Fréttir

29.6.2013 Fréttir : Vel heppnuð Humarhátið

Humarátíð hefur farið vel fram, veður leikur við Hafnarbúa og gesti. Heimsmet í humarloku var slegið í dag með 20. metra langri loku. Humarinn hefur fengið mikið pláss á hátíðinni, gestum var boðið í súpu um allan bæ í gær. Hámark hátíðarinnar er í kvöld þegar farið verður í skrúðgöngu um allan bæ og skemmtun verður á hátíðarsvæði.

Lesa meira

28.6.2013 Fréttir HSSA : Humarhátíð á hjúkrunardeild HSSA!

Hér á bæ er tekið þátt í Humarhátíðinni. Þegar búið að skreyta og búa til fallegar borðskreytingar fyrir laugardagskvöldið en þá verður boðið upp á humarsúpu. Nanna Imsland og Frikki komu til okkar í gær fimmtudag, Nanna söng og Frikki spilaði undir á gítar nokkur hugljúf og falleg lög. Bragi betur þekktur undir nafninu Bragi tvíburi kom aðeins í heimsókn í morgun og settist við píanóið og spilaði að sjálfsögðu nokkur falleg lög eins og honum einum er lagið :-)

Lesa meira
Hummi Humar

27.6.2013 Fréttir : Tvær sýningar opna á föstudag 

Tvær sýningar opna á morgun, fyrirlestur í Nýheimum "Vinir í Vestri "  

N1 stoltur styrktaraðili söngkeppni barnanna á laugardag kl.14:00. Hornafjörður býður heimafólki og gestum frítt í sund. Pylsur í boði Húsasmiðjunnar.

Svavarssafn býður í formlega opnun kl. 16:00 á sýningu verka eftir Svavar Guðnason. Ásmundur Friðriksson býður til opnunar á sýningu kl. 18:00 á morgun í Veiðarfærahúsi Sigurðar Ólafssonar. 

Lesa meira

27.6.2013 Fréttir : Ráðhúsið lokað eftir hádegi 28. júní

Vegna sumarleyfa starfsfólks lokar Ráðhús Hornafjarðar eftir hádegi föstudaginn 28. júní. Þeir sem þurfa að sinna erindum er bent á að opið er frá kl. 09:00-12:00. Einnig er hægt að ná í aðra starfsmenn sveitarfélagsins í símanúmerum Ráðhúss.

 

Starfsfólk Ráðhúss sendir Hornfirðingum kveðjur um gleðilega Humarhátíð.

Lesa meira

27.6.2013 Fréttir : "En Maler" sýnd í Graðaloftinu

Stuttmyndin "En Maler" eftir Hlyn Pálmason verður sýnd í Graðaloftinu um Humarhátíðarhelgina. Sýningar klukkan 13:00, 16:00 og 18:00 á fös.-sun.

Aðgangur ókeypis.

Lesa meira

27.6.2013 Fréttir : Leikskólabörn undirbúa Humarhátíð

Það er búið að vera mikið að gera í morgunsárið á leikskólanum Lönguhólum, þegar börn og starfsfólk tóku höndum saman og skreyttu leikskólagarðinn, tilefni er að sjálfsögðu hin árvissa Humarhátíð. Meðan á þessu stóð hljómaði hinn sívinsæli diskur, Kæra Höfn. Eftir að búið var að skreyta fóru allir í garðinn á Krakkakoti og hittu það flotta fólk sem er í þeim leikskóla.

