hofn_samfylking1

8.11.2013 Fréttir : Aðalfundur Samfylkingarinnar á Hornafirði

Samfylkingin á Hornafirði heldur aðalfund sinn á morgun laugardag 9. nóvember kl. 14:00 í húsi Afls við Víkurbraut. Á fundinum verða hefðbundin aðalfundarstörf auk umræðna um stjórnmálin í dag.

Lesa meira
Danssýning 1. nóv

7.11.2013 Fréttir : Baráttudagur gegn einelti

Á morgun munu skólabjöllur hringja í 7 mínútur frá kl. 13:00, eina mínútu fyrir hvern dag vikunnar sem við viljum vera laus við einelti. Nemendur skólans munu safnast saman á miðsvæðinu á meðan bjöllur glymja. Við hvetjum alla bæjarbúa sem hafa tækifæri til að koma að skólanum og þeyta bílflautur sínar með okkur í þessar mínútur og sýna þannig samstöðu við að vinna bug á meini sem veldur gríðarlegum skaða í samfélaginu á hverju ári.

Lesa meira

7.11.2013 Fréttir HSSA : Upplestur á hjúkrunardeild

Ásmundur Friðriksson alþingismaður kemur laugardaginn 9.nóvember og les upp úr bók sinni Ási Grási í Grænuhlíð. í heimsókn með upplestur úr bókinni: Ási Grási í Grænuhlíð. útg. Í tilefni 40.ára gosloka í Vestmanneyjum. Allir hjartanlega velkomnir.

Lesa meira

6.11.2013 Fréttir : Fögur er Jörðin

Á degi íslenskrar tungu, laugardaginn 16.nóvember, verða tónleikar í Pakkhúsinu kl. 21:00.
Flutt verða lög Óskars Guðnasonar af diskinum Fögur er jörðin, við ljóð Kristínar Jónsdóttur á Hlíð.
Flytjendur eru Sigga Sif og Þórdís Sævarsdóttir ásamt Töru og hljómsveitin Lónið leikur undir.
Eftir tónleikana er dansleikur.
Miðaverð er kr. 2000,- á tónleikana eða dansleik sér, annars kr. 3000,- á bæði.

Lesa meira

6.11.2013 Fréttir : Opin ráðstefna og uppskeruhátíð hjá Ríki Vatnajökuls á Höfn

Ráðstefnan og uppskeruhátíðin „Ríki Vatnajökuls-Tilvist og tækifæri“ var haldin við góðar undirtektir á Hótel Höfn sl. föstudag, 1. nóvember. Ráðstefnan var samstarfsverkefni Ríkis Vatnajökuls, Rannsóknaseturs Háskóla Íslands og Sveitarfélagsins Hornafjarðar og var lögð á áhersla á fjölbreytta fyrirlestra sem snerta á ferðamálum í sýslunni.

Lesa meira

5.11.2013 Fréttir : Dikta í Pakkhúsinu á Höfn

Laugardaginn 9. Nóvember verður Dikta með tónleika í Pakkhúsinu.

Húsið opnar kl:20:30 og tónleikarnir hefjast kl:22:00.
Miðaverð 2000 kr.

Blús- og rokkklúbbur Hornafjarðar
https://www.facebook.com/hornablues

Lesa meira

4.11.2013 Fréttir : Harmonikkuball á Lönguhólum

 

Föstudaginn 1. nóvember fengu börn og starfsfólk á Lönguhólum  góða heimsókn. Þá kom Haukur Helgi Þorvaldsson og var með harmonikkuball í salnum. Hann spilaði barnadans og lög sem allir í leikskólanum kunna. Heimsóknin er liður í verkefni sem er á landsvísu.

Lesa meira

4.11.2013 Fréttir : Úthlutun úr styrktar-og menningarsjóði Sparisjóðs Vestmannaeyja

Styrktar- og  menningarsjóður Sparisjóðs Vestmannaeyja útibú á Höfn, Djúpavogi og Breiðdalsvík úthlutun 2013. Þrír aðilar fengu að þessu sinni úthlutað úr styrktar-og menningarsjóði Sparisjóðsins, Ferðafélag Austur Skaftfellinga, Lúðrasveit Tónskóla Austur Skaftfellinga og Bóka-og minjasafn Nönnu Guðmundsdóttur.

