Fréttir

Virkjanakostir í sveitarfélaginu til umfjöllunar í bæjarráði

26.7.2013 Fréttir

Baejarstjorn-juni-2013
 

Hornafjörður er eitt af þeim sveitarfélögum sem skilgreind eru á köldu svæði sem þýðir að ekki hefur verið hægt að hita upp og nýta jarðhita eins og gert er á flestum þéttbýlistöðum.

Bæjarstjóri Hornafjarðar situr í starfshópi iðnaðarráðherra sem leitar leiða til að lækka húshitunarkostnað. Boðaði hann til ráðstefnu um orkumál í febrúar á þessu ári til að leita leiða fyrir köld svæði um úrlausnir í þessum málum. 

Í framhaldi af ráðstefnu um orkumál hefur bæjarráð látið skoða lauslega virkjanakosti fyrir smávirkjanir og hvaða skilyrði þurf að vera til staðar. Á fundi bæjarráð 24. júlí var fjallað um  lauslega úttekt Verkfræðistofunnar Verkís um hvernig eðlilegt er að standa að skoðun á virkjanakosti innan sveitarfélagsins. Í minnisblaði frá Verkís er stuðst við bókina Vatns er þörf og átaksverkefni sem  Orkustofnun stóð fyrir á árunum 2002-2007 einnig er stuðst við önnur fræðirit.

Í úttekt Orkustofnunar kom í ljós að þrjú svæði eru álitlegir virkjanakostir á svæðinu það eru Svínafellsá, Kapaldalsá og Skriðulækur. Verkís telur marga aðra fýsilega virkjanakosti vera á svæðinu en nauðsynlegt er að fara í nánari úttekt á þeim stöðum.

Líkur eru á hækkun raforkuverðs og því mikilvægt að fara í heildarendurskoðun á álitlegum smávirkjunum. Mikill munur er á hagkvæmni virkjana en áætlaður stofnkostnaður fyrir virkjanakost til eigin notkunar mun vera allt að 200 kr. (kWh/ári). En álitlegur virkjanakostur fyrir sölu á dreifiveitu er allt að 75 kr. (kWh/ári).

Bæjarráð lagði til að fundað yrði með íbúum og fyrirtækjum í sveitarfélaginu í framhaldinu og fara í samstarf með Búnaðarsambandi Austur- Skaftafellssýslu.  Fundir verða haldnir í haust og auglýstir nánar síðar.

Í framhaldi af þessari umræðu má geta þess að nú stendur yfir rannsókn í Hornafirði á virkjun sjávarorku. Sjá hér á síðunni ( )

 

 

 

BB

 

Senda grein

 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)