Lesa meira

27.6.2013 Fréttir : Upphitun fyrir Humarhátíð hefst í dag

Dagskráin hefst í dag íbúar skreyta heimili sín og fara í verslunarferð í Kartöfluhús. Jóga, prjónaskapur og ganga í Lónsöræfum Ljósmyndasýning Sigga Mar í Pakkhúsi kl. 17:00. Pascal Pinon ásamt blásaratríói í Hafnarkirkju kl. 20:00. Þjóðakvöld Kvennakórsins í Mánagarði með Ítölsku þema og Dansleikur á Víkinni. Lesa meira

27.6.2013 Fréttir : 100 ára saga bræðsluiðnaðar á Íslandi birtist í máli og myndum í Skreiðarskemmunni

Skemmtilega sýningu um bræðslu á Íslandi er nú hægt að kynna sér í Skreiðarskemmunni. Sýningin mun standa í mánuð.

Lesa meira
Svavar Guðason

27.6.2013 Fréttir : Opnun Svavarssýningar á morgun

Þessa vikuna hefur Jón Proppé listfræðingur verið að setja upp sýningu á verkum Svavars í Listasafni Hornafjarðar. Sýningin verður opnuð með viðhöfn, föstudaginn 28.júní klukkan 16.00.

Lesa meira

27.6.2013 Fréttir : Bjarni Malmquist sigraði í sínum riðli í EU keppni

Bjarni Malmquist Jónsson sigraði í sínum riðli í grindarhlaupi í Evrópukeppni landsliða sem nú stendur yfir í Slóvakíu. Bjarni kom langfyrstur í mark og bætti tíma sinn um 1,5 sek. á tíu dögum. Bjarni varð í 7. Sæti í keppninni og fékk 9 stig fyrir íslenska liðið. Bjarni kom í mark á 55,28 sek. Lesa meira
korhumarhnappur

26.6.2013 Fréttir : Þjóðakvöld Kvennakórs Hornafjarðar

Eins og undanfarin ár verður Þjóðakvöld Kvennakórsins í Mánagarði fimmtudag fyrir Humarhátið.
Upplagt að byrja hátíðina þar -  með mat söng glens og gríni eins og kvennakórskonum einum er lagi.
Sætaferðir frá N1 frá kl 19.00.

Lesa meira

25.6.2013 Humarhátíð Fréttir : Humarsúpa um allan bæ

Íbúar Hafnar bjóða gestum og gangandi í humarsúpu föstudaginn 28. júní frá kl. 19:00-20:30.

Súpan verður veitt á eftirtöldum stöðum:

Rauðatorgið – Leirusvæði

Hólabraut 18 – Unnur og Öddi

Sandbakki – Miðbær

Silfurbraut 31 – Jóga og Reynir

Kirkjubraut 32 – Kristín og Kalli

Hagatún 9 – Gunnhildur og Marta

Eftir súpuna verður:

Hornafjarðarkvöld í Bárunni kl. 21:00-23:00 – Glæsileg dagskrá sjá á humar.is


Lesa meira
Humarhátíð 2006

25.6.2013 Fréttir : Mikil eftirsókn er í sölubása á Humarhátíð

Aldrei hefur verið meiri ásókn í að fá sölubása á Humarhátíð og úrvalið af varningi verður ótrúlega fjölbreytt. Gestir hátíðarinnar geta fengið sér að borða, bæði humarlokur,  humarsúpu, humarklær og konfekt frá Önnu. Einnig verður ýmis fatnaður til sölu bæði á börn og á fullorðna þá er fatnaðurinn að mestu unnin af heimafólki.
Þá verða seldar ýmsar snyrtivörur og skart unnar úr náttúrunni. Lesa meira
Meðan fæturnir bera mig

25.6.2013 Fréttir : Friðarhlaupið kemur til Hornafjarðar í dag

Hlaupið með Friðarhlaupinu 25. júní
Stígum skref í þágu friðar!
Kl.15.05 - Friðarhlaupið kemur í Nesjahverfi. Hlaupið af stað kl.15.15
Kl.15.40 - Áætluð koma að gatnamótum Suðurlandsvegar og Hafnavegar
Kl.16.05 - Áætluð koma að gatnamótum Hafnarbrautar og Dalvegar
Kl.16.15 - Komið að friðartrénu sem er á miðsvæðinu í Höfn. Stutt dagskrá þar sem Friðarkyndillinn verður látinn ganga og dagskrá fyrir krakka
Kl.17.00 - Áætluð dagskrárl
Lesa meira
Matthildur Ásmundardóttir