 

Lesa meira

1.11.2013 Fréttir : Trúðar í leikskólanum

Núna er lokið fyrsta tímabili í smiðjum. Til að sýna afraksturinn í leiklistinni fóru nemendur í 9. og 10. bekk í heimsókn í Krakkakot. Smiðjurnar eru í u.þ.b. átta vikur í senn og í fyrstu smiðju leiklistar í 9 og 10 bekk er unnið með trúða og búin til einföld atriði fyrir yngri börn. Þetta er þriðja árið hjá okkur þar sem við vinnum þessa smiðju.

Lesa meira

1.11.2013 Fréttir : Nýr bæjarstjóri tekur við á Hornafirði.

Ásgerður K. Gylfadóttir tók við embætti bæjarstjóra á Hornafirði í  dag 1. nóv. af Hjalta Þór Vignissyni. Ásgerður var kjörinn bæjarfulltrúi eftir síðustu bæjarstjórnarkosningar  2010 og var forseti bæjarstjórnar þar til í júní 2013 er hún tók við formennsku í bæjarráði.

Lesa meira

30.10.2013 Fréttir : Danskennsla í grunnskólanum

Núna stendur yfir árlega danskennsla í grunnskólanum. Eins og undanfarin ár er það Jón Pétur frá Dansskóla Jóns Péturs og Köru sem er mættur til að efla fótafimi nemenda. Í fyrsta til sjöunda bekk er skyldumæting en í áttunda- til tíundabekk hafa nemendur val um hvort þau mæta í dans eða sitja hefðbundna tíma.

Lesa meira

30.10.2013 Fréttir : Vísindadagar í FAS

 dag hófust vísindadagar í FAS en þeir hafa verið árlegur viðburður um nokkurra ára skeið. Hugsunin á bak við vísindadaga er að nemendur leggi bækurnar til hliðar í nokkra daga og skoði önnur verkefni og beiti vísindalegum vinnubrögðum í vinnuferlinu.

Lesa meira

30.10.2013 Fréttir : Föstudagshádegi í Nýheimum

Föstudagshádegi hefst aftur 1. nóvember með kynningu Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu á Vísindavikunni sem stendur nú yfir í skólanum. Kynningin hefst kl: 12:15.
Verið velkomin.

Lesa meira

30.10.2013 Fréttir : Þjóðakvöld

Þann 11. september hófst námskeið í íslensku fyrir útlendinga á vegum Austurbrúar og kennari var Magnhildur Gísladóttir líkt og  undanfarin ár. Að þessu sinni voru 14 einstaklingar af átta þjóðernum sem tóku þátt í námskeiðinu sem lauk með útskrift í Nýheimum þann 28. október. Lesa meira

30.10.2013 Fréttir : Ríkidæmi Hornfirðinga

Nú í upphafi júnímánaðar tók ég við starfi forstöðumanns Hornafjarðarsafna. Ég hef þó ekki enn komið mér fyrir hér á Höfn að neinu viti þar sem megin uppstaðan í húsgagnaflóru minni er ísskápur og rúm. Það bergmálar í íbúðinni. En góðir hlutir gerast hægt, eins og maðurinn sagði.

Lesa meira

30.10.2013 Fréttir HSSA : Höfðingleg peningagjöf!

Ingibergur Sigurðsson frá Syðra Firði í Lóni lést í janúar síðastliðnum en síðustu ár ævi sinnar bjó Ingibergur á hjúkrunardeild HSSA. Til minningar um Ingiberg ákváðu erfingjar hans að færa Heilbrigðisstofnun Suðausturlands, Björgunarfélagi Hornafjarðar og Ferðafélagi Austur-Skaftafellssýslu veglegar peningagjafir.

Lesa meira

29.10.2013 Fréttir : Rithöfundur í heimsókn

Snæbjörn Brynjarsson annar höfundur bókarinna Hrafnsaugað sem kom út fyrir jólin í fyrra og fékk m.a. barnabókarverðlaunin, heimsótti nemendur í grunnskólanum og las úr framhaldsbókinni sem kemur út núna í haust. Þetta var skemmtileg tilbreyting í skólastarfinu sem nemendur kunnu vel að meta.

Lesa meira

29.10.2013 Fréttir : Árdís Erna Halldórsdóttir ráðin til Ríki Vatnajökuls

Árdís Erna Halldórsdóttur tekur tímabundið við starfi framkvæmdastjóra Ríki Vatnajökuls af Davíð Kjartanssyni sem sagði upp starfi sínu nú fyrir skömmu. Árdís hefur störf þann 1. desember nk.

