Fréttir

Pottar í Hoffelli - Barnastarf 2013

31.7.2013 Hornafjarðarsöfn : Barnastarfsferð í Pottana í Hoffelli

Á Þriðjudaginn heimsótti Barnastarf Menningarmiðstöðvar Pottana í Hoffelli í blíðskaparveðri. Það er alltaf gott að dýfa sér aðeins í pottana og njóta og það var engin breyting á því að þessu sinni.

Lesa meira
Baejarstjorn-juni-2013

26.7.2013 Fréttir : Virkjanakostir í sveitarfélaginu til umfjöllunar í bæjarráði

Bæjarstjóri Hornafjarðar situr í starfshópi iðnaðarráðherra sem leitar leiða til að lækka húshitunarkostnað og boðaði hann til ráðstefnu um orkumál. Í framhaldi af ráðstefnu um orkumál hefur bæjarráð látið skoða virkjanakosti fyrir smávirkjanir og hvaða skilyrði þurf að vera til staðar. Á fundi bæjarráð 24. júlí var fjallað um  lauslega úttekt Verkfræðistofunnar Verkís um hvernig eðlilegt er að standa að skoðun á virkjanakosti innan sveitarfélagsins.

Lesa meira
USÚ á Unglingalandsmóti 2011 á Egilsstöðum

26.7.2013 Fréttir : Hornfirðingar kynna Unglingalandsmót á Youtube.com

Skemmtileg kynningarmyndbönd eru komin á youtube.com þar má sjá unglinga, börn og jafnvel fullorna héðan frá Hornafirði segja frá og kynna Unglingalandsmótið.

http://www.youtube.com/watch?v=uwCPBGRUx8o - http://www.youtube.com/watch?v=0_dUiFk-YwU

 YwUhttp://www.youtube.com/watch?v=U1JKFwnTuNk

Lesa meira

25.7.2013 Fréttir : Barnaferð í Húsdýragarðinn í Hólmi

Barnastarf Menningarmiðstöðvarinnar fór í Húsdýragarðinn í Hólmi. Veðrið lék við okkur og dýrin nutu sín líka, fyrir utan greyið grísina sem máttu ekki fara út vegna hættu á sólbruna Lesa meira
Heppa matarhöfn

25.7.2013 Fréttir : Vinnudagur íbúa vegna unglingalandsmóts       

Laugardaginn 27.júlí kl. 10:00 verður vinnudagur. Það þarf að koma fyrir fánaborgum og stöngum, flagga, setja upp skilti o.fl. Við þurfum hjálp við þetta og biðlum til bæjarbúa að rétta okkur hjálparhönd. Mæting við Báruna kl. 10. Þeir sem geta eru beðnir að koma með bíla og kerrur, borvélar og sleggjur!

Lesa meira

25.7.2013 Fréttir : Páll Óskar skemmtir á Unglingalandsmóti

Páll Óskar sem mun troða upp á Unglingalandsmótinu á Höfn um verslunarmannahelgina. Hann mun koma fram á mótssetningunni á föstudagskvöldinu og síðar um kvöldið mun hann stýra fjörinu á kvöldvökunni í Bárunni, milli klukkan 22:00 og 23:30. Lesa meira

25.7.2013 Fréttir : Afþreyingardagskrá á Unglingalandsmóti fyrir alla

Boðið er upp á afþreyingu sem henntar öllum á Unglingalandsmótinu um verslunarmannahelgina þar kennir margra grasa eins og morgunskokk fyrir foreldra, dorgveiðikeppni, leiklistasmiðju, gönguferðir og hornafjarðarmanna.

Andlitsmálning

Allir krakkar geta fengið andlitsmálun fyrir mótssetningu

Tímasetning:                     Föstudagur kl. 18:00 – 20:00

Staðsetning:                      Í tjaldi undir Fiskhólnum

 

Lesa meira
USÚ á Unglingalandsmóti 2011 á Egilsstöðum

24.7.2013 Fréttir : Dagskrá Unglingalandsmóts 2013

Dagskrá á Unglingalandsmóti er hér með komin fram, hún byrjar fimmtudaginn 1. ágúst með móttöku gesta en kl. 22.00 sama dag verður upplýsingafundur fyrir farastjóra og þjálfara í Nýheimum. Mótið verður sett á Sindravöllum á föstudagskvöldi og hefst dagskráin kl. 20:00.  Mikilvægt er að allir þátttakendur komi á mótssetninguna og gangi saman inn á svæðið.   