25.6.2013 Fréttir HSSA : Hornfirskir bæjarstarfsmenn í umfjöllun á vísindaráðstefnu!

Matthildur Ásmundardóttir framkvæmdastjóri HSSA er nú á leið til Barcelona á Spáni þangað sem henni var boðið til að kynna mastersverkefni sitt í íþrótta- og heilsufræði frá HÍ á vísindaráðstefnu sem ber heitið „18th annual Congress of the European College of Sport Science ECSS Barcelona 26.-29. of june 2013. Unifying Sport Science.“ Starfsmenn sveitarfélagsins tóku margir hverjir þátt í rannsókn Matthildar.

Lesa meira

25.6.2013 Fréttir : Vinna við leikvelli er að hefjast

Vinna við leikvelli er að hefjast

Leiktæki verða fjarlægð á áður auglýstum svæðum

Í framhaldinu verður unnið við frágang á svæðunum

Lesa meira

24.6.2013 Fréttir : Skrúðgangan á Humarhátíð 2013 verður á laugardagskvöldið

Kvennakór Hornafjarðar mun að þessu sinni sjá um skrúðgönguna á Humarhátíðinni og verður hún með breyttu sniði frá undanförnum árum. Í ár verður skrúðgangan á LAUGARDAGSKVÖLDIÐ 29.JÚNÍ KL.20:30, lagt verður af stað frá N1, Vesturbraut, leiðina sem gangan fer má sjá á meðfylgjandi mynd.
Lesa meira

22.6.2013 Fréttir : Heimsmet í humarlokugerð, humarsúpa um allan bæ og óvænt humartengd atriði á Humarhátíð

Dagskráin er stútfull af glæsilegum  áhugaverðum viðburðum. Uppákomur og íþróttamót verða um allan bæ þar sem íbúar, listafólk, fyrirtæki og íþróttafólk í bænum taka þátt. Gallerí, söfn og hinir ýmsu aðilar verða með opið hús.
Rúnar Freyr og Jóhannes Haukur kynna atriði og sjá um fjörið.

Á föstudag munu íbúar Hafnar bjóða heim í humarsúpu.

Lesa meira
hundur

21.6.2013 Fréttir : Lyngey nýtt hundasvæði.

Lyngey er nýtt hundasvæði þar sem eigendur hunda geta komið með hunda sína og sleppt þeim lausum. Settir hafa verið upp bekkir á svæðinu og sorpílát. Íbúum er bent á að á reglur um hunda og kattahald í sveitarfélaginu eru skýrar m.a. hvað varðar lausagöngu. Leyfilegt er að hafa hunda í bandi á öðrum svæðum í sveitarfélaginu í samræmi við reglur, einnig er áréttað að eigendur hirði upp eftir dýrin sín.

Lesa meira
Baejarstjorn-juni-2013

20.6.2013 Fréttir : Síðasti fundur bæjarstjórnar fyrir sumarleyfi

Síðasti fundur bæjarstjórnar fyrir sumarleyfi er í Ráðhúsi Hornafjarðar í dag 20. júní kl. 16:00.
Bæjarstjórn kemur aftur saman í ágúst og mun þá hefja síðasta starfsárið á kjörtímabilinu.