Lesa meira
WOW brochure

28.10.2013 Fréttir : Opin ráðstefna og uppskeruhátið á Höfn 1.nóv..

Ríki Vatnajökuls - Tilvist og tækifæri

Opin ráðstefna og uppskeruhátið  á Höfn, 1. nóvember 2013.   

Nauðsynlegt er að skrá sig fyrir 20.október hjá gudrun@visitvatnajokull.is á bæði ráðstefnuna og kvöldprógrammið. Ráðstefnan er ókeypis (hádegisverður á 1500kr), kvölddagskrá með mat 5950kr.

 

Lesa meira

28.10.2013 Fréttir : Safnahelgin á Suðurlandi - 31.október til 3.nóvember 2013

Menningarupplifun á Safnahelgi á Suðurlandi.
Hornafjarðarsöfn og önnur söfn og gallerí verða með allskonar uppákomur og lengdan opnunartíma á safnahelgi dagana 31. okt. til 3. nóv.. Horfirðingar og gestir eru hvött til að koma og upplifa viðburði og lengda opnunartíma safna.

Lesa meira

25.10.2013 Fréttir : Dans dans dans

Í næstu viku verður dansað!!
Jón Pétur úr Dansskóla Jóns Péturs og Köru mun bjóða Hornfirðingum upp á danskennslu í Sindrabæ og Nýheimum næstu viku
Lesa meira

25.10.2013 Fréttir : Kjördæmavika hjá þingmönnum

Þingmenn kjördæmisins eru á yfirreið í kjördæminu í tilefni kjördæmaviku, bæjarstjórn tók á móti þeim og farið var yfir helstu áherslumál sveitarfélagsins. Þar kom fram að bæjarstjórn leggur áherslu á að jöfnun húshitunarkostnaðar og mikilvægt að tryggja stuðning við þróun á nýjum orkugjöfum.

 

Lesa meira

24.10.2013 Fréttir : Kvennafrídagurinn 24. október á Höfn

Hornfirskar konur hittust í Nýheimum í tilefni þess að 38 ár eru liðin frá fyrsta kvennafrídeginum hér á landi. Um 40 konur mættu og borðuðu saman hádegisverð, rifjuð var upp baráttusaga íslenskra kvenna og var fjallað áhrif uppeldis foreldra og kennara á getu barna.

Lesa meira

23.10.2013 Fréttir : Samfélagssjóður auglýsir til umsóknar styrki til íþróttafólks

 

Samfélagssjóður Hornafjarðar auglýsir til umsóknar styrki til íþróttafólks í Sveitarfélaginu Hornafirði.

Upplýsingar um reglur styrkveitingar og umsóknareyðublað er á vef sjóðsins

www.hornafjordur.is/samfelagssjodur

Lesa meira

23.10.2013 Fréttir : Fab Lab - stafræn smiðja

Fab Lab er stafræn smiðja með tækjum og tólum til að búa til nánast hvað sem er. Fab Lab smiðjur gefa ungum sem öldnum, einstaklingum og fyrir-tækjum, tækifæri til að þjálfa sköpunargáfuna og hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd með því að hanna, móta og framleiða hluti með aðstoð stafrænnar tækni.

Lesa meira
Teitur Guðmundsson

22.10.2013 Fréttir HSSA : Læknir vikunnar!

Teitur Guðmundsson læknir er einn þeirra lækna sem starfa á heilsugæslunni í vetur. Teitur er með áralanga reynslu úr heilsugæslunni og mikill talsmaður forvarna og heilsueflingar.

Lesa meira

22.10.2013 Fréttir : Þjóðakvöld í Nýheimum

Rauði krossinn og Menningarmiðstöð Hornafjarðar standa fyrir þjóðakvöldi á mánudagskvöldið 28. október kl.20:00 í Nýheimum.

Lesa meira

22.10.2013 Fréttir : Þjóðakvöld í Nýheimum

Rauði krossinn og Menningarmiðstöð Hornafjarðar standa fyrir þjóðakvöldi á mánudagskvöldið 28. október kl.20:00 í Nýheimum.

Lesa meira
Morsárdalur

21.10.2013 Fréttir : Styrkir úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna uppbyggingar á ferðamannastöðum til úthlutunar í desember 2013. Sérstök athygli er vakin á námskeiðum sem umsækjendum standa til boða. Umsóknarfrestur er til og með 5. nóvember.