Mótsslit verða á Sindravöllum og hefjast kl. 23:45 sunnudagskvöldið 4. ágúst.  Athöfninni lýkur með flugeldasýningu um miðnætti. 

Lesa meira

24.7.2013 Fréttir : Tilraun um nýja leið í virkjanakosti gerð í Mikleyjaráli í Hornafirði.

Næstu daga verður gerð tilraun á orkuöflun með sjávarhverfli í Mikleyjaráli. Uppfinningamaðurinn Valdimar Össurarson hjá Valorku ehf. hefur þróað sjávarhverfil  til að fanga umhverfisvæna orku, allt bendir til að hann geti gefið af sér töluverða orku. Eina raskið á umhverfinu eru leiðslur sem rafmagnið fer um. Ef tilraunir Valdimars gefa góða raun má ætla að miklir möguleikar séu í virkjun sjávarfalla hér á landi.

Lesa meira
USÚ á Unglingalandsmóti 2011 á Egilsstöðum

23.7.2013 Fréttir : Ákall til íbúa á Hornafirði

Nú styttist óðum i unglingalandsmótið hér á Höfn um verslunarmannahelgina. Enn vantar mjög mikið af sjálfboðaliðum til að standa vaktina á landsmótinu. Við viljum hvetja fólk til að skrá sig sem sjálfboðaliða hvort sem fólk getur verið 2 tíma, hálfan dag, 3 daga eða hvernig sem er

Lesa meira
Sigurður Þorsteinsson

22.7.2013 Hornafjarðarsöfn : Veggurinn minn

Sigurður Þorsteinsson á vegginn á Bókasafninu Myndirnar á veggnum eru fimm talsins að þessu sinni og eru allar eftir Sigurð Þorsteinsson. Verkin eru bæði vatnslita og olíumálverk.

Lesa meira
Sigurður Halldórsson

22.7.2013 Hornafjarðarsöfn : Tónleikar og uppákoma í Nýheimum

Þriðjudaginn 23. júlí verða tónleikar í Nýheimum undir nafninu "Alheimurinn allur í Boga Veiðimannsins".

Þar koma fram Dean Ferrell bassaleikari og Sigurður Halldórsson cellóleikari og munu þeir kynna sögu bassahljóðfæranna í tali og tónum.

Lesa meira

22.7.2013 Fréttir : Merkur menningaviðburður í Kálfafellsstaðarkirkju

Sunnudaginn 28. júní munu Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari og Gunnar Kvaran sellóleikari spila á tónleikum í Kálfafellsstaðarkirkju, flutt verða verk eftir ýmsa höfunda eins og J.S. Bach, Atla Heimi Sveinsson og J. Haydn.

Tónleikarnir eru styrktir af Menningarráði Suðurlands.

Lesa meira
Leikhopurinn Lotta - Gilitrutt

19.7.2013 Hornafjarðarsöfn : Leikhópurinn Lotta sýnir Gilitrutt á Höfn

Leikhópurinn Lotta er á ferð og flugi um landið með leikritið sitt Gilitrutt sem er fjölskylduævintýri sem er spunnið saman úr þremur ævintýrum. Gilitrutt, Búkollu og Geitunum þremur.

Lesa meira
Skreiðarskemman, Gamlabúð og verbúð

17.7.2013 Hornafjarðarsöfn : Skreiðarskemman, Gamlabúð og Verbúð

Í gær Var Skreiðarskemman, Gamlabúð og Verbúðin í Miklagarði skoðuð í barnastarfinu. Í Skreiðarskemmunni er búið að setja upp safn um sjóminjar í sveitarfélaginu.

Lesa meira

16.7.2013 Fréttir : Ólympíuleikar unglinganna á Höfn

Árið 1992 hófust á vegum UMFÍ unglingalandsmót og hafa 15 mót verið haldin. Sextánda unglingamótið verður haldið á Höfn í Hornafirði um Verslunarmannahelgina. Þar geta unglingarnir spreytt sig í ýmsum greinum og meðal þess sem boðið verður uppá er leiklistarnámskeið fyrir börn og unglinga.  Ég hlakka til að mæta þangað með fjölskyldunni og fylgjast með skemmtilegri keppni. Sjáumst á Höfn!