Lesa meira
Árni Rúnar Þorvaldsson

20.6.2013 Fréttir : Að leiðarlokum

Fimmtudaginn 6. júní sl. sat ég minn síðasta bæjarstjórnarfund í bæjarstjórn Hornafjarðar. Ég hef átt sæti í bæjarstjórn Hornafjarðar í rúm sjö ár eða allt frá því að ég náði kjöri í bæjarstjórnarkosningum árið 2006. Ástæðan fyrir því að ég baðst lausnar frá setu í bæjarstjórn á þessum tímapunkti er sú að ég og fjölskylda mín höfum flust búferlum vegna nýrra starfa í Vík í Mýrdal. Lesa meira
svavar1

19.6.2013 Fréttir : Listasafnið lokað vegna breytinga

Listasafnið er lokað frá  22. júní opnar aftur á Humarhátíð 28. júní kl. 16:00 með verkum Svavars Guðnasonar.

Allir velkomnir.

Lesa meira
kvenrettindadagurinn

19.6.2013 Hornafjarðarsöfn : Til hamingju með kvenréttindadaginn!

Þann 19. júní 1915 fengu íslenskar konur 40 ára og eldri langþráðan kosningarétt og kjörgengi til Alþingis.

Lesa meira
lúra02

19.6.2013 Hornafjarðarsöfn : Frábær Lúruveiði

Í gær var farið í Lúruveiði með Barnastarfi Menningarmiðstöðvarinnar. Gísli Karl var skipstjórinn okkar og Bjössi aðstoðarmaður hans. Fara þurfti tvær ferðar og voru krakkarnir agalega kátir þegar netið var dregið upp og Lúran sást spriklandi.

Lesa meira
20130603_131017

19.6.2013 Fréttir : Örnámskeið fyrir sumarstarfsmenn ferðaþjónustunnar

Þegar sumarið gengur í garð má sjá margbreytileika mannlífsins blómstra í Sveitarfélaginu Hornafirði. Ferðamenn bæði innlendir og erlendir má sjá víða hvort sem það er í verslunum, veitingastöðum eða á bak við linsu myndavélarinnar
Lesa meira
lúruveiði2013

18.6.2013 Hornafjarðarsöfn : Lúruveiði í dag!

Farið verður í Lúruveiði í dag, 18.júní klukkan 13:00. Mæting er niður á smábátabryggju með nesti og góða skapið. Muna að skrá sig á Bókasafninu í síma 4708050.

Lesa meira
Lærdómssamfélag

16.6.2013 Fréttir : Íbúafundur um unglingalandsmót - allir hvattir til að taka þátt

Íbúafundur um unglingalandsmót verður haldinn þriðjudaginn 18. júní kl. 20:30 í fyrirlestrarsal í Nýheimum. Farið verður yfir undirbúning og skipulag landsmótsins, nauðsynlegt er að sem flestir íbúar sveitarfélagsins verði með nefndinni í verkefnið og undirbúningi landsmótsins. Lesa meira
Flugfélagið Ernir

12.6.2013 Fréttir : Íbúafundur um framtíð áætlunarflugs

Íbúum  og fulltrúum fyrirtækja  er hér með boðið til hádegisfundar miðvikudaginn 12. júní með fulltrúum innanríkisráðuneytisins og Isavia ohf. um framtíð áætlunarflugs til Hafnar, í Nýheimum á Höfn kl. 12:00.

Lesa meira
Thorhildur

11.6.2013 Fréttir : Þórhildur ráðin sérfræðingur í málefnum barna og ungmenna

Þórhildur Kristjánsdóttir, þroskaþjálfi mun hefja störf á félagssvið Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Starfið sem er nýtt mun fela m.a. í uppeldisráðgjöf við foreldra og börn og samstarfi við leik- og grunnskóla í sveitarfélaginu ásamt öðrum tilfallandi verkefnum í tengslum við málefni barna og ungmenna með fatlanir. Þá mun Þórhildur einnig sinna annarri uppeldisráðgjöf í samvinnu við aðra starfsmenn sviðsins. Lesa meira
Séð yfir Höfn

