Fréttir

leikjanamskeid

31.5.2013 Fréttir : Leikjanámskeið Sindra


Boðið verður upp á þrjú námskeið í sumar fyrir börn fædd 2004-2007 og skiptast þau svona:

 

Fyrsta 3.-14. júni, annað 18.-28 júni og þriðja 1.-12. júlí.

Hvert námskeið kostar 8.500 kr en ef tekið er tvö þá kostar það 15.000 þúsund og ef öll eru tekinn þá kostar það 22.500 kr.

 

 Hægt er að dreifa greiðslunni.

Lesa meira
Nyheimar-logo

30.5.2013 Fréttir : Stofnun Þekkingarseturs Nýheima 31. maí kl. 12:15

Í vor hefur staðið yfir vinna við stofnun Þekkingarsetursins Nýheima og verður haldinn stofnfundur í Nýheimum föstudaginn 31. maí kl. kl. 12:15. Tilgangur og markmið hinnar nýju sjálfseignarstofnunar verða kynnt og eru heimamenn hvattir til að mæta.

Dagskrá:

1. Kjör fundarstjóra 
2. Kjör ritara 
3. Skipulagsskrá og stjórnskipan fyrir Þekkingarsetrið Nýheima kynnt
4. Kjör löggilts endurskoðanda 
5. Önnur mál

Lesa meira
Veðurblíðan á Höfn

30.5.2013 Fréttir : Breytingar á húsnæðiskerfi sveitarfélagsins

Vegna mikilla eftirspurnar íbúða og verðbreytinga á húsaleigumarkaði á Höfn hefur sveitarfélagið brugðist við þessari breytingu með því að breyta rekstri húsnæðiskerfis sveitarfélagsins. Breytingin verður til að tryggja enn betur stoðir húsnæðiskerfisins og til að jafna stöðu leigutaka.

Lesa meira
2. S í vorverkum

30.5.2013 Fréttir : Skólaslit Grunnskóla Hornafjarðar

Föstudaginn 31. maí kl. 16:00 verða skólaslit Grunnskóla Hornafjarðar í íþróttahúsinu á Höfn.

Foreldrar, forráðamenn og aðrir þeir sem áhuga hafa á eru hvattir til að mæta á skólaslitin og njóta samverunnar með nemendum skólans og kveðja vetrarstarfið.

Skólastjórnendur

Lesa meira
Gamlabud

28.5.2013 Fréttir : Sýningar í Gömlubúð, Verbúð og Skreiðarskemmu


Vatnajökulsþjóðgarður hefur opnað nýja upplýsingastofu í Gömlubúð. Ennþá er verið að vinna í uppsetningu sýningar í húsinu en tilstendur, á fimm ára afmæli þjóðgarðsins, þann 7. júní næstkomandi, að opna Gömlubúð formlega með vígslu sýningarinnar.

Lesa meira
Ráðhús Hafnar

28.5.2013 Fréttir : Bæjarráð hefur fjallað um gistileyfi

Bæjarráð Hornafjarðar tók upp á fundi sínum þann 27. maí sl. greinargerð lögfræðings sem það leitaði til með álitamál varðandi gistileyfi.  Þar er farið yfir lög sem málið varða, hvað teljist til gistingar, skilyrði sem uppfylla þarf fyrir rekstrarleyfi, afleiðingar þess að gistileyfi er ekki til staðar og innheimtu gistináttaskatts

Lesa meira
FAS skólasetning

28.5.2013 Fréttir : FAS í samstarfi um fjarnám með áherslu á starfsnám

Sjö framhaldsskólar á landsbyggðinni hafa ákveðið að bjóða sameiginlega upp á fjarnám með áherslu á starfsnám.  Þetta er gert í sameiginlegri samstarfsyfirlýsingu .

Lesa meira
Sigling á Sjómannadaginn 2000  (úr myndasafni)

27.5.2013 Fréttir : Dagskrá sjómannadagsins

Dagskrá Sjómannadagsins er komin út þar kennir margra grasa, almenningi er boðið í siglingu karmellukast, bingó, bryggjuleiki, kaffihlaðborð, dansleik og messu ásamt mörgum öðrum viðburðum. Dagskráin hefst á laugardag og stendur fram eftir kvöldi á sunnudag. Dagskrána má sjá í þessari frétt.

Lesa meira
Útskrift FAS Vorið 2013

26.5.2013 Fréttir : Útskrift frá Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu (FAS)

Í gær 25. maí fór fram útskrift frá Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu. Alls voru útskrifaðir 27 stúdentar, sjö fjallamennskunemar, þrír félagsliðar og þrír af B stigi vélstjórnar. Einn nemandi útskrifaðist af starfsbraut.