Lesa meira

12.7.2013 Fréttir : Gjaldskrá embættis byggingar-og skipulagsfulltrúa

Ný gjaldskrá embættis byggingar-og skipulagsfulltrúa hefur tekið gildi í sveitarfélaginu nánari upplýsingar má sjá undir stjórnsýsla/gjaldskrá eða á http://www.hornafjordur.is/stjornsysla/upplysingar/gjaldskrar/nr/10185

Lesa meira
Flóamarkaðsstemning - 2

11.7.2013 Hornafjarðarsöfn : Flóamarkaðsstemning í Nýheimum

Núna á föstudaginn hefst flóamarkaðsstemning í Nýheimum sem mun standa til og með föstudeginum 19. júlí. Tilefnið er tiltekt á Bókasafninu, en búið er að grisja út heilan helling af bókum, nýjum og gömlum og þér stendur til boða að taka þessar bækur með þér heim.

Lesa meira
Fjöruferð sumar 2013-6

10.7.2013 Hornafjarðarsöfn : Fjöruferð að Horni

Barnastarf Menningarmiðstöðvar fór í gær með fulla rútu af hressum krökkum í fjöruferð að Horni. Veðrið lék við okkur og krakkarnir skemmtu sér konunglega á ströndinni við að byggja sandkastala og leika sér í sjónum.

Lesa meira

10.7.2013 Fréttir : Mikil gróska á Höfn í Hornafirði

Starfsmenn Íslenska sjávarklasans sóttu Höfn í Hornafirði heim nú á dögunum í þeim tilgangi að kortleggja haftengda starfsemi á svæðinu í anda klasahugmyndafræði.  Starfsmennirnir tóku viðtöl við um 40 forsvarsmenn fyrirtækja og stofnanna á þremur dögum. Óhætt er að segja, að mikil gróska og nýsköpun sé  fyrir hendi á Höfn. Gríðarlega mikið frumkvöðlastarf er þegar unnið á á Höfn og mikill áhugi er á því að prófa ýmsar leiðir til að nýta betur afurðir hafsins og auka þar með verðmæti þeirra Lesa meira

9.7.2013 Fréttir : Útivistanámskeið Sindra

Fyrirhugað er að halda útivistarnámskeið  fyrir  10-14 ára hressa krakka vikuna 15. – 19. júlí. ef næg þátttaka fæst.  Tvær tímasteningar eru í boði fyrir og eftir hádegi c.a. 4 tímar á dag + útilega. Aðeins átta krakkar komast á hvort  námskeið fyrir sig og því betra að skrá sig tímanlega. Klifur, kajak, veiði og útilega er klárlega eitthvað sem verður boðið uppá.

Lesa meira

6.7.2013 Fréttir : Umhverfisviðurkenning 2013

Formaður umhverfis -og skipulagsnefndar Ásgrímur Ingólfsson afhenti umhverfisviðurkenningu Hornafjarðar 2013 á hátíðarkvöldi á Humarhátíð. Viðurkenning er veitt í fjórum flokkum fyrir lögbýli, lóð og hús, fyrirtæki fagurt umhverfi og fegursta gatan.

Lesa meira

5.7.2013 Fréttir : Fjöruferð að Horni

Nú er komið að fjöruferð að Horni í Barnastarfi Menningarmiðstöðvarinnar. Mæting klukkan 13:00 á Bókasafnið þriðjudaginn 9.júlí.

Muna að skrá sig!

Lesa meira

5.7.2013 Fréttir : "Litirnir í fjallinu"

Opnun á sýningunni "litirnir í fjallinu" í Listasafni Hornafjarðar á Humarhátið

Lesa meira

5.7.2013 Fréttir : Sektarlausir dagar á Bókasafninu

Nú verður hægt að skila bókum sem dagað hafa uppi hjá Hornfirðingum.

Vond samviska sturlar manninn!

Lesa meira

4.7.2013 Fréttir : Tónleikar með Áhöfninni á Húna II

Hljómsveit Mugisons og Jónasar Sig. siglir hringinn í kringum landið og halda 17 tónleika um borð í Húna II til styrktar Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Nú er komið að tónleikum á Höfn og verða þeir laugardaginn 6.júlí n.k. klukkan 20:00. Lesa meira

4.7.2013 Fréttir : Athugun á úrkomu í Hornafirði í tengslum við árlega Humarhátíð.

Vegna umræðu um veður á Humarhátíð og blíðunnar á Humarhátíð 2013 er forvitnilegt að skoða úttekt sem sveitarfélagið lét gera um veðurfar yfir sumartímann og þá með sérstakri áherslu á að skoða veðurfar í byrjun júlí þegar Humarhátíð hefur staðið yfir. Einnig var skoðað hvaða daga sumarsins eru einna minnstar líkur á úrkomutíð.

Í ljós kom að oftast er þurrt veður í byrjun sumars eða í maí og júní. En þegar dregur nær mánaðarmótum júní, júlí þá eru meiri líkur á úrkomu.