11.6.2013 Fréttir : Styrkir til bættrar einangrunar – Átaksverkefni 2013

Atvinnuvega- og Nýsköpunarráðuneytið í samvinnu við Orkusetur hefur ákveðið að styrkja húseigendur sem ráðast vilja í endurbætur á einangrun húsnæðis
Átaksverkefni 2013 er beint að húsnæði þar sem auka má einangrun ofan á þakplötu eða milli sperra í þaki. Styrkt verða efniskaup á steinull og skilyrði er að koma megi fyrir að lágmarki 200 mm. Lesa meira
sumarlestur

11.6.2013 Fréttir : Sumarlestur skólabarna á Bókasafninu

Sumarlesturinn byrjaður á Bókasafninu fyrir börn á skólaaldri. Veglegir vinningar í boði fyrir duglega krakka! Lesa meira
joklam

10.6.2013 Fréttir : Nýjustu upplýsingar um náttúrufarsrannsóknir í FAS

Um langt skeið hefur verið lögð áhersla á ýmis konar náttúrufarsrannsóknir í FAS. Í gegnum tíðina hafa safnast saman upplýsingar, bæði frumgögn, nemendaskýrslur og ekki síst myndir. Þar eru jöklamælingar fyrirferðamestar en einnig er fylgst reglulega með gróðurframvindu á Skeiðarársandi, álftum á Lónsfirði og fuglum í Óslandi. Lesa meira
Lúruveiði 2011 14

10.6.2013 Hornafjarðarsöfn : Barnastarf Menningarmiðstöðvar sumarið 2013

Barnastarfið hefst með fuglaskoðunarferð í Ósland, þriðjudaginn 11.júní. Mæting á Bókasafnið klukkan 13:00. Börn frá 7 ára aldri eru velkomin í ferðirnar en þeir sem eru yngri en 7 ára verða að vera í fylgd með fullorðnum. Aðgangseyri 500 krónur og gott er að taka með sér nesti og klæða sig eftir veðri.

Lesa meira
Sveibjorg

9.6.2013 Fréttir : Sveinbjörg Norðurlandameistari í sjöþraut

Sveinbjörg Zophoníasdóttir varð í dag Norðurlandameistari í sjöþraut 22 ára og yngri. Norðurlandamótið var haldið í Huddinge í Svíþjóð og lauk í dag.

Sveinbjörg hlaut samtals 5.212 stig sem er aðeins frá hennar besta en hún er búinn að vinna sér keppnisréttinn í sjöþraut og í langstökki á EM í sumar.

Lesa meira
su-gamla-1906

4.6.2013 Fréttir : Gamlabúð opnar eftir breytingar

Föstudaginn 7. júní næstkomandi, á 5 ára afmæli Vatnajökulsþjóðgarðs, verður Gamlabúð formlega opnuð á ný með vígslu nýrrar sýningar. Húsið hefur fengið rækilega andlitslyftingu og nýtt hlutverk, sem gestastofa og upplýsingamiðstöð Vatnajökulsþjóðgarðs.  Í Gömlubúð munu gestir fá fræðslu um Vatnajökulsþjóðgarð allan, en einkum þó um náttúrufar og sögu suðausturhluta þjóðgarðsins ásamt upplýsingum um þjónustu, gönguleiðir og afþreyingu í næsta nágrenni. Lítil minjagripaverslun er í húsinu. Lesa meira
Lilja-med-verdlaunagripi

4.6.2013 Fréttir :

Lilja Björg - í þriðja sæti í Bretlandi

Lilja Björg var í þriðja sæti í keppninni Britain´s International Most Powerful Woman. Hún stefnir á að taka þátt í Sterkustu konu heims í október þar sem hún á góða möguleika.