Lesa meira
Veðrið á Höfn 26.maí 2005 kl. 06:44

24.5.2013 Fréttir : Umfjöllun um gistingu í heimahúsum á mbl.is

Umfjöllun um gistingu í heimahúsum á Höfn er á mbl.is undir fyrirsögninni  "gullgrafara æði á Höfn vekur spurningar"


Sveitarfélagið hefur gert úttekt á þessum málaflokki og leitað lögfræðiálits, málið verður lagt fyrir bæjarráð á mánudag.


Lesa meira
Grunnskóli Hornafjarðar

24.5.2013 Fréttir : Innritun í Grunnskóla Hornafjarðar

Innritun nýrra nemenda í Grunnskóla Hornafjarðar fer fram í skólanum 27. maí – 4. júní nk.  Foreldrar og forráðamenn barna sem fædd eru 2007 eru beðnir um að hringja í skólann í síma 470 8400 eða koma í Hafnarskóla og innrita börn sín fyrir næsta skólaár.

Lesa meira
Kvennakór Hornafjarðar

23.5.2013 Fréttir : Heillaskeyti Kvennakórs Hornafjarðar

Heillaskeyti Kvennakórs Hornafjarðar

Útskrift í FAS laugardag 25.maí

Verð á skeyti 1.000,-

Lesa meira
Hornafjardarhofn

22.5.2013 Fréttir : Hornarfjarðahöfn á fésbókinni

Hornafjarðarhöfn er komin með fésbókarsíðu á facebook.com þar er hægt að fylgjast með komu skipa og hvaða starfsemi á sér stað á höfninni. Einnig eru myndir af ýmsum bátum og komu skemmtiferðaskipa.

Lesa meira
stjorn-Byggdarstofnunar

21.5.2013 Fréttir : Stjórn Byggðarstofnunar fundaði á Höfn

Þann 16. maí sl. hélt stjórn Byggðarstofnunar stjórnarfund sinn í Nýheimum. Stjórn Byggðastofnunar kemur saman einu sinni í mánuði og fundar annan hvern mánuð á Sauðárkróki þar sem stofnunin hefur aðsetur og hina mánuðina annarsstaðar á landinu.

Lesa meira
thu_i_utivist-2

21.5.2013 Fréttir : Heilsuefnaldi framhaldsskóli - FAS

Nú er að ljúka öðru ári af fjórum í verkefninu Heilsueflandi framhaldsskóli en FAS tekur þátt í því verkefni. Þar er aðaláherslan lögð á að forvarnir útfrá jákvæðu sjónarhorni og er helsta markmiðið að stuðla að vellíðan og auknum árangri hjá bæði nemendum og starfsfólki.

Lesa meira

21.5.2013 Fréttir : Aðalskipulag í kynningu 2014-2030

 

Nýtt aðalskipulag er í kynningu fjórir kynningafundir hafa verið haldnir.
Kynningargögn um skipulagið má opna hér á heimasíðunni: 

 

http://www.rikivatnajokuls.is/stjornsysla/upplysingar/skipulag/

Íbúar eru hvattir til að nýta sér rétt sinn og kynna sér vel þennan stóra málaflokk og senda athugasemdir á skipulag@hornafjordur.is eða Aðalskipulag Sveitarfélagsins Hornafjarðar Hafnarbraut 21. Höfn Hornafirði.

Lesa meira
hinsegin-dagur-016

17.5.2013 Fréttir : Alþjóðlegur baráttudagur gegn homo-, bi- og transfóbí

Sveitarfélagið hefur hvatt stofnanir sínar til að flagga í tilefni þess að alþjóðlegur baráttudagur gegn homo-, bi- og transfóbíu (fælni gagnvart samkynhneigðum, tvíkynhneigðum og transfólki) er haldinn 17. maí ár hvert, en þann dag árið 1990 var samkynhneigð tekin út af sjúkdómalista Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar.

Lesa meira
Sandra

16.5.2013 Fréttir : Félagslíf FAS

Það má með sanni segja að félagslíf í FAS hafi verið mikið og gott á þeim vetri sem nú er að kveðja. Þar hefur breytt fyrirkomulag án efa mikið að segja

Lesa meira
Söngvarakeppni barna 2008

16.5.2013 Fréttir : Humarhátíð á 20 ára afmæli - kallar eftir heimagerðum atriðum 

Humarhátið verður haldin helgina 28-30. júní nk. vonir standa til að brottfluttir og íbúar Hornafjarðar eigi eftir að skemmta sér og sínum saman þessa helgi.
Undirbúningur fyrir hátíðna er nú þegar hafinn. Kristín Kristjánsdóttir hefur verið ráðin verkefnistjóri humarhátíðar Lesa meira
2. S í vorverkum