Lesa meira

3.7.2013 Fréttir : Hópsigling fjarðarbáta.

Farið var í hópsiglingu fjarðarbáta á Humarhátíð Á Höfn 2013 siglingin tókst mjög vel, mikill fjöldi  af bátum voru notaðir í siglinguna enda fjarðarsport mikið stundað á Hornafirði. Veðrið lék við skipverja, siglt var suður fyrir Mikley og norður að Borgey þar sem tekið var smá spjall á álnum

Lesa meira

2.7.2013 Fréttir : Sjóferð lokið hjá Barnastarfinu

Það voru allir kátir eftir sjóferðina með Vigfúsi í dag. Því miður komust færri að en vildu en við reynum að bæta úr því með auka ferð vonandi í ágúst. Veðrið lék við okkur í siglingunni og útsýnið stórkostlegt. Lítill selur kíkti á okkur við höfnina áður en við lögðum af stað og fylgdi okkur aðeins út fyrir

Lesa meira

2.7.2013 Fréttir : Hópmyndataka í Óslandi í dag

Hópmynd af Hornfirðingum í Óslandi

Eins og áður hefur komið fram verður hópmyndataka út í Óslandi þriðjudaginn 2.júlí kl. 19:03.
Fólk er vinsamlegast beðið um að fara ekki akandi upp Óslandshraunið heldur leggja bílunum annarsstaðar.

Lesa meira

2.7.2013 Fréttir : Sveinbjörg í þriðja sæti á Evrópubikarsmóti

Sveinbjörg Zophoníasdóttir vann brons verðlaun í sjö þraut á Evrópubikarsmóti á Madeira um helgina.
Þær greinar sem hún bætti sí í eru hástökk þar átti hún 1,70m en bætti sig um 8 cm. í 178m sem er rúmlega hæð hennar því má segja að hún hafi sett sig í hóp með Gunnari á Hlíðarenda. Lesa meira

2.7.2013 Fréttir : Nýjar bækur á Bókasafninu

Höfum nú tekið inn ágætis magn af nýjum bókum fyrir fullorðna og börn á öllum aldri.

Lítið við og nælið ykkur í eintak!

Lesa meira
Pall-Valur-Bjornsson

1.7.2013 Fréttir : Hugleiðingar nýs þingmanns

Það er ekki ofsögum sagt að það er töluvert krefjandi starf að vera þingmaður og það hef ég sannreynt nú á þessu sumarþingi sem staðið hefur yfir síðustu vikur. Það er mikið að læra bæði hvað varðar að setja sig inn í einstök mál og svo að setja sig inn í þær hefðir og venjur sem einkenna þessa mikilvægu stofnun okkar Íslendinga

Lesa meira

1.7.2013 Fréttir : Endurvinnslan

Endurvinnslan vill minna fólk á að ekki er tekið við umbúðum sem eru án skilagjalds. Ekki er skilagjald á umbúðum undir ávaxtaþykkni, mjólkurdrykki, matarolíu, tómatsósu eða þvottalög. Þessum umbúðum má skila í grenndargámana.

 

Almenna reglan er að drykkjarumbúðir, fyrir utan þær umbúðir sem innihalda vín, þurfa að hafa innihaldið vatn með eða án kolsýru, eða vatnsblönduð efn til drykkjar, til að vera skilagjaldsskyldar. Um er að ræða tilbúna drykkjavöru sem hægt er að drekka beint úr viðkomandi umbúðum.

 

 Endurvinnslumóttakan á Höfn er opin alla virka daga frá kl. 13:00-17:00.

1.7.2013 Fréttir : Tækifæri fyrir hönnuði og margmiðlunarfólk að túlka síkvika náttúru vestan Vatnajökuls.

Opin samkeppni um sýningu í gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs á Kirkjubæjarklaustri verður auglýst með haustinu. Meginmarkmið sýningarinnar er að miðla fróðleik og upplifun um síbreytilega náttúru við vesturjaðar Vatnajökuls og dramatísk átök jarðelda, jökuls og mannlífs þar. Lesa meira

1.7.2013 Fréttir : Barnastarf - Sjóferð um Hornafjörðinn

Barnastarf Menningarmiðstöðvarinnar fer í sjóferð um Hornafjörðinn með Vigfúsi Ásbjörnssyni. Mæting á morgun niður á smábátabryggju klukkan 13:00 með nesti, klæðnað eftir veðri og 500 kr.

Ekki gleyma að skrá ykkur á Bókasafninu!

Lesa meira


 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)