Lesa meira

18.10.2013 Fréttir : Vilborg Anna pólfari með fyrirlestur í Nýheimum

 Vilborg Arna Gissurardóttir, pólfari og fjallgöngukona heldur fyrirlestur í Nýheimum mánudaginn 21. október kl. 16:15 – 17:15.  Á fyrirlestrinum mun hún fjalla um gildi þess að setja sér markmið og um leiðir til að vinna að settum markmiðum.

Aðgangur ókeypis og fólk er hvatt til að mæta.

Lesa meira

18.10.2013 Fréttir : Fréttir af ferðalöngum FAS í Ungverjalandi

Allt gott er að frétta af íslensku ferðalöngunum en þeir komu til Keszthely vel eftir miðnætti á þriðjudag eftir tæplega fjórtán tíma ferðalag. Í gær kynntu ungversku félagarnir land og þjóð. Einnig voru getraunir og ratleikir þar sem markmiðið var að gestirnir kynntust skólanum og nánasta umhverfi. Lesa meira

17.10.2013 Fréttir : Tónaflóð í Hafnarkirkju.

Eins og allir vita hafa börn unun af tónlist og þetta veit Jóhann Morávek skólastjóri Tónskólans og stjórnandi Lúðrasveitarinnar við skólann líklega best af öllum. Hann hefur síðustu ár staðið fyrir tónleikum fyrir leikskólabörn á Höfn Lesa meira

17.10.2013 Fréttir : "Kózy" fyrirlestraröð fyrir 10 og 11 ára

Í dag, fimmtudag kl: 18:00 verður fyrsti fyrirlestur af "Kózy fyrirlestraröð" Hornafjarðarsafna fyrir 10 og 11 ára börn í Nýheimum. Vala Garðarsdóttir fornleifafræðingur ætlar að ræða um þróun mannsins, frá upphafi til vorra daga. Kakó og góðgæti í boði.
Hlökkum til að sjá ykkur!
Lesa meira

16.10.2013 Fréttir : Hljómsveitin Dikta í Pakkhúsinu

Hljómsveitin Dikta mun leika á tónleikum í Pakkhúsinu laugardaginn 9.nóvember nk.
Tónleikarnir hefjast kl:21:00 og eru á vegum Blús- og rokkklúbbs Hornafjarðar.
Lesa meira
spurningakeppni 2013

16.10.2013 Fréttir : 7. bekkur sigrar spurningakeppni skólans

Í löngu frímínútunum í dag fóru fram úrslit í spurningakeppni skólans þar sem 7. - 10. bekkur hefur keppt síðustu daga. 7. bekkur fór með sigur af hólmi gegn 10. B bekk í loka viðureigninni.

Lesa meira

15.10.2013 Fréttir : Nýjar bækur á Bókasafninu!

Nýjar bækur á Bókasafninu fyrir börn og fullorðna.
Lítið við og nælið ykkur í eitt eintak!
Lesa meira
hópur með hátíðardagskrá

15.10.2013 Fréttir : Undirbúningur opins húss

Í Heppuskóla var ákveðið að hafa opið hús laugardaginn 19. okt.  2013  frá 11:00 til 14:00. Ákveðið var að nemendurnir mundu stjórna og ráða öllu sjálfir. Nemendum var lofað að velja á milli 18 hópa sem þeir höfðu sjálfir komið með tillögu að en það var bara valið í 9 hópa. Hóparnir sjá um að stjórna öllu sem verður gert og dagskráinni.

Lesa meira

14.10.2013 Fréttir : Sunnlensk ferðaþjónusta – tölum saman

Sunnlensk ferðaþjónusta – tölum saman

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga býður til málþings

á Hótel Heklu, Brjánsstöðum, 23. október frá kl.12-17.

 

Dagskrá:

Lesa meira
Heppuskóli opið hús

14.10.2013 Fréttir : Opið hús í Heppuskóla 19. október

Á laugardaginn næsta 19. október verður nemendur í 7. - 10. bekk með opið hús í Heppuskóla frá 11:00-14:00. Allir eru hvattir til að koma og skoða breytingarnar á húsinu en í tilefni þess að um þessar mundir eru 40 ár síðan kennsla hófst í þar þá ætla nemendur að vera með dagskrá á laugardaginn.

Lesa meira


 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)