Lesa meira
undrirritun

4.6.2013 Fréttir : 9,6 milljónir úthlutaðar í verkefni á Hornafirði

Í apríl síðastliðnum auglýstu Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) eftir umsóknum um styrki til eflingar atvinnulífs og nýsköpunar á Suðurlandi. Um var að ræða fjármuni til styrkveitinga úr Vaxtarsamningi Suðurlands, Sóknaráætlun Suðurlands og fjármagn sameiginlegum sjóðum sveitarfélaganna sem áður var úthlutað af Atvinnuþróunarfélagi Suðurlands. Lesa meira
Sveibjorg

4.6.2013 Fréttir : Sveinbjörg með silfur og brons á Smáþjóðaleikunum

Sveinbjörg Zophoníasdóttir keppti með íslenska frjálsíþróttalandsliðinu á smáþjóðaleikunum í síðustu viku. Landsliðið  er skipað okkar allra besta afreksfólki. Sveinbjörg keppti í fjórum greinum enda þrautarkona og liðtæk fyrir íslenska landsliðið í þeim sjö greinum sem hún æfir.

Lesa meira
10. bekkingar sem útskrifuðust við Grunnskóla Hornafjarðar 2013

3.6.2013 Fréttir : Skólaslit              

Sjöttu skólaslit Grunnskóla Hornafjarðar fóru fram við hátíðlega athöfn í Íþróttahúsi Hafnar föstudaginn 31. maí. Í vetur stunduðu 310 nemendur nám við skólann og voru starfsmenn 58 Lesa meira
Bjorgunarsveit-tekur-vid-styrk

3.6.2013 Fréttir : Isavia styrkir Björgunarfélag Hornafjarðar til bílakaupa

Björgunarfélagi Hornafjarðar var boðið til móttöku á Hornfjarðarflugvelli 30. maí síðastliðinn, þar sem formleg afhending fór fram á 1,4 milljóna styrk sem félagið fékk úr styrktarsjóði Isavia til bílakaupa. Við tækifærið sýndi Björgunarfélagið starfsfólki Hornafjarðarflugvallar, forstjóra Isavia og stjórn bílinn og búnað hans. Lesa meira
Þórbergur Þórðarson

3.6.2013 Fréttir : ,,Boðið heim” í Þórbergssetur og á Hala


,,Að yrkja óreiðu”

Endilega skreppið í sveitina, bókmenntir, ferðaþjónusta,
veitingar beint frá býli

Næstkomandi sunnudag 9. júní verður opin dagskrá í Þórbergssetri tengd bókmenntum, menningarferðaþjónustu og verkefni á vegum Ferðaþjónustu bænda undir heitinu ,,Bændur bjóða heim

Lesa meira
Nyheimar-PR

3.6.2013 Fréttir : Þekkingarsetrið Nýheimar stofnað á Höfn í Hornafirði

„Góður áfangi“
-    segir bæjarstjórinn á Höfn.
Þekkingarsetrið Nýheimar á Höfn í Hornafirði var formlega stofnað sl. föstudag, 31. maí. Helstu markmið hins nýja þekkingarseturs eru að efla samstarf stofnana og fyrirtækja í Nýheimum með sérstaka áherslu á menntun, menningu, rannsóknir og nýsköpun.

Lesa meira
kvennahlaup-2013

3.6.2013 Fréttir : Kvennahlaup ÍSÍ 8. júní


Kvennahlaup ÍSÍ verður haldið 8 júní kl 11.00.
Að venju verður Kvennahlaup ÍSÍ hlaupið frá sundlaug Hafnar og boðið um á þrjár vegalengdir, 3 km 5 km og 10 km.  Lesa meira

3.6.2013 Fréttir : Kortlagning haftengdrar starfsemi á Höfn

Vikuna 24.-28. júní mun Íslenski sjávarklasinn senda hóp starfsmanna til Hafnar til að taka viðtöl við forsvarsmenn fyrirtækja á svæðinu. Markmið heimsóknarinnar er að kynnast sem flestum fyrirtækjum og sjá þannig sérstöðu hvers og eins fyrirtækis og koma auga á mögulega samstarfsfleti milli fyrirtækja. Lesa meira


 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)