15.5.2013 Fréttir : 2. S býður foreldrum í heimsók

Undanfarrnar vikur hafa börnin í 2. S verið að  læra um mannslíkamann. Til þess að læra um líkamann hafa þau meðal annars lesið bækurnar Komdu og skoðaðu líkamann, Eggið hennar mömmu, ásamt ýmsum myndabókum og netefni. Þetta var ákaflega skemmtilegt og fróðlegt þemaverkefni og enduðu börnin vinnuna á þvi að bjóða foreldrum sínum á sýningu þar sem verkefnið var kynnt með lestri, leik og söng. Nemendur stóðu sig með eindæmum vel og voru áhorfendur sammála um að þetta hefði verið hin besta sýning, bæði fróðleg og skemmtileg.

Lesa meira
O-hjalmar

14.5.2013 Fréttir :
Kiwanis afhenti sex ára börnum hjálma.

Í dag afhenti Kiwanisklúbburinn Ó hjálma í samstarfi við Eimskip og voru það félagarnir Barði, Geir, Haukur og Stefán sem afhentu hjálmana til 1. bekkjar í Hafnarskóla. Það var ljóst að hjálmarnir voru kærkomnir og skein gleðin úr öllum börnunum.

Lesa meira
drengur Björnsson f.29.10.2012

13.5.2013 Fréttir HSSA : Laus staða ljósmóður við Heilbrigðisstofnun Suðausturlands

Laus er til umsóknar staða ljósmóður við Heilbrigðisstofnun Suðausturlands Hornafirði. Á stofnuninni er fæðingardeild með skilgreint þjónustustig D1. Ljósmóðir sinnir jafnframt ungbarna- og mæðravernd á heilsugæslustöð ásamt því að sinna almennum hjúkrunarstörfum. Starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi LMFÍ og ríkisins og stofnanasamningi HSSA.

Lesa meira
Gingo-1

10.5.2013 Fréttir : Ný hönnun.

Gingó sendir frá sér í dag nýja hönnunarvöru sem hún kallar Vatnajökull, það eru kaffikrúsir og ölglas fyrir ískaffi og öl.

Lesa meira
SAGA EUROVISIO

9.5.2013 Fréttir : Tónleikar SAGA EUROVISIO í Mánagarði

Föstudagskvöldið 10. maí n.k. verða SAGA EUROVISION í Mánagarði, viðburður sem aðdáendur Eurovision á öllum aldri mega ekki missa af.

Lesa meira
kormynd_2013

8.5.2013 Fréttir :

Kvennakórinn Léttsveit Reykjavíkur

Kvennakórinn Léttsveit Reykjavíkur verða með
tónleika í Nýheimum Höfn Hornafirði laugardaginn 11. mai kl.15.00. Þetta vorið er heiti tónleika þeirra "Douze points" á efnisskránni eru Eurovisionlög frá ýmsum löndum og aðrar perlur úr dægurheiminum
Lesa meira
Geir Þorsteinsson byggingarverktaki er meðal þeirra Hornfirðinga sem nýta sér reiðhjólið

8.5.2013 Fréttir : Hjólað í vinnuna

í dag hófst leikurinn hjólað í vinnuna og eru allir hvattir til að taka þátt. Þeir vinnustaðir sem ætla að vera með lið í leiknum þurfa að skoða heimasíðuna hjoladivinnuna.is.

Lesa meira
IMG_0066

8.5.2013 Fréttir : Kynningarfundur 8. maí kl. 12:00

Kynningarfundur
Endurskoðun aðalskipulags sveitfélagsins Hornafjarðar 2014-2030

Lesa meira
Röntgenlesari 2013

6.5.2013 Fréttir HSSA : Nýr röntgenlesari á heilsugæslu HSSA

Heilbrigðisstofnun Suðausturlands barst á dögunum veglegur styrkur til kaupa á nýjum röntgen lesara. Gamli röntgenlesarinn gaf sig og því var brugðið á það ráð að leita til fyrirtækja og félagasamtaka eftir styrkjum til að kaupa nýjan lesara. Líkt og flestir vita þá var það fyrir tilstilli samfélagssöfnunar sem þessi röntgentæki voru keypt árið 2006.

Lesa meira
Efstu 4_XDsuður

3.5.2013 Pistlar og pólitík : Takk fyrir okkur!

Við þökkum kjósendum í Suðurkjördæmi fyrir það mikla traust sem okkur var sýnt í nýliðnum kosningum. Markmið okkar um fjóra þingmenn náðist, hópurinn er nú klár og fjölmörg verkefni sem bíða úrlausnar um allt kjördæmi. Lesa meira